*fliss*
26.12.2008 | 13:47
það var að renna upp fyrir mér ljós (það greinilega gerist líka á jólum) ég sjálf er ein þeirra sem verð fyrir fréttatengingabanni og sést ekki á síðum moggabloggs frá og með áramótum..hehe.
Samt vita nú flestir lesendur mætavel hvað ég heiti og hver ég er ..
Ég sé til þegar leiðbeiningarnar koma, þá set ég bara nafnið mitt eins og lög mæla fyrir um. Skiptir engu fyrir mig persónulega en heldur verra þykur mér að ég mun mögulega missa mikinn uppáhaldsbloggvin, hann Tiger, það er stórskaði.
Annars legg ég til þessa lausn á þessu máli. Þeir sem eru nafnlausir og vilja skrifa um ákveðna frétt bara c/p fréttina og það mál er leyst.
Við hin sem viljum sýna vinum okkar stuðning getum hakað í "sjást í listum" og þá verðum við ósýnileg líka á forsíðu og á vinsældarlistum.
Hvernig líst ykkur á ?
Ég vil alls ekki missa nafnlausu vinina mína, þeir hafa sína ástæðu fyrir nafnleysinu og hana ber að virða. Annað er með tröllin sem eru auðvitað hér eins og annarsstaðar, þau ignorar maður bara.
Farin að gera eitthvað........
Gleðilega jólarest og kærar þakkir fyrir jólakveðjur innan og utan kerfis
Athugasemdir
Já við látum bara skrá hann svona : Tiger ala Copper kt. 010108-7770
Ég fer ekkert sko, mér er alveg sama þó nafnið mitt sé þarna við
Ragnheiður , 26.12.2008 kl. 14:14
Vitlaus kennitalan á Tiger - á að vera svona 010109-7770
Ragnheiður , 26.12.2008 kl. 14:15
Ég er ósýnileg á forsíðu og vinsældarlistum!
Ég er ekki að blogga fyrir vinsældir misviturs fólks heldur fyrir sjálfa mig og þá sem á annað borð rekast á mig og nenna að lesa.
Annars er mér slétt sama! Fólk getur bloggað undir nafnleysi af mismunandi ástæðum. Fólki er það frjálst mín vegna.
Svona er ég mikið gæðablóð ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 26.12.2008 kl. 14:17
Vitaskuld á fólk að - ef það endilega vill níða niður fólk á bloggi - að gera það undir nafni!
Ég hef valið að lesa ekki þannig blogg.
Hrönn Sigurðardóttir, 26.12.2008 kl. 14:25
Sko Hrönn og Auður, ég get alveg sagt að mér finnist þið asnar undir fullu nafni en þar sem mér finnst það ekkert þá sleppi ég því bara
Þessir sem eru með níð í garð annara falla undir skilgreininguna tröll...les ekki svoleiðis blogg.
Þeir sem eru nafnlausir vegna annars t.d. ofsókna, ónæðis eða sinnar stöðu í þjóðfélaginu eru allt önnur Ella.
Ragnheiður , 26.12.2008 kl. 15:08
Ég er nú ein þeirra sem fæ ekki að setja hlekk á fréttir þar sem ég kem ekki undir fullu nafni í lýsingu og slíku heldur einungis gælunafni. Þó vita nú flestir hver ég er og nafn mitt hefur oft komið fram í blogginu og hef ég nú aldrei leynt því hver ég er heldur
En segi nú eins og fleiri að ég er ekki að blogga upp á vinsældir - hefði samt alveg viljað geta haldið áfram að fréttablogga svona þegar mér dettur það í hug. Segi eins og þú Ragga mín að ég sé bara til hvað ég geri.
Knús til þín
Dísa Dóra, 26.12.2008 kl. 15:50
Gleðileg jól til ykkar Ragga mín.
Vona að þú hafir það sem best og ég er farin að kanna hvort ég sé sýnileg eller ej. Gaman að því.
Knús og kossar.
Hulla Dan, 26.12.2008 kl. 17:10
Dísa Dóra einmitt, við sjáum bara til
Hulla mín, þú verður vonandi ekki ósýnileg
Ragnheiður , 26.12.2008 kl. 18:07
Það er ekki að ástæðulausu að mbl er að setja þessa reglu. Það eru of margir sem blogga undir nafnleynd og nota tækifærið til að níða aðra niður. Ég skil þá á moggablogginu að þurfa að gera eitthvað og því miður þegar herða þarf reglur þá bitna það alltaf á einhverjum saklausum.
Mummi Guð, 26.12.2008 kl. 20:49
takk - held ég...........
Hrönn Sigurðardóttir, 26.12.2008 kl. 22:00
Ég vona líka að þessar breytingar á blogginu hrekji ekki tígra í burt, hann er frábær og skemmtilegur penni.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.12.2008 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.