Hér eru veiddar ruglaðar flugur
24.1.2009 | 13:48
sem hafa óvænt raknað úr vetrarrotinu. Ég var líka að vinda upp lopa og kisa fannst heldur glatað að mega ekki tætast í því. Loksins gerðist eitthvað skemmtilegt og þá mátti hann ekki ! svindl...
Hérna kemur mynd af samkomulagi heimilisins
Afsakið draslið, þetta er tekið á prjónaverkstæðinu.
Svo kemur ný mynd í lopapeysualbúmið, mynd af sérpantaðri peysu.
Hún er alveg stórfalleg, þó ég segi sjálf frá.
Mér finnst hún hreinlega fallegust af peysunum..
Nú fer á prjónana ljósmórauð peysa, það verður gaman að sjá hvernig hún verður fullgerð.
Að mótmælunum, þið sem eruð á móti ríkjandi stjórn farið auðvitað og mótmælið þrátt fyrir að Hörður Torfason hafi sagt eitthvað í gær. Þetta snýst ekkert um hann, hann er ekki samnefnarinn heldur er óánægja þjóðarinnar samnefnari mótmælanna.
Hins vegar má alveg muna ; aðgát í nærveru sálar.
Maður má ekki alveg segja það sem manni sýnist, um það snýst mannleg vitund. Sumt hvorki gerir maður né segir, það er bara svo einfalt. Þetta gildir um alla, ekki bara opinberar persónur.
Í dag kemst ég ekki á mótmælin en þið sem lesið og farið eruð vinsamlega beðin að mótmæla hressilega fyrir mína hönd.
Í Frakklandi hjuggu þeir hausinn af aðlinum, við berjum í pottlok.
Gleðilegan mótmæladag.
Athugasemdir
Flott nýjasta peysan hjá þér, fallegur silfurgrár litur sýnist mér. Eitthvað kannast ég við ástandið í sófanum þegar maður er að prjóna, voffunum finnst þetta svo spennandi þó ég tali nú ekki um kött líka
Auður Proppé, 24.1.2009 kl. 14:11
awwww.... flottar myndir... fjölskyldan í ró... Færðu frið til að prjóna, fyrir kisa? :-)
Einar Indriðason, 24.1.2009 kl. 14:30
Auður ; hundum er sama þó ég sé að prjóna en Keli vill helst alltaf vera hjá mér...
Einar : það er ágætur friður til að prjóna, svona oftast hehe...
Þeir voru komnir ansi nálægt hvor öðrum í gær og ekkert mál. Þeir verða brátt ágætir vinir þessir tveir
Ragnheiður , 24.1.2009 kl. 14:45
Kisan hér á bæ leyfir manni ekki einu sinni að sauma í í friði hann stelur garninu ef hann kemst í það og grefur í kassanum sínum og ekki er að spyrja að notkunarmöguleikunum á garninu eftir það.
Hér eru líka hundur og köttur og kemur þeim þvílíkt vel saman,kötturinn sem var svona frekar fúllyndur hefur lagast um meira en helming efir að hundurinn kom,þeir eru i eltingarleik og slagsmálum allan guðslangan daginn,mikið fjör og mikið gaman hjá þeim.
Peysan er gullfalleg eins og allar þær sem ég hef skoðað á síðunni þinni
Góða helgi Ragga mín
Anna Margrét Bragadóttir, 24.1.2009 kl. 17:19
Yndislegar fjölskyldumyndir. Kveðja á nesið litla og lága.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 18:18
Rosalega er ég ánægð með peysuna sem og þig
Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 19:00
Kisan er falleg og heimilisleg á myndinni af ykkur, og hundurinn rétt hjá. Ég sé að aðlögunin gengur vel.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.1.2009 kl. 23:23
Rosalega ertu vinsæl í dýraríkinu.
Flugur, mýs, hundar og kettir.
Vó, eins gott að það er ekki köngulóarárstíð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.1.2009 kl. 20:24
Öll dýrin í skóginum vinir. Þetta ættum við Íslendingar að taka okkur til fyrirmyndar. Og þá meina ég auðvitað eftir að stjórnvöld og viðhengi eru búin að segja af sér og svoleiðis.
Anna Einarsdóttir, 25.1.2009 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.