Hitt úrræðið
12.3.2009 | 10:26
sem mikið hefur verið látið með er þessi taka á séreignarsparnaði. Þetta úrræði virkar ekki heldur.
Þetta er þannig að þú vilt taka milljón, færð rúm 600.000 (tekinn skattur) og útborgað á árs tímabili.
Þetta fer þá bara inn í framfærsluna hjá fólki, annað ef summan hefði náðst út í eingreiðslu og verið þá nothæf inn á skuld sem er að trufla fólk og tala nú ekki um ef ekki væri nú tekinn skattur af dæminu. Þetta er upphaflega tekið af launum okkar, fullskattað og nú er það tvískattað.
Þetta var misskilningur hjá mér, sjá leiðréttingar í athugasemdakerfi
Hér kemur svo linkur og hér er farið nákvæmlega yfir hvernig þessari útborgun er háttað
Svo er verið að tala um þingrof
Það er enn ekki búið að gera neitt sem VIRKAR!!!
Athugasemdir
Séreignarsparnaðurinn leystur út.Ef ég og minn tölum sitt hvora milluna út fær ríkið 800 þúsund krónur og við 1200 þúsund krónur.Hver græðir og hver tapar?Ég er öryrki og fæ ekki að leggja í séreignarsparnað svo ég á enga millu en ef svo væri,þá er þetta niðurstaðan.Og við fengjum rúman 100 kall hvort á mánuði.Þetta er fáránlegt.Leyfa fólki annað hvort að taka allt í einu eða sleppa því.Þessi stjórn er lítið skárri en sú fyrri.Góðan dag annars krúttið mitt
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 10:43
Góðan dag Birna mín.
Ég taldist til stuðningsmanna þessarar stjórnar en ég er nú ekki viss lengur. Það er hreinlega verið að blekkja fullt af fólki sem telja þessi úrræði virka. Svona virka þau hinsvegar.
Fari það og veri
Ragnheiður , 12.3.2009 kl. 10:46
Þetta úrræði er svo meingallað að það er ótrúlegt
Dísa Dóra, 12.3.2009 kl. 11:59
Má ég aðeins leiðrétta ?
Þegar laun eru reiknuð út er skatturinn tekinn af heildarfjárhæð að frádregnum lífeyrissjóði. M.ö.o. þá er ekki búið að draga skatt af séreignasparnaði áður svo þetta er ekki tvískattað.
Hins vegar er ég sammála ykkur með að þetta ætti að geta verið eingreiðsla. Það kæmi sér mun betur fyrir mun fleiri.
Síðan er ég aftur ósammála ykkur varðandi ríkisstjórnina. Jóhanna er að reyna að hjálpa þeim sem helst þurfa án þess að setja allt kerfið á hvolf í leiðinni. Geir og félagar vilja hins vegar hætta að vinna og fara í kosningabaráttu. Hversu ábyrgt er það ?
Úff.... ég er eins og Ragnar Reykás.
Anna Einarsdóttir, 12.3.2009 kl. 12:06
Já þetta er rétt hjá þér Anna. Það er greiddur skattur af þessu við útborgun en ekki fyrr.
Já Jóhanna er að reyna..(sjallarnir eru *****) en þetta er bara ekki nóg að gert.
Ekki þar fyrir að ég veit ekki hvað á að gera..helst held ég að það verði að setja bönd á vísitöluna og gera eitthvað þannig svo fólk fari ekki í hópum á hausinn
Ragnheiður , 12.3.2009 kl. 13:14
Tek undir með Önnu þetta er ekki tvískattað.
Jóhanna er að rembast við að gera gott en höndlar ekki heildina.
Þessi stjórn er ekki að gera neitt því miður held að hún kunni það ekki.
Útborgun séreignalýfeyrissjóðsins er bara sirkus og ekkert annað og svo var að koma fram að bankarnir ætla að taka kosnað til að borga hann út svo enn minkar upphæðin.
Og eins og ég hef sagt þá er ekki verið að gera neitt fyrir þá sem bara eiga hækkandi vexti.
Knús til þín elsku Ragga mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2009 kl. 13:24
Já Milla mín, það kom upp í hádeginu..bankarnir ætla að taka af þessu þóknun, ég minni á að bankarnir eru ríkisbankar núna, allir.
Þannig að það fer góður partur af þessu í ríkissjóð þó að ekki sé um tvísköttun að ræða..eins og ég hélt fyrst.
Ragnheiður , 12.3.2009 kl. 13:33
Bestu kveðjur, loksins leit ég á bloggið. Er orðin eins og hvítur hrafn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.3.2009 kl. 15:20
Ragga mín best væri ef fólk gæti bjargað sér á þess að taka þessa peninga út, en neyðin kennir naktri konu að spinna og okkur með.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2009 kl. 15:37
Það sem Jóhanna hefur gert er alls ekki nóg og virkar ekki fyrir alla. En það er þó öllu meira en Geir gerði sem var EKKERT ! Og nú vill hann fara í kosningabaráttu. Hann virðist alveg vera búinn að gleyma því að hann á að vinna fyrir fólkið í landinu og að nú er neyðarástand. Ég ætla rétt að vona að hann tapi gommu af atkvæðum þó ekki væri nema bara vegna þess að hann hugsar bara um sig en ekkert um fólkið í landinu.
Annars hef ég trú á Jóhönnu. Hún er að skoða aðstoð við þá sem verst eru staddir. Afskriftir á hluta af skuldum. Þar er ég sammála henni. Við þurfum að hjálpast að í gegnum þessa krísu og sjá til þess að enginn svelti.
Neyðin kennir naktri konu að spinna.
Neyðin kennir klæddri konu að prjóna lopapeysur.
Anna Einarsdóttir, 12.3.2009 kl. 19:35
Hef bara enga trú á neinum af þessu gamla liði. Ætla á fjöll á kosningadaginn.
Eða sko næstum því.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2009 kl. 20:08
Nú getur ekki einu sinni þessi klædda kona prjónað lopapeysur, ekki ein lykkja í heila viku
Ragnheiður , 12.3.2009 kl. 22:20
Þetta er svo lélegt hjá þeim, að það væri fyndið, nema af því hvað það er sorglegt.
Marta smarta, 12.3.2009 kl. 22:36
Ég tók allan minn viðbótarlíf.sjóð út í "hitteðfyrra" þar sem ég sá fram á að ég yrði algjör öryrki á komandi ári og myndi missa örorkubæturnar ef ég tæki ekki út sjóðinn fyrir áramót.
Annars væri ég náttúrulega með svo há laun það árið að ég fengi ekki bæturnar greiddar (skerðing !! )
Greiddi að sjálfsögðu fullan skatt af "öllu" sem var nú reyndar ekki mikið. En ok.
Þetta fékk ég greitt á tiltölulega stuttum tíma þannig að hvað þykjast þeir nú vera að gera góðverk með að borga út á 9 mánuðum ?
Er ekki alveg að skilja þetta allt saman.
Marta smarta, 12.3.2009 kl. 22:44
Ekki á ég krónu í sérlífeyrissjóði. Og er ég fegin því í dag. Mér finnst þetta kerfi ósanngjarnt.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.3.2009 kl. 01:22
Það er svo sem ekki við neinu að búast þetta lið er rétt byrjað að verma stólana þá er þingi slitið. Gaman að vita hvað tekur síðan við, örugglega sama bullið.
Ía Jóhannsdóttir, 13.3.2009 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.