hvað skal færslan heita?

Í dag hefur hugurinn verið fastur hjá Fjólu og Mumma, þau eru að upplifa fyrsta afmælisdaginn eftir að hafa kvatt son sinn litla eftir alvarleg veikindi í mars sl. Ég veit hversu erfitt þetta er. Öðru hvoru hafa augun fyllst af tárum og ég vildi að ég gæti tekið sársaukann þeirra burt, hann er svo sár.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

ég botna enn ekki neitt í neinu. Þessi segir þetta og hinn segir hitt. Við tökum Icesave dótið á okkur og mér skildist að hvert okkar skuldaði þá 4.5 milljónir. Í viðbót erum við hvert og eitt hryðjuverkamenn.

Ég þræti

Er þetta hérna ímynd hins skuldseiga hryðjuverkamanns ?

Minningardagur Hilmars 032

Ja það gæti verið, hann er amk smá stríðinn blessaður hehe...elskan hennar ömmu sinnar.

Ég sagði við Björn í kvöld að ég væri hætt við að mynda mér skoðun á öllu þessu dæmi núna, ég ætla bara að bíða þar til ég er komin á elliheimili og fá þá lánaða bókina um málið, skrifaða af virtum sagnfræðingi.

Ég er miklu meira en leið á álitsgjöfum, bæði í fjölmiðlum og sjálfskipuðum, stjórnmálamönnum, niðurdregnum almúganum og bretum. Leiðinlegast af þessu öllu er gífuryrðabloggið frá einhverju liði sem telur sig hafa eitthvað vit á draslinu.....

Fann leið.....farin...bæ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Tjahhhhh nógu er hann prakkaralegur snúðurinn litli! Ég pant lesa bókina með þér þegar við erum komnar á elliheimili!

....við getum þá bloggað færsluna: "Ég vissi það alltaf - vildi bara ekki segja það þá....."

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég finn mikið til með Fjólu og Mumma og þér og öllum sem hafa orðið fyrir því að missa börnin sín. Ekkert getur verið verra.

En mikið óskaplega er þetta fallegt barn. Ég er bara að hugsa um að taka á mig hans hluta af skuldunum.

Helga Magnúsdóttir, 18.11.2008 kl. 22:48

3 Smámynd: E.R Gunnlaugs

þetta er klárlega ímynd hins íslenska hryðjuverkadrengs, krúttlegur prakkari ;)

E.R Gunnlaugs, 18.11.2008 kl. 23:02

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Fallegur guttinn.

Fjólu og Mumma sendi ég kveðjur, Vildi að ég gæti sagt eitthvað en veit ég get það ekki. Þér sendi ég líka mínar bestu kveðjur. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.11.2008 kl. 00:00

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mikið er hann hárprúður drengurinn

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.11.2008 kl. 01:20

6 Smámynd: Hugarfluga

ARG og GARG hvað hann er mikill draumur litli anti-terroristinn þinn!!

Og sammála með þessa sjálfskipuðu álitsgjafa á netinu sem allt þykjast vita mest og best! Gubb.

Lovjú.

Hugarfluga, 19.11.2008 kl. 10:16

7 identicon

Fallegur er litli ömmulingurinn.Afmælisdagarnir eru svo erfiðir

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:58

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Yndislegur gaurinn! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 09:31

9 Smámynd: Fjóla Æ.

Takk fyrir fallegar hugsanir. Ég er ekki frá því að þær hafi hjálpað. Annars var dagurinn ótrúlega fínn. Ég reiknaði amk. með meiri .... æ-i ég veit ekki hverju svo sem amk. ekki því sem varð. En ég veit þú skilur mig.

Fjóla Æ., 20.11.2008 kl. 23:51

10 Smámynd: Ragnheiður

Já Fjóla mín, ég skil. Kvíðinn fyrir deginum hefur reynst mér verri en dagurinn sjálfur og þá á við um dánardag og afmælisdag.

Kær kveðja elsku Fjólan mín

Ragnheiður , 20.11.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband