Það fer lítið fyrir jólastressi
20.12.2008 | 22:36
en á morgun er síðasta vakt fyrir jól, ég á svo að vinna á jóladag, annan og þriðja í jólum. Það er allt í lagi.
Ég á enn eftir að kaupa 2-3 gjafir og koma þeim í gjafvænt ástand (Steinar er innpakkari hér) svo er maturinn eftir og svoleiðis dótarí. Bjössi minn verður virkjaður í jólaaðstoð.
Ég er hins vegar ekki stressuð, ég veit af fenginni reynslu að jólin koma hvort sem ég er búin að öllu eða ekki.
Ég er hins vegar orðin ansi óróleg með ástand mála í þjóðfélaginu. Í minni vinnu er auðvitað mikið talað um ástand mála. Menn eru í raun misilla settir, allt frá því að sleppa nokkurnveginn (það eru þessir með skuldlausu bílana) upp í það að vera í gríðarlega slæmum málum (með myntkörfulán). Taxtahækkun virðist vera í farvatninu, því miður.
Hvað á eiginlega að gera ?
Orðrómurinn um að margar verslanir munu loka í janúar verður æ sterkari.
Nú man ég ekki meira til að tala um, jú, ég hitti bloggvin í dag sem ég hef ekki áður séð. Það var skemmtilegt að sjá manneskjuna á bakvið bloggið.
Athugasemdir
Ég þori ekki að hugsa um janúar. Úff.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.12.2008 kl. 23:01
Knús í hús og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.12.2008 kl. 23:08
Segi eins og Jenný, þori ekki að hugsa um næstu mánuði. Það er hætt við að margar verslanir loki eftir jól. Því miður þá má þeim alveg fækka, verst að það er fólk þar sem missir vinnuna.
Af hverju ættuð þið ekki að hækka taxtana eins og þið þurfið. Þó ótrúlegt sé þá þurfa allir að lifa.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 23:10
Ég reyni að hugsa þetta eins og þú, að vera ekkert að jólastressa mig, jólin koma hvort sem maður er stressaður, búinn að öllu eða ekki. Til hvers að vera að eyðileggja anda jólanna með því að vera með eitthvert stress, fúlheit eða pirring.
Kær kveðja á þig vinkona
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 23:52
Ég þarf ekki að stressa mig fyrir jólin, þau koma hvort sem er. Ég er að verða búin að öllu, meira að segja búin að versla jólamatinn.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.12.2008 kl. 23:58
Jólin koma. Hvaða tiltektir? Taka til? Ehum... SJÁÐU FUGLINN ÞARNA!!!
Og, nei, ég er ekki enn búinn að rekast á þig. Hmm... ég meina ... Hitta! Ég vil ekki rekast á þig... í starfi, sko.... vil ekki árekstur.
Einar Indriðason, 21.12.2008 kl. 00:33
Jólin koma þrátt fyrir að ekki allt sé klárt. Það er um að gera að nota jólin til að hætta að hugsa um þessa menn sem settu okkur á hausinn. Sambandi við taxtahækkun þá verður því miður að hækka því rekstur bíls hefur hækkað mikið. Ég man það þegar ég var með sendibíl og leigubíl í rekstri þá fór mikið af innkomu í bílinn og sá kostnaður hefur hækkað mikið síðan.
Þórður Ingi Bjarnason, 21.12.2008 kl. 09:38
Já jólin koma hvort sem maður er búin að öllu eða ekki. Ég er búin að öllu og jólamaturinn komin í hús.
Eigðu góðan sunnudag.
kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 21.12.2008 kl. 11:40
Ekkert stress hér en á heilmikið eftir sko æ þó húsið sé ekki alveg tipp topp þá koma jólin fyrir öllu að hafa það gott með sínu fólki og njóta þess með góðum mat og fl bara slaka á og knúsa hvert annað hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 21.12.2008 kl. 12:01
Ég hef aldrei verið minna stressuð fyrir jólin ..eða fyrir jólastússi. Jólin koma.
Knús og krams og allt það!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.12.2008 kl. 22:46
knús og klús
Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2008 kl. 23:00
knús og kram
Guðrún unnur þórsdóttir, 22.12.2008 kl. 00:28
Ég á fallegann jólapakka, (með slaufu ), & vel unnu handverki innanní.
Jólin koma í vikunni, janúar mætir eftir mánaðarmótaárámótin.
New deal...
Steingrímur Helgason, 22.12.2008 kl. 01:25
Janúar verður fínn,þangað til annað kemur í ljós.Þannig hugsa ég.Ég er búin með mína kreppu í lífinu.Búin að eiga allt og missa það líka.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.