Stalst út í miðri flensu áðan

og fór og sótti eldhúsinnréttingarsjóðinn minn. Steinar átti líka aura sem hann fékk í afmælisgjöf í fyrra og sá reikningur var líka þurrausinn. Við höfðum reyndar ætlað að nota hann í eitthvað skemmtilegt en koma tímar og koma ráð. Restin af stóra bílaviðgerðarreikningnum fór á kreditkortið mitt og verður seinni tíma vandamál að leysa þegar sá reikningur birtist.

Við erum amk skuldlaus við bílaverkstæðið og Grámann í Garðshorni ætti þá að vera í lagi næstu tugi kílómetra. Í tilefni af spurningu hér neðar þá er rétt að taka fram að Grámann er alls ekki Toyota, hann er virðulegur Mercedes Benz og er átta ára. Ástand bifreiðarinnar má rekja til fortíðar hans. Við eigum annan svona bíl, grænan, sem hefur ekki látið svona asnalega, það er Bonzó. Ég á hann.

Ég er komin í eldrauða ullarsokka og Steinar gekk hringinn á alla ofna áðan, mér kólnaði ansi mikið á þvælingi út. Sumt getur Steinar bara ekki gert og ég varð að fara sjálf til að græja málið.

Svo sjáum við bara til með þessa eldhúsinnréttingu..frekar pirrandi að þurfa að nota peninginn í annað.

Farin að hvíla mig í sólinni með Lappa, hann elskar að liggja í sólinni og snýr blinda andlitinu upp í sólargeislana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er spurning um að nota bílana meira og láta þá vinna sér inn peninga. Get boðið þér bílstjóra fljótlega.

Helga Magnúsdóttir, 5.2.2009 kl. 14:01

2 Smámynd: Ragnheiður

Bílarnir eru sko í vinnu...það vantar ekki. Minn er stopp meðan ég er að kljást við flensuna en svo er hann á full swing um helgina og ég sjálf í næstu viku

Hef hann í huga samt

Ragnheiður , 5.2.2009 kl. 14:16

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veik líka, að drepast.  Æli og æli.

Baráttukveðjur í veikindunum og til hamingju með heilbrigðan Grámann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2009 kl. 14:22

4 Smámynd: Einar Indriðason

Uss... fara vel með sig í flensunni, ekki láta sér verða kalt!

Bonzón... hljómar eins og einhver amerískur forseti, eða trúður.  En hegðar sér vonandi betur.

Leitt með aðra sjóði... en... svona er þetta víst.  Vonandi að aðrir stórir bitar verði ekki í bráð, nóg er nú samt.

Farðu vel með þig og ykkur!

Einar Indriðason, 5.2.2009 kl. 14:24

5 Smámynd: Tiger

 Ragnheiður, maður hundsar ekki hlýjuna og lopaboxerinn þegar flensan er í heimsókn. Þú hefðir sannarlega ekki átt að fara út í kuldann, sem er meiri en hefur verið í langan tíma. Mundu líka að drekka ekki ískalt úr ísskáp á meðan flensa gengur yfir.

En, ok skiljanlegt að stundum er maður ómissandi í ýmis verk sem enginn annar getur gert og geta ekki beðið ... hmmmm!

Farðu vel með þig skottið mitt - hlýtt knús og kram á þig!

Tiger, 5.2.2009 kl. 17:18

6 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

látu þér batna Ragga mín .knús og kvitt þín Gunna

Guðrún unnur þórsdóttir, 5.2.2009 kl. 19:34

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 21:38

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  (Helmingi betri en Hrönn sko) 

Anna Einarsdóttir, 5.2.2009 kl. 21:43

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hafðu það sem allra best gullið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 21:54

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég samflenzast & samúðazt okkur báðum ...

Steingrímur Helgason, 5.2.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband