í millihátíðafríi

og eyði tímanum í notalegheit, er að prjóna (myndir af nýjustu 3 peysunum í albúmi) og læra á að eiga blindan hvutta.

Áðan þegar ég setti stráka út að pissa þá þrammaði Lappi á borðstofustól, mig og hurðina á Kelabúri. Hann er greinilega að tapa þessari litlu skímu sem hann hafði. Núna tala ég meira við hann, hann skilur margt sem sagt er ..hann er samt ferlega kátur þrátt fyrir blinduna. Það dinglast rófan og maður sér hvað hann er sæll í sínu skinni.

Ég fékk jólaskraut á pakka sem mér fannst ekki lítið varið í...Sigga systir, yfirsnillingur, heklaði handa mér mús. Ég batt hana á lampann minn sem er hér alla daga við hliðina á mér.

lopapeysur2 005

Hérna er dýrið hehe

Já svo þætti mér vænt um að sleppa við msn samtöl við fólk sem neytt hefur hugbreytandi efna. Þrátt fyrir að ég beri mig nú mannalega þá er andlegt þrek alls ekki nógu gott og ég má takmarkað við áreiti og alls ekki "velmeintum" fyrirmælum um hvernig ég á og hvernig ég á ekki að syrgja hann Himma minn. Þann veg geng ég ein. Þrátt fyrir að margir séu sem sakna Himmans þá fer hver sína leið með það og þannig tel ég það eiga að vera.

Knús í boðinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ferlega flott mús

Ég ætla að rjúka í að skoða myndirnar :) 

Hrönn Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 13:48

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Æi aumingja hundurinn...

flottar peysurnar....ég hef líka mjög gaman af prjónaskap.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.12.2008 kl. 13:49

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flott þessi steingráa með tíglamynstrinu!

Hrönn Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 13:50

4 Smámynd: Ragnheiður

Takk Hrönn

Já Krumma, maður hvílist ótrúlega við þetta. Mér finnst þetta ferlega skemmtilegt að brasa við

Ragnheiður , 29.12.2008 kl. 13:56

5 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

Flottar peysurnar :) Ég þarf að fara að virkja mig í prjóninu, svo margt sem mig langar að prjóna á stelpurnar, og reyndar sauma líka. Nógan hef ég víst tímann núna :(

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 29.12.2008 kl. 14:34

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg mús. Kærleikskveðja á þig og heimilisfólkið  þetta er rosa fallegar peysur hjá þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 15:06

7 Smámynd: Einar Indriðason

Er þetta músin sem var að hrella ykkur fyrir jól?

Prjónamús!  Jahérna!

Einar Indriðason, 29.12.2008 kl. 15:57

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

fallegar peysur hjá þér. Aumingja Lappi þinn kær kveðja Ragga mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.12.2008 kl. 20:02

9 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Flottar peysurnar hjá þér.

Æji ég vorkenni Lappa greyinu...en vonandi áttar hann sig fljótt á umhverfinu og fari að rata um allt án þess að reka sig á.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 29.12.2008 kl. 22:21

10 Smámynd: Brynja skordal

Æðislegar peysurnar hjá þér En leiðinlegt að heyra með voffaling.....Flott mýsla Hafðu ljúf áramót Ragga mín og Gleðilegt ár

Brynja skordal, 30.12.2008 kl. 05:17

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku karlinn, vonandi er þetta sykursýki sem gengur að meðhöndla.

Músin er krúsulús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.12.2008 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband