Smá pása í prjónaskap

Og enn horfi ég á þingið en nú skil ég ekki lengur til hvers...augljóst er við lestur á fréttamiðlum dagsins að það er hægt að senda þessa þingmenn heim, í einni rófu. Við höfum einfaldlega ekki lengur stjórn á okkar málum, við erum undir algerri stjórn IMF.

Takk fyrir

Það er í gangi áskorun á blogginu um að biðja Ólaf Ragnar að staðfesta ekki fjárlögin. IMF boðar enn MEIRI niðurskurð á fjárlögum 2009 og 2010. ENN MEIRI NIÐURSKURÐ!

Já já sæll.

Það er gersamlega óþolandi að við höfum ekkert fengið að vita um SKILMÁLA sem fylgdu þessu skrattans láni hjá IMF. Hrædd er ég um að við, almenningur, hefðum fengið á baukinn ef við hefðum ekki lesið smáa letrið betur en þetta.

Ég er hrædd um að kosningar dugi ekki. Það er búið að troða ofan í kok á okkur samningi sem vísast er ekki hægt að rifta. Það verður alveg sama hver tekur við stjórnvölunum, það er nákvæmlega allt farið til helvítis sem þangað kemst.

 

Mér er skapi næst að senda danadrottningu bréf og biðja hana um að hirða aftur þessa vesældarnýlendu og senda okkur allt það maðkaða mjöl sem finnst. Við skulum éta það, við erum vön!

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨

Var að setja inn albúm með lopapeysum sem ég hef til sölu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vá - flottar peysur!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já..... ein svolítið gagntekin af peysunum og prjónaskap;)

Ætlaði að segja þér að ég var í allt gærkvöldi að torfast í gegnum fjárlögin - það er ekki einfalt yfirlestrar....

....ætla samt að halda áfram í kvöld! 

Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 15:13

3 Smámynd: Ragnheiður

Heyrðu ok ! Komdu svo með samantekt.. hehe ég prjóna á meðan. Ég treysti nefnilega alveg þinni sýn á málið

Ragnheiður , 18.12.2008 kl. 15:24

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú duglega kona. Þetta er fínt í kreppunni að prjóna bara lopapeysur og selja. Ein sem var með  mömmu í saumaklúbb gerði þetta og var orðin svo fljót að hún gerði heila peysu á kvöldi. Mig minnir það allavega, kannski ýkist þetta eitthvað í minningunni.

Helga Magnúsdóttir, 18.12.2008 kl. 15:37

5 Smámynd: Ragnheiður

Mamma heitin var 2 daga með peysuna, ég næ henni ekki. Hver peysa tekur mig 3 daga og þá á ég eftir að þvo hana :(

Ragnheiður , 18.12.2008 kl. 15:46

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mín fyrsta peysa er búin að vera á leiðinni í 44 ár.    Er ég þá lengi ?  Glæsilegar flíkur og ég er alltaf í einni slíkri.

Það er frekar merkilegt að vera uppáskrifaður fyrir útrásinni án þess að hafa haft hugmynd um það .....  og nú erum við uppáskrifuð fyrir IMF láninu og höfum ekki glóru um hvernig það hljóðar - og kemur það ekki við.

Í minni sveit var það kallað kæruleysi ef einhver skuldsetti sig án þess að kynna sér skilmálana. 

Anna Einarsdóttir, 18.12.2008 kl. 16:24

7 Smámynd: Ragnheiður

Nei nei þú ert ekkert lengi...

Ég bara neita að taka þátt í þessari útrás en hver borgar ?

ÉG !

Ragnheiður , 18.12.2008 kl. 16:54

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.12.2008 kl. 17:39

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvað seturðu á svona fallegar og myndarlegar flíkur??  kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 18:18

10 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef séð þær ódýrastar í búðum á rúm 12.000 en ég sætti mig vel við 10.000

Ragnheiður , 18.12.2008 kl. 18:33

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Víst er Anna lengi!! Það var gert gys að mér fyrir 14 mánuði ég krefst þess að hún fái sama skammt af gysi

Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 19:20

12 Smámynd: Ragnheiður

Nei nei Hrönn, hún er löngu orðin "beyond" lengi...prjónarnir eru ryðgaðir fastir og peysan þakin köngulóarvef.

Er ekki eitthvað Byggðasafn þarna í hennar sveit ?

Ragnheiður , 18.12.2008 kl. 19:37

13 identicon

fallegar peysur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 23:28

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mjög fallegar peysur

Getum við ekki bara látið flytja okkur "hreppaflutningum" til Jósku heiðanna?.....einhver danskur konungur var búin að taka fyrir okkur pláss þar á sínum tíma

Sigrún Jónsdóttir, 19.12.2008 kl. 00:09

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Flatkökur úr möðkuðu eru enda próteinríkari en hinar.

Er mér sagt.

Af ólygnari ...

Steingrímur Helgason, 19.12.2008 kl. 00:12

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Flottar peysur   Ég sendi forsetanum áskorun í gær. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.12.2008 kl. 01:08

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 19.12.2008 kl. 09:19

18 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Magnús Paul Korntop, 20.12.2008 kl. 12:15

19 Smámynd: Sigrún Óskars

fallegar peysurnar þínar - vona að þér gangi vel að selja.

sendi þér knús og kveðjur

Sigrún Óskars, 20.12.2008 kl. 20:20

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mjög fallegar peysurnar þínar! Gæti alveg átt það til að kíkja út á Nes til þín eftir áramótin og festa kaup á einni. Allir peningar búnir núna.

Sendi knús- og kremjukveðjur frá Skaganum. Erfðaprinsinn biður örugglega að heilsa.

P.s. Dúndurfín færsla!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.12.2008 kl. 21:18

21 Smámynd: Ragnheiður

Takk kæra Gurrí, ég bið alveg áreiðanlega að heilsa erfðaprinsi til baka...Þú ert alltaf velkomin, kaupandi peysur eða ekki hehe

Ragnheiður , 20.12.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband