Enn litið í aldarspegilinn
25.11.2008 | 18:27
Þessi klausa fjallar um einhverja alöflugustu kvenréttindakonu sem ratað hefur á síður Morgunblaðsins. Til að það sé á hreinu þá rita ég upp klausuna eins og hún birtist, reyni að halda stafsetningu réttri og blanda mínum skoðunum ekki inn í klausuna.
Frú Pankhurst orðin þingmaður ?
Eins og kunnugt er hafa brezkar konur nú fengið kosningarétt og kjörgengi ,og við þingkosningar þær , sem nú eri nýlega , voru margar konur í kjöri.
Meðal þeirra var Miss Pankhurst, fyrverandi foringi kvenvarga. Hún var þingmannsefni fyrir Smethwick og segir ,,Times" daginn áður en kosningar fóru fram að það séu miklar líkur til þess að hún komist á þing. Hún er fylgismaður stjórnarinnar og þegar hún hafði afráðið að gefa sig fram í Smethwick, voru þar tvö þingmannsefni fyrir og annað úr stjórnarflokknum. En að áskorun stjórnarflokksins dró sá maður sig í hlé fyrir Miss Pankhurst og má bezt á því sjá hvert traust hún hefir haft í flokknum.
Að vísu hefir hin fyrri framkoma hennar nokkuð dregið úr fylginu og á fundum var henni hvað eftir annað núið því um nasir að hún hefði brotið glugga og brent kirkjur. En liðni tíminn gleymist furðu fljótt og nú á Miss Pankhurst líklega sæti í brezka þinginu og mundi fáa hafa órað fyrir því fyrir nokkrum árum, þegar kvenvargarnir létu sem verst í Englandi
Athugasemdir
Góð færsla og fræðandi. Ekki virðist margt hafa breyst.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.11.2008 kl. 19:49
Við eigum "kvenvörgunum" mikið að þakka.
Helga Magnúsdóttir, 25.11.2008 kl. 21:43
Góð færsla.Ég kom við "hjá"Himmanum þínum í dag.Allt fínt þar
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.