hvað skal færslan heita?
18.11.2008 | 22:27
Í dag hefur hugurinn verið fastur hjá Fjólu og Mumma, þau eru að upplifa fyrsta afmælisdaginn eftir að hafa kvatt son sinn litla eftir alvarleg veikindi í mars sl. Ég veit hversu erfitt þetta er. Öðru hvoru hafa augun fyllst af tárum og ég vildi að ég gæti tekið sársaukann þeirra burt, hann er svo sár.
°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
ég botna enn ekki neitt í neinu. Þessi segir þetta og hinn segir hitt. Við tökum Icesave dótið á okkur og mér skildist að hvert okkar skuldaði þá 4.5 milljónir. Í viðbót erum við hvert og eitt hryðjuverkamenn.
Ég þræti
Er þetta hérna ímynd hins skuldseiga hryðjuverkamanns ?
Ja það gæti verið, hann er amk smá stríðinn blessaður hehe...elskan hennar ömmu sinnar.
Ég sagði við Björn í kvöld að ég væri hætt við að mynda mér skoðun á öllu þessu dæmi núna, ég ætla bara að bíða þar til ég er komin á elliheimili og fá þá lánaða bókina um málið, skrifaða af virtum sagnfræðingi.
Ég er miklu meira en leið á álitsgjöfum, bæði í fjölmiðlum og sjálfskipuðum, stjórnmálamönnum, niðurdregnum almúganum og bretum. Leiðinlegast af þessu öllu er gífuryrðabloggið frá einhverju liði sem telur sig hafa eitthvað vit á draslinu.....
Fann leið.....farin...bæ
Athugasemdir
Tjahhhhh nógu er hann prakkaralegur snúðurinn litli! Ég pant lesa bókina með þér þegar við erum komnar á elliheimili!
....við getum þá bloggað færsluna: "Ég vissi það alltaf - vildi bara ekki segja það þá....."
Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 22:30
Ég finn mikið til með Fjólu og Mumma og þér og öllum sem hafa orðið fyrir því að missa börnin sín. Ekkert getur verið verra.
En mikið óskaplega er þetta fallegt barn. Ég er bara að hugsa um að taka á mig hans hluta af skuldunum.
Helga Magnúsdóttir, 18.11.2008 kl. 22:48
þetta er klárlega ímynd hins íslenska hryðjuverkadrengs, krúttlegur prakkari ;)
E.R Gunnlaugs, 18.11.2008 kl. 23:02
Fallegur guttinn.
Fjólu og Mumma sendi ég kveðjur, Vildi að ég gæti sagt eitthvað en veit ég get það ekki. Þér sendi ég líka mínar bestu kveðjur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.11.2008 kl. 00:00
Mikið er hann hárprúður drengurinn
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.11.2008 kl. 01:20
ARG og GARG hvað hann er mikill draumur litli anti-terroristinn þinn!!
Og sammála með þessa sjálfskipuðu álitsgjafa á netinu sem allt þykjast vita mest og best! Gubb.
Lovjú.
Hugarfluga, 19.11.2008 kl. 10:16
Fallegur er litli ömmulingurinn.Afmælisdagarnir eru svo erfiðir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:58
Yndislegur gaurinn! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 09:31
Takk fyrir fallegar hugsanir. Ég er ekki frá því að þær hafi hjálpað. Annars var dagurinn ótrúlega fínn. Ég reiknaði amk. með meiri .... æ-i ég veit ekki hverju svo sem amk. ekki því sem varð. En ég veit þú skilur mig.
Fjóla Æ., 20.11.2008 kl. 23:51
Já Fjóla mín, ég skil. Kvíðinn fyrir deginum hefur reynst mér verri en dagurinn sjálfur og þá á við um dánardag og afmælisdag.
Kær kveðja elsku Fjólan mín
Ragnheiður , 20.11.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.