Tímaspursmál
21.1.2009 | 20:51
hvenær stjórnin springur, Samfylkingin á enga möguleika í stöðunni aðra en að slíta þessu eða sogast niður í ræsið með sjálfstæðisflokknum.
Ég hef horft á 2 viðtöl við geir í dag (litli stafurinn er til heiðurs Hrönn) og hann tuðar sífellt það sama, orðinn örþreyttur á sál og líkama, það sést alveg. Þessu fólki sæmir ekki að sitja lengur.
Rómeó virðist sáttur við okkur hérna. Hann lá lengi hjá mér í dag og þvoði sér í krók og kring. Steinsofnaði svo hjá mér..í rauðbröndóttri hrúgu. Hann fylgist með hundunum -rólegur- og er steinhissa á Lappa þegar Lappi er að þramma á húsgögnin. Keli situr og horfir á hann, passar sig á að fara ekki ofan í hann en hefur áhuga á að fylgjast með.
Ég held að þeir þrír eigi alveg eftir að samlagast ágætlega. Rómeó þrammaði á sófabrúninni í dag og skoðaði hundaskott sem á vegi hans urðu, skotteigendurnir ákváðu að láta það bara yfir sig ganga og skoðunin tók fljótt af.
Þetta verður fínt held ég.
Það munaði minnstu að þeir færu að leika í dag á ganginum.
Af Steinars bíl eru endalausar slæmar fréttir, það er allt ónýtt í drifinu á bílskömminni. Hann hefur verið að nota minn bíl og á meðan prjóna ég ljósgráa peysu.
Málið er hinsvegar það að við þolum ekki svona aukaútgjöld, vinnan hefur minnkað og Steinar er bara í einni vinni miðað við tvær áður.
Lánin á húsinu hækka eitthvað hvern mánuð....
ég er ekki að skrifa um þetta til að fá neina vorkunn, heldur til að segja frá aðstæðum millistéttarfjölskyldu á Ónýta-Íslandi. Við vorum ekki með 90% lán. Við vorum langt undir því.
Fari þetta í rassgat !
Bjössi og Eva skruppu út að borða í kvöld. Þau eru búin að vera saman í ár.
Til hamingju með það krakkar.
Athugasemdir
Til hamingju með krakkana. Ég held að Samfylkinginr eigi sér ekki von lengur, þjóðstjórn eða utanþingsstjórn er eina sem blífur núna. Helst menn úr öllum flokkum saman að berjast við ósómann. Kær kveðja til þín elsku Ragga.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.1.2009 kl. 21:01
Til hamingju til Bjössans og Evu.
Sko, við eru öll í þessum hriplega bát.
Best ég taki upp á að skrifa viss nafnorð með lágstaf.
About time.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 21:01
Knús á þig Vonum svo að það fari eitthvað að gerast á þessu blessaða þingi, þetta er orðið meira en nóg. Það er ekki hægt að bjóða fólki, fólki sem ekki tók einu sinni þátt í þessum fjandans skrípaleik upp á þetta rugl lengur
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:01
Skil ykkur vel... það er millistéttarfólkið sem verst út úr þessu.
Fólkið sem á ekkert fær aðstoð frá félagslega kerfinu, Ríka fólkið fær aðstoð frá bönkunum en við sem teljumst undir millistétt og erum hvorki fátæk né rík fáum hvergi aðstoð og þurfum að borga langmest miðað við hlutfall af innkomu.
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 21.1.2009 kl. 22:57
Loksins, erfiði okkar sem höfum mótmælt síðan í byrjun október að skila sér. Lifi byltingin...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.1.2009 kl. 01:27
Það er algjörlega óþolandi að búa við ástand þar sem ekkert má út af bregða til að buddan fari ekki í mínus...... Hugsaðu þér, bíllinn bilar og allt fer úr skorðum. Þetta á ekki að vera svona! Þyrfti ekki að vera svona...
Fólk eins og ég og þú og svo margir, margir fleiri sem eru búin að byggja okkur upp ágætis aðstöðu i lífinu stöndum allt í einu frammi fyrir þessari vitleysu án þess að hafa á nokkrun hátt komið okkur í hana.
Annars er ég ánægð með að þú prjónir gráa peysu ;) og skrifir með lágstöfum nafnorð sem eiga ekki annað skilið!
Til hamingju Bjössi með ársafmælið :)
Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 05:29
Knús til Bjössa og Evu þau eru svo yndisleg þessir krakkar.
En þetta með stjórnina á þinginu samfylkingin verður bara að slíta þessu áður en eitthvað mikið og stórt gerist.
Yndislegt að heyra að Rómeó er sáttur hlakka svo til að sjá hann.
Kveðja til þín og þinna.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 22.1.2009 kl. 08:34
Það má ekkert út af bera, þá fer allt til fjandans í fjármálum heimilisins.
En erum við eitthvað betur stödd ef aðrir pólítíkusar taka við? Ég verð ekki sátt fyrr en utanþingsstjórn tekur við með enga pólítíkusa innanborðs.
Hver kom með þá vitleysu að hundar og kettir gætu ekki lifað saman í sátt og samlyndi
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.