hugleiðing á sunnudegi

Það er algerlega merkilegt hvað manni tekst að tengjast ákveðnum aðilum sterkum böndum hérna inni. Sumar hef ég hitt og þær eru alveg í sérflokki. Aðrar hef ég aldrei hitt en taugarnar til þeirra eru samt afar sterkar.

Ein þessara bloggvinkenna minna þarf á styrk að halda.

Sjá nánar hennar síðu

Hérna fór ég í skápinn hans Hilmars og náði í kertastjaka sem mér var gefinn stuttu eftir að hann lést. Í hann setti ég kerti og kveikti á því fyrir hana vinkonu mína.

Candlelight-497144

Hugur minn er hjá henni og börnunum hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég kveikti líka á kerti fyrir bloggvinkonu okkar.

Sigrún Óskars, 8.2.2009 kl. 15:00

2 Smámynd: Tiger

 Alltaf jafn ljúf Ragnheiður mín. Ég hef nú þegar kveikt á ljósum fyrir mína sem og þína og nú kveiki ég á ljósi fyrir bloggvinkonu þína með von um að ljós og friður verði hennar og að góðar fréttir berist þaðan fljótt.

Knús inn í sunnudaginn þinn mín ljúfasta!

Tiger, 8.2.2009 kl. 15:38

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég þurfti ekkert að athuga hverja þú ert að tala um..... það er góðhjartaða bloggvinkonan sem umvafði Gillí á sínum tíma.

Hún hefur nú þegar fengið ljós mitt og bænir. 

Anna Einarsdóttir, 8.2.2009 kl. 16:02

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það hefur verið kveikt ljós hér.
Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2009 kl. 17:22

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég ætla að kveikja ljós hjá Himma þínu, táknrænt fyrir hana. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 19:59

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 21:20

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.2.2009 kl. 01:21

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Minn hugur er hjá henni og hennar börnum,kveiki á kerti henni til heiðurs og börnunum..knús og kossar......

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.2.2009 kl. 13:00

9 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband