ég er sorgmædd
10.2.2009 | 15:19
enda er baráttu minnar kæru bloggvinkonu lokið. Guðrún Jóna hefur látið í minni pokann. Hún kenndi mér afar mikið í sinni erfiðu baráttu, kjarkurinn og hugrekkið báru hana lengri vegalengdir en búast hefði mátt við.
Margoft þegar ég stóð hér, sár og lömuð af sorg, þá birtist hún, eins og ljós á síðunni minni. Stappaði í mig kjark og hugrekki, hún átti nefnilega nóg fyir sig og gaf gefið af sér. Við ætluðum að hittast, við gerum það síðar.
Það sem skein líka í gegn hjá henni annað en kjarkurinn óbilandi var þessi stóra ást sem hún hafði á börnunum sínum. Ég man enn hversu mikið ég skemmti mér þegar Kata sneri á mömmu sína og birtist óvænt í vetur. Þá var mín glöð.
Aðstandendur þessarar miklu persónu hafa minningarnar um afar yndislega og stórbrotna konu.
Blessuð veri minning hennar
Samúðarkveðjur frá mér og minni fjölskyldu til Haffa og Kötu og annarra aðstandenda Guðrúnar Jónu Gunnarsdóttur.
Athugasemdir
Góð og göfug kona hefur nú hvatt okkur og ég tek undir samúðarkveðjur þínar til aðstandenda Guðrúnar Jónu
Sigrún Jónsdóttir, 10.2.2009 kl. 15:22
Það er með ólíkindum hvað maður bindst sumum bloggvinum sínum sterkum böndum. Guðrúnar Jónu verður sárt saknað.
Anna Einarsdóttir, 10.2.2009 kl. 15:58
M, 10.2.2009 kl. 16:04
Auður Proppé, 10.2.2009 kl. 16:10
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 16:33
Hrönn Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 16:47
Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 16:49
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2009 kl. 17:25
Guðrún unnur þórsdóttir, 10.2.2009 kl. 19:34
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 20:47
kveðja...
Inga María, 10.2.2009 kl. 21:02
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 10.2.2009 kl. 22:55
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 00:17
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.2.2009 kl. 00:22
Anna Margrét Bragadóttir, 11.2.2009 kl. 00:22
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.2.2009 kl. 12:09
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:38
Erna, 11.2.2009 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.