Búin að sofa með Auði

Já já og ekki orð um það meir

Ég hef lært nýtt trix og um að gera að bæta við þekkinguna eftir því sem árin verða fleiri síðan fæðingarvottorðið mitt var gefið út.

Þetta trix hef ég lært af köllunum í vinnunni, það er ég viss um. Ég er enn ekki búin að finna neitt notagildi við þetta en að minnsta kosti tvo galla, alvarlega.

Annar virkar þannig að afar óheppilegt er að vera í kringum mig með opinn eld. Undecided

Hinn gallinn er að Keli, vitlausi hundurinn sem sér, er í óðaönn með aðstoð Lappa, gáfaða hundsins sem að sér ekki neitt, að leita í símaskrá að einhverjum dýraverndarsamtökum sem taka við kvörtunum hunda sem búa við slæm loftskilyrði. Kötturinn neitaði að hjálpa þeim enda kemst hann inn og út eftir vild.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Ég hef orðið fyrir annarri undarlegri reynslu í dag. Maturinn minn gerir ekki annað en að hverfa. Steinar færði mér tebollu í morgun í vinnuna, át sjálfur hálfa enda er hálf meira en nóg fyrir mig. Svo ætlaði ég að fá mér en fann ekkert tebolluna. Ég tók upp símann og hringdi

R: Steinar, tókstu tebolluna mína ?

S: Blush (heppinn að vera staddur í búð þegar ég hringdi) Viltu muffins ?

R: LOL nei takk

Hann kom samt með lakkrísreimar í skaðabætur.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Svo kom ég heim og komst að því að kvöldmaturinn minn er gufaður upp. Við vorum með kjúkling í gær og ætluðum að reyta af beinunum ofan í okkur í kvöld. Ég fann bara engan kjúkling, ekki bein.

Grunur hefur fallið á Mr. Bear sem birtist hér óvænt í gærkvöldi.

Á einhver auka kvöldmat sem hann getur emailað til mín ?

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨

Fa la la la ég er enn hætt að reykja....minns er sko klárastur í heiminum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

 Hm,hm.............. og svo ekki orð um það.  Ég verð fyrir undarlegri reynslu á hverjum degi, maturinn minn hverfur alltaf.........ofan í mig.

Frábært hjá þér að vera ennþá hætt að reykja, ég dáist að þér því ekki er þetta auðvelt.  You go girl!

Auður Proppé, 15.3.2009 kl. 18:27

2 identicon

Var komin á fremsta hlunn með að skora á Begguna mína að við myndum hætta saman, hún í sinni fíkn og ég í minni. Sem betur fer stóðst ég mátið að gera henni þetta tilboð en mér finnst frábært að þér hafi tekist þetta. Spurði hana að því hvort hún vildi verða útjöskuð dóph... eftir 1-2 ár en fór ekki að hugsa fyrr en seinna hvernig vildi ég vera eftir sama tíma.

Maturinn hverfur hérna líka en í aðra en mig.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 18:50

3 Smámynd: Sigrún Óskars

þú er óógisslega dugleg - enda kjarna kona á ferð

mér var boðið í mat til mömmu - sorrý það var enginn afgangur.

Sigrún Óskars, 15.3.2009 kl. 20:55

4 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe já..æj æj ...ég fékk begg og eikon. Það var ágætt og alveg í stíl við hitt.

Takk fyrir innlegg mínar kæru

Ragnheiður , 15.3.2009 kl. 21:16

5 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Elskan mín, þú ert alveg að misskilja voffana þína. Hundar bókstaflega elska þessa lykt sem er svo varasöm nálægt opnum eldi.

Þeir hafa örugglega verið að fletta upp á pizzustöðum til að fá eitthvað að éta

Margrét Birna Auðunsdóttir, 15.3.2009 kl. 23:01

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábært hjá þér í reykingarhættelsinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2009 kl. 23:26

7 Smámynd: Ragnheiður

Psst Bidda mín, ég vissi það en fannst svo ópent að skrifa það hehe

Takk Jennsla

Ragnheiður , 15.3.2009 kl. 23:43

8 Smámynd: Einar Indriðason

Þú ert að standa þig vel í ... well, þú veist! :-)

Hvað þetta er með matinn sem hverfur?  Ég giska á ... að ef það væri komið upp leynilegri myndavél hjá þér, þá kæmi í ljós að þú værir annars hugar og gripir í það sem hendi væri næst.....

(Og borðaðir það, annars hugar...)

Hvert hundarnir eru að hringja?  Jú, þeir hljóta að vera að leita að þessum flökkukisa!

Annars er þetta  bara innlitskvitt hjá mér :-)

Einar Indriðason, 16.3.2009 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband