Nægur tími til að hugsa þessa dagana
11.2.2009 | 13:21
Meira hvað þetta flensudót ætlar að vera leiðinlegt.
Í gær smellti ég mér inn á blogg sem snerist um trúarumræður hjá konu sem var bloggvinur minn hér áður, eftir að Himmi dó þá fjarlægði ég marga bloggvini og sérlega þá sem voru með blogg sem kröfðust einbeitningar og notkunar heilans, það var mitt svar við þokunni sem umlauk mig. Ég smellti því á bloggvináttu við hana aftur í gær og mér til gleði þá samþykkti hún mig strax aftur. Ég er hrifin af fólki sem ekki er móðgunargjarnt hehe.
Svo í lokin smá hunda/katta saga
Keli settist á Rómeó hér í sófanum í gær. Það kom mótmæla MJÁ og undan hundsrassi skreið móðgaður köttur. Sat svolitla stund fyrir aftan Kela, geðvondur á svipinn. Svo ákvað hann bara að leggjast aftur við rassinn á þessum bjána sem settist ofan á hann.
Lappi hefur það alls ekki nógu gott. Hann hleypur mikið á húsgögnin og í gær þegar hann spratt upp að gá hvað Keli væri að tala um þá hljóp hann á skáp hér í stofunni. Þegar ég fór að gefa honum meðalið í gærkvöldi þá sá ég að hann var eitthvað skringilegur í framan. Hann leyfði mér að skoða og þá er hann, ræfillinn, með stóra kúlu ofan við augað og skurð. Hann virðist ekki ná að átta sig á því að hann sér ekki.
Ég er hrædd um að við þurfum að hugsa betur málið hvað skal gera við hann og með eingöngu hans hagsmuni í huga, ekki okkar.
°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
Athugasemdir
Ragga mín, enginn ætti að móðgast við það hvernig við veljum eða ekki bloggvini, það er sífellt að breytast og fer eftir aðstæðum. Það væri nú skrýtið ef þín gamla bloggvinkona hefði ekki tekið þig aftur
Æi, aumingja Lappi greyið, þetta er ekki gott ef hann er farinn að slasa sig. Erfið staða sem þið eruð í mín kæra
Auður Proppé, 11.2.2009 kl. 13:30
Æi knús á Lappa kallinn
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:32
Auður : Það er svakalega vond tilhugsun ef við þurfum að fella greyið, hann er bara fimm ára.
Birna mín : ég knúsa hann fyrir þig
Ragnheiður , 11.2.2009 kl. 13:33
Ég skil þig svo vel, Tinna okkar er að verða 5 ára og það myndi rífa úr mér hjartað að vera í þinni stöðu. Spurning að gefa honum tíma til að venjast blindunni en það er svo erfitt að dæma, kannski dýralæknirinn geti gefið góð ráð?
Auður Proppé, 11.2.2009 kl. 13:38
Jamm ég er sammála þér með þessar kvensur sem blogga undir rós sitt á hvað og ýfa hvor aðra eins og strútsfjaðrir....
Reyni bara að sleppa því að lesa þær! Gott samt er moggabloggið ætlar að taka á þessu! Fólk á bara að segja hlutina eins og þeir eru ellegar sleppa því annars.
Rómeó hefur vonandi bara mjálmað lágt. Nú er bannað að vera með hávær mótmæli ;)
Knús á Lappaskottið þitt.
Hrönn Sigurðardóttir, 11.2.2009 kl. 13:48
Auður : Dýralæknirinn talar bara um að þetta trufli ekki hunda nema takmarkað vegna þess að þeir hafi svo sterk önnur skynfæri en þetta er amk ekki að virka með Lappa.
Hrönn: Hann mjálmaði í gær, áður en bannað var að mótmæla hátt hehe. Ég knúsa Lappann
Ragnheiður , 11.2.2009 kl. 14:01
Mikið er ég sammála þér, Ragga mín, með þessar ýfingar á milli bloggara. Ég verð alveg vör við þetta líka og mér finnst þetta alveg skelfilega hvimleitt. Ég tek þetta nærri mér, þó að þetta komi ekkert við mig beint. Best er náttúrulega að fólk tali bara hreint út um sín mál og sé ekki að þessu "undir rós" kjaftæði.
Æ vesalings Lappi greyið, vonandi þarf ekki að fella hann!
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 15:13
Já ekki les ég það sem mér finnst leiðinlegt, en veit að einelti hefur verið viðhaft hér á moggablogginu, vonandi skilja viðkomandi að þessu verður að linna.
Ég var einu sinni að passa hunda, einn var blindur og búin að vera það í mörg ár og það var hræðilegt að sjá þennan ræfil, en það mátti ekki aflífa hann vegna trúar konunnar sem átti hann.
Ragga mín þetta hlýtur að vera eymdarlíf fyrir Lappa ykkar.
Knús til hans
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2009 kl. 15:18
Það leynir sér ekki að þið eruð miklir dýravinir. En aumingja Lappi, hann á alla mína samúð. Ég átti einu sinni kisu sem varð blind og hún var orðin svo villuráfandi og vansæl. Við gerðum nákvæmlega eins og þú talar um, létum hennar hagsmuni og líðan ganga fyrir. En það var vissulega mjög erfitt og sárt.
Svakalega flottur köttur hann Rómeó ykkar. Auðvitað á maður sitt stolt! Kettir eru bara frábærir.
Gangi þér og öllum þínum allt í haginn.
Eygló (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 16:08
Helga ; nákvæmlega, það þurfa allir að hafa það í sér að hætta
Eygló : einmitt málið, við verðum að hugsa þetta allt upp aftur, takk fyrir þitt innlegg. Rómeó biður að heilsa
Ragnheiður , 11.2.2009 kl. 16:31
Það hlýtur að vera misjafnt milli hunda hversu vel þeir bjarga sér eftir að verða blindir. Frændi minn átti einu sinni labrador sem varð blindur frekar ungur, 3 ára minnir mig, og sá var meistari í að forðast húsgögn og annað slíkt...hann meira að segja sótti prík sem var kastað fyrir hann - hann var svona eins og heil björgunarsveit að leita að prikinu....fór vist langt í burtu og fór svo fram og til baka vissa vegalengd meðan hann fikraði sig nær manni - hann fann nánast alltaf prikið Honum var lógað seinna en það var vegna þess að hann var líka með einhvern sjúkdóm í mjöðmum sem gerði að verkum að hann fann mikið til.
Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 17:19
Já Valgerður, þetta er örugglega misjafnt. Lappi er ekki að pluma sig nógu vel. Hann er líka með óvirkan skjaldkirtil og þarf að vera á meðulum við því það sem hann á eftir ólifað.Hann er líka orðinn gigtveikur.
Þegar ég les það sem ég skrifaði þá sé ég niðurstöðuna...ohhh...
Ragnheiður , 11.2.2009 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.