Jóladagur 2008

Gleðilega hátíð.

Við áttum yndislega kvöldstund í gær með Hjalta, Bjössa og Anítu. Hér voru svo auðvitað tveir ringlaðir ferfætlingar sem skildu minnst í öllu þessu nammi sem mamman var með. Það var allskonar lykt í loftinu og allskonar dót komið upp í stofunni sem þurfti að þefa af.

Ég opnaði að nýju fyrir innankerfisskilaboðin og fékk margar fallegar jólakveðjur frá bloggvinum mínum.

Hér var alveg stresslaust unnið að jólaundirbúningi og afleiðingin var sú að maturinn var til aðeins ögn of snemma. Það gerði ekkert til, hér voru karlarnir orðnir banhungraðir. Eina -næstum stressið- sem kom var þegar Hjalta tókst næstum að flækja sig í jólaseríunni sem átti að fara á tréð. Hann var orðinn nokkuð brúnaþungur, mamma kom til hjálpar en það gerði ekki mikið gagn. Þá var gamli maðurinn kallaður á vettvang og Steinari tókst á fimm mínútum að leysa flækjuna með bros á vör.

Þetta fannst okkur Hjalta ekki sanngjarnt.

Við fengum frábærar gjafir. Gjafir með myndum af barnabörnum, ljóðabók eftir tengdamömmu, diskinn með Ladda, ofsalega fallega ikonamynd frá heimsins bestu systur...

en mest á óvart komu skreyttar flísar frá henni Auði, litlu systur hans Himma. Mikið varð ég glöð ..ég hugsaði líka með mér, það er ekki á þessa krakka logið, þvílík yndi .

Takk elsku Auður mín

Ég fékk líka mús. Ég þarf að finna henni heiðursess í húsinu. Hún skreytti pakkann frá heimsins bestu systir. Sigga heklaði hana handa mér og auðvitað var tilefnið músagangurinn hérna undanfarið.

Kæra fjölskylda og vinir, hjartans þakkir fyrir gjafir og kveðjur þessi jól.

Nú þarf ég að fara að hafa til mat, ég er að fara í vinnuna og verð þar í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Gleðileg jól Ragga mín og vona að þú og þínir hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.

Takk fyrir bloggvináttu.

Jólaknús og jólakveðja.

Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 25.12.2008 kl. 15:03

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gleðileg jól

Hrönn Sigurðardóttir, 25.12.2008 kl. 15:16

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleðileg jól.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.12.2008 kl. 15:45

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Gleðileg jól elsku Ragga mín.

Hún Auður hefur verið að gera þetta og er þetta það sem henni finnst svo gaman og þetta er líka svo flott hjá henni,hún kom og sýndi mér flísina og sagði ég ætla að gefa Röggu og og æj manninum hennar þessa mér þykir svo rosalega vænt um hana og ég sagði já gerðu það henni þykir líka svo rosalega vænt um þig.

Jóla kveðja til ykka.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 25.12.2008 kl. 17:54

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að heyra af gleðilegum jólum hjá ykkur. Kærleikskveðja frá mér og mínum

Ásdís Sigurðardóttir, 25.12.2008 kl. 21:14

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gleðileg jól. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.12.2008 kl. 00:31

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleðilega jólarest!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.12.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband