í desember 2008

Og nú á að hækka verulega álögur á allt bifreiðatengt, bifreiðar þið vitið, þetta dót sem fólk er þegar í vandræðum með að borga af og reka.

Alkarnir og nikótín fíklarnir fá líka sinn skerf til hækkunar. Hætta að reykja segir einhver en það er nú ekki gott að ætla að fjármagna það heldur. Aðstoðarlyf fyrir fólk sem vill hætta er líka alveg fokdýrt.

Verslanabannlistinn (sem þið eigið að hjálpa mér við að gera )

Hann er enn fátæklegur en svona

Bónus

Next

Noa Noa

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Innlitskvitt hérna:)..kveðja úr Vestmannaeyjum

Ásta Björk Hermannsdóttir, 12.12.2008 kl. 10:36

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

N1 og Shell 

Hrönn Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 11:40

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ÁTVR

Hrönn Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 11:41

4 identicon

Mér finnst betra að telja upp þær búðir sem ég kaupi í

Fjarðarkaup

Nettó

Nytjamarkaðir

Verslanir sem selja notuð föt

Fröken Júlía í Mjódd

Og svo er bara að spurjast fyrir.

Ég kaupi bensín og skyldar vörur hjá Shell.

Er hætt að drekka og reykja en borða vel

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:51

5 identicon

Það má bæta á listann Debenhams, Hagkaup, Evans, 10-11, Karen Millen, All saints, Warehouse, Topshop, Zara, Oasis, Dorthy Perkins, Coast, Útilíf, Jane Norman, vörum frá Ferskum kjötvörum. Þetta er svona það sem ég man í augnablikinu. Eða bara næstum því allar búðir á Íslandi

Kv. Ókunnug sem dettur stundum hingað inn. 

Sirrý (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 12:40

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, þetta er nú erfitt með Bónus því þar er lang ódýrast.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.12.2008 kl. 13:00

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég nota Bónus ennþá. Annars var bensínið búið að lækka svo ansi hratt síðustu vikur, taka þeir það nokkuð allt til baka.?  Vondar þessar aukaálögur á bíleigendur, ekki gott fyrir þá sem nota bíla í atvinnurekstri.  Kveðja á nesið lága.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 13:38

8 Smámynd: Dísa Dóra

Maður er ekki enn búin að ná því að gleðjast yfir lækkunum á bensíni þegar það snarhækkar aftur og nú vegna þess að ríkisstjórnin ákveður það - ríkisstjórnin sem lofaði okkur svo fagurlega að almenningur ætti sko EKKI að blæða fyrir hrun bankanna

Next og Noa Noa eru verslanir sem ég sniðgeng algjörlega hér eftir en Bónus versla ég enn í þar sem það er margfalt ódýrara en Nóatún hér í bæ

Ætli sé ekki hægt að setja ansi margar verslanir á þennan lista ef rétt ætti að vera

Dísa Dóra, 12.12.2008 kl. 14:02

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Listinn er endalaust langur en það er eiginlega ekki hægt að vera að versla hjá þeim sem eiga stóran þátt í hvernig er fyrir okkur komið.

Pælum í því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2008 kl. 14:57

10 Smámynd: Marta smarta

Ég er nú svo "heppin" að komast litið í búðir svo minn bóndi verður að velja úr hvar skal verslað, (ég skrifa bara listann).  Ég er líka svo "heppin" að verða að hafa bíl til umráða fyrir mig svo ég komist í "viðhald" og þá fæ ég frí bifreiðagjöld. 

Semsagt= öryrkjar koma bara vel út úr kreppunni, ef þeir hafa einhvern til að stjana við sig eins og ég, og þeir verða reyndar líka að borga brúsann yfirleitt.

Marta smarta, 12.12.2008 kl. 17:08

11 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir innlegg og sérstaklega Sirrý fyrir að nenna að pikka þetta allt inn...þetta eru ansi margar búðir !

En mér finnst tæplega verjandi að ausa aurum í þessa útrásarvíkinga eftir það sem hefur gerst en mikið skil ég samt vel að erfitt sé að skiljast við Bónus !!

Knús á línuna

Ragnheiður , 12.12.2008 kl. 18:18

12 Smámynd: Brattur

Fornbókabúð Bratts... okurbúlla...

Brattur, 12.12.2008 kl. 18:19

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Betra Bak er samasem Tóm budda.  Þeir létu mig greiða 120% verð fyrir eitt stykki rúm fyrir nokkrum árum.    Ég fékk gallað, skilaði því og fékk 80% endurgreitt, átti að fá 20% þegar sérfræðingur (sem síðan aldrei kom) hefði skoðað rúmið.  Keypti annað rúm í staðinn.  Niðurstaða= greiddi 120% og fékk að auki dónalega framkomu frá þeim.  Iss !

Settu þá á ljóta listann mín kæra.   

Anna Einarsdóttir, 12.12.2008 kl. 19:08

14 Smámynd: Ragnheiður

Ohh ég á rúm frá þeim...sem er frábært. Ég hélt að þeir væru alltaf að tala um að það mætti skila dæminu ? Hvurslags vinnubrögð...

Fornbókabúð Bratts kemst því miður ekki á listann, ég er hlutdræg. Vinur minn á þá búð sko

Var verið að tala um spillingu

Ragnheiður , 12.12.2008 kl. 19:14

15 identicon

Við hjónin ætlum að halda okkur enn við Bónus. Kaupum bara díselinn hjá Atlandsolíu. Það er ósköp lítið sem við eyðum nema í mat og olíu. Held að eins og fyrir okkur hjónin að það eina sem við getum gert er að spara við okkur í mat og olíu.

Vona hins vegar að heilum hug að kjaftasagan um að tóbakið fari fram úr 1100 kr eftir áramót sé rétt. Þá er það engin spurning hver hættir að reykja

 Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 20:13

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er slæmt að útrásarbarónarnir eiga allar þær verslanir sem ég hef mest verslað við undanfarin ár.  Ég hef ekki efni á því að versla ekki í bónus.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.12.2008 kl. 01:11

17 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sæl Horsí......... Já þetta er skítlegt, svo ég út á landi, get í flestum tilfellum bara keypt mína matarkörfu í kaupfélaginu og fer út með kanski 1 lítin poka fyrir 2 þús kall.....

Mér sýnist stefnan hjá þessu geðþóttarliði að gera okkur sem flest gjaldþrota nema þetta aðalsfólk sem að hæst hafa launin.......     þau eru bara að hugsa um sig og sína vini en við megum frjósa úti........

veistu hv ég er ót´rulega reið :(      En knús kveðjur til þín

Erna Friðriksdóttir, 13.12.2008 kl. 12:32

18 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku Ragga mín og ljúfar kveðjur inn í helgina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.12.2008 kl. 13:52

19 Smámynd: Inga María

Komdu við...þegar þú ferð upp í garð...hann Himmi þinn er hérna rétt við dyrnar hjá mér...og ég á einn þarna sem er lítll engill á himnum.

Ef þú horfir í verstur yfir leiðinu,,,,,þá sér þú stafninn á bláu húsi....nr,24

Vildi svo geta hitt  þig;

Inga María, 14.12.2008 kl. 01:52

20 Smámynd: Ragnheiður

Ah..já ég athuga það Inga María. Mikið finnst mér notaleg tilhugsun að hafa þig næsta nágranna hans Himma míns.

Ragnheiður , 14.12.2008 kl. 02:16

21 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þar sem ég vinn hjá þessari samsteypu vil ég benda á eftirfarandi fyrirtæki:

Byko.
Elko.
Nóatún.
Krónan.

Annars bara knús á þig.

Magnús Paul Korntop, 14.12.2008 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband