Ég hef of mikinn tíma núna
6.2.2009 | 14:44
og hef flakkað -steinþegjandi-um moggabloggið. Þar rekst maður á ýmislegt, ég slepp nú oftast við að finna hjá mér þörf til að setja ofan í við þá bloggara sem ég er ekki sammála. Mér finnst fólk hafa óskoraðan rétt á sinni eigin skoðun sama þó að hún passi ekkert við mína eigin.
En það sem ég ætlaði að skrifa um er hatur og illgirni. Á ákveðnum síðum lekur hatrið af nánast hverju orði. Það svíður í augun að lesa slík blogg og ég reyni að álpast ekki nema einu sinni inn á slíkt. En þegar hatrið verður svo magnað að saklaust fólk verður leiksoppar þess þá er heldur langt seilst.
Á einu slíku sá ég áðan að hlakkað var yfir því ef öll fyrirtæki Jóns Ásgeirs færu í þrot. Hvað með fólkið sem starfar þarna ? Skiptir það engu máli ?
Nú er mikið talað um Nýja Ísland sem á að byggjast á öðrum gildum, ég myndi vilja sjá réttlæti, mannúð,samstöðu,góðmennsku sem aðalsmerki þess Nýja Íslands. Ég tel mig samt vita að um slíkt verður ekki að ræða. Við erum 310.000 og höfum næstum jafn margar skoðanir. Og þannig er það bara.
En hatur og illgirni hittir eingöngu þann fyrir sem það ber.
Nú er ljóst að ég og fleiri þurfum að kúvenda um stefnu í næstu kosningum. Það hafa allir gott af því að skipta um skoðun. Það er samt ekki samasem og að leggja fæð á annað fólk sem hefur aðra skoðun eða hatast opinberlega við nafngreinda stjórnmálamenn. Fólk virðist persónugera hlutina mikið. Ég er ekki á sömu skoðun og G.H.H. en mér er ekkert illa við manninn persónulega. Það er oft skelfilegt að sjá hvað fólk telur í lagi að segja um hann og að ég tali ekki um Steingrím.
Ég held að ég geti sagt og segi það þá alveg satt að mér er ekki illa við nokkurn mann. Ég sæki kannski misjafnlega í félagsskap fólks en ég nenni ekki að bera með mér neikvæðar tilfinningar. Ég hef þó örugglega haft ástæður til að vera illa við fólk og mér hefur verið illa við fólk en þess meiri hefur léttirinn verið þegar ég hef lagt reiðina og gremjuna til hliðar. Eins og nú er háttað þá gæti ég setið hér fokreið við nokkra unga menn en ég trúi því staðfastlega að það sem þú gerir öðrum þarftu að svara fyrir síðar og ég er ekki dómarinn í þeirri sök.
Nú hljóma ég eins og Hallgrímur Pétursson heilræðavísusmiður.
Jæja ok, ég held þá bara áfram að hósta upp úr mér lifur og lungum, annað lungað er komið -þannig að þetta er allt að gerast
Athugasemdir
Ég er margsinnis búin að yfirlýsa að ég muni aldrei kjósa X D aftur og það er kúvending og lýður mér bara vel með hana.
Hvað maður kís kemur bara í ljós.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2009 kl. 15:03
Nákvæmlega Búkolla, akkurat það sem ég meina.
Já Milla, ég mun ekki kjósa D
Ragnheiður , 6.2.2009 kl. 15:09
Vona að þér fari að batna
Auður Proppé, 6.2.2009 kl. 15:39
Ég er rosalega sammála þessum pistli þínum Ragga mín, virkilega vel ígrundað og skrifað hjá þér. Vonandi geta sem flestir tileinkað sér þennan hugsunarhátt, ég á auðvelt með það. Kærleikskveðja og ég vona að heilsan batni fljótt.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2009 kl. 15:58
Þetta eru skrýtnir tímar sem við lifum. Nóg af skotmörkum og eflaust margir sem njóta þess að sparka í Jón Ásgeir sem hafa öfundað hann í gegnum tíðina. Sem hefðu kannski ekki endilega hagað sér neitt öðruvísi, hefðu þeir verið í hans sporum.
Ég held að stóra málið sé að gæta þess sem maður lætur út úr sér, það virðast margir gleyma því þessa dagana.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.2.2009 kl. 17:26
Já já, illgirni og hatur fer víst verst með mann sjálfan........ talandi sífellt illa um fólk, hugsa illa um það osfrv það fer mest inn á sálina á því fólki tel ég.
Ég get kanski reiðst við fólk en ég óska þeim ekkert út í hafsauga sko og hef ég sem betur fer þannig skap að ég er ekki lanrækin, fólk hefur oft sært mig með orðum og hvernig það kemur fram við mig en nú reyni ég að hugsa : MIkið hlýtur þessu fólki að líða illa..
Ég tel mig ekki vera að upplifa eitthvað NÝTT Íslan, ég er á sama góða landinu mínu og vona að þeirri Ríkisstjórn sem nú tekur að sér málin takist vel til, finst samt barnalegt þarna í þinginu karp og meinsemdir á milli flokkana. Hey þú sagðir þetta í gær osfrv......
Eigðu góða helgi
Erna Friðriksdóttir, 6.2.2009 kl. 17:35
Þú ert alger gersemi Ragga mín
Sigrún Jónsdóttir, 6.2.2009 kl. 23:36
Frábær færsla
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.2.2009 kl. 00:55
Tek að sjálfsögðu undir þetta allt og miklu meira!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.2.2009 kl. 04:27
Góð færsla hjá þér - tek undir hvert orð
Sigrún Óskars, 8.2.2009 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.