Óttalega mismunandi
20.11.2008 | 18:08
þessir þingmenn, ég er búin að horfa/hlusta á þá í dag. Sumir þeirra er einfaldlega slappir ræðumenn og ná alls ekki að koma sínum sjónarmiðum að. Þetta er sérkennilegt að fylgjast með, svo er alls ekki sama magn og gæði en það þekkir maður auðvitað líka af blogginu.
Við Hjalti skutluðum okkur í kyrrðarstund í dag, svo "stal" ég honum og fór með hann heim til mín. Ég var að enda við að skila honum heim aftur.
Annars fékk ég bókatíðindi í dag, það verður spennandi að sjá hvaða bókmenntir er boðið upp á fyrir þessi jól. Mig langar í Jónu bók og líka í bókina um Sri eftir Ragnhildi. Langar líka í bókina sem Sigmundur er með núna en ég hef ekki séð fleiri sem höfða til áhuga míns. Ég er voðalega vandlát á bækur og bíómyndir, alveg hætt að nenna í bíó orðið...en nenni enn að lesa bækur og finnst engin jól nema ég geti skriðið upp í rúm með bók.
Ég fæ samt yfirleitt ekki bækur í jólagjöf og síst núna, þær eru einfaldlega of dýrar. Ég gef mínu fólki ódýrar gjafir þetta árið en ætla að fara með smá aura til samtaka sem aðstoða fólk til að kaupa matvæli fyrir jólin. Ég styrkti sjálf eina fjölskyldu síðustu jól en ætla að dreifa því aðeins meir þetta árið.
Ég er að sjóða kjöt og hef kjöt í karrý á eftir....namm namm
Athugasemdir
Ég var með saltkjöt og baunir í gær.... namm namm. Kjöt í karrý er líka ómótstæðilegt. (sleiki út um)
Anna Einarsdóttir, 20.11.2008 kl. 18:24
Oooo mig langar í kjöt í karrý *frekjugrenj*
Hjördís (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 18:34
Ég er sammála þér Ragnheiður mín, afspyrnuslappir blessaðir þingmennirnir og konurnar okkar núna. Það er eins og flestir séu í raun og veru að halda inni í sér andanum af ótta við að velta of miklu af steinum við - óttast að eitthvað misjaft komi í ljós um þá sjálfa bara. Ráðherrar eru sýnu verstir - þora ekki að hreyfa við því sem er atað aur - af hræðslu við að eitthvað klínist í þá sjálfa í leiðinni. Þetta er hálf aumt lið þarna á þingi núna ..
Gott hjá þér og guttanum þínum að fara í kyrrðarstund með smá stolnum eftirmálum. Alltaf gott að eiga góðar stundir með sínum nánustu af og til. Mínar kyrrðar stundir eru helstar þegar ég leyfi mér stund til að lesa bækur einmitt. Fíla geggjað að fá góðar bækur í jólagjöf og finnst einmitt líka jólin hálf léleg ef ekki er bók undir trénu, jafnvel þó hún sé bara frá sjálfum mér ...
Þú æsir upp í manni hungrið, elska kjöt í karrý - en ég verð að sætta mig við að ég var að enda við að borða BionSkinnku með meiru .. mmmm!
En, sendi heilmikið af hlýjum knúsum yfir þig og þína skottið mitt!
Tiger, 20.11.2008 kl. 19:55
Ég gef alltaf nokkrar bækur í jólagjöf. Ekki dýru íslensku bækurnar heldur enskar pocketbækur sem kosta ekki nema 12-1500 krónur.
Helga Magnúsdóttir, 20.11.2008 kl. 20:00
Ég fann lausn á þessu bókamáli, fá sér bókasafnskort. Alveg svínvirkar. Flott hjá ykkur að fara saman á kyrrðarstund.
PS: Hér var pasta og pylsur í kvöld, en það er bara ágætt svona stundum.
Knús knús
Marta smarta, 20.11.2008 kl. 20:40
Mmmmm tjöt í tarrý!! Annars langar mig að lesa helling af bókum, en ég hef ekki aðgang að þeim öðruvísi en að fá þær gefins (sem er ekki mjög líklegt að gerist) eða þá að ég kaupi þær (sem er enn ólíklegra að gerist). Og hvað gerir maður þá? Gluggar áfram í Bókatíðindin og lætur sig dreyma?
Hugarfluga, 20.11.2008 kl. 21:10
Hey FLug....við förum saman á bókamarkað þegar kreppan er skollin á og miniFlug mætt...
Hehe, fáum áreiðanlega flottar bækur á góðu verði
Ragnheiður , 20.11.2008 kl. 21:30
Ég var svo myndarleg að elda Svínasnitchel, með kartöflum og kantarell sveppasósu. Þingmennirnir okkar eru ekki lengur að vinna fyrir okkur skrílinn, og hafa líklega aldrei gert það. Þeir hugsa bara um sig og sína.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.11.2008 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.