Kannski kominn tími til

og þó, ég veit það ekki alveg....er kominn tími á færslu ?

Ég hef baslað við sorg og heilmikla reiði undanfarna daga. Ýmislegt hefur orðið til þess að rífa upp illa grónu sárin. Ég hef sem betur fer verið lánsöm og hef haft ágætt næði inn á milli til að reyna að greina ástandið og skoða málin.

Málin hans Patta míns eru vonandi komin í góðan farveg. Um það ætla ég þó ekki að fjalla nákvæmlega, það bæði hentar ekki og svo er það bara ekki mál sem neinn vill skella hér á opið alnetið.

Mér hefur sviðið mín frammistaða undanfarið. Það er ljóst að eitthvað hlýtur að vera að manni sem foreldri þegar árangurinn er ekki betri en þetta. 2/5 eiga yfir höfði sér eða hafa átt yfir höfði sér fangelsisvist ....þetta segir manni einfaldlega það að kennslan hefur brugðist, stórlega.

Þó að maður hafi kannski gert eins vel og maður hafði vit til þá er það ekki nokkur afsökun. Árangurinn sýnir verkin svo ekki verður um villst.

Ég nenni ekki að blogga um kreppu- það eru nógir til þess. Ég hef ákveðið að láta stormana lægja áður en ég æði af stað með sleggjudóma og upphrópanir. Það koma sífellt upp fleiri vinklar á málum og ég get ekkert spáð í þetta fyrr en ég er komin með öll spil á hendi eða amk í sjónmál.

Ég ætla heldur ekki að hætta að greiða lánin mín, við höfum bæði okkar starf og ráðum amk enn við að greiða það sem okkur ber.

Ég gerðist hinsvegar vinur færeyinga á facebook...þeir eru bara flottastir.

Ég tók voðalega nærri mér óvægna gagnrýni á presta um daginn, álpaðist inn á síðu vantrúar. Mikið hefur mitt uppeldi verið ófullkomið, sumt réðist maður ekki á með köpuryrðum var manni kennt í gamla daga. Eitt og eitt blogg hné í þessa átt líka og mér leiddist þetta frámunalega.

Ég veit svo sem ekki hvar ég væri ef ........nei hætt við þessa setningu.

Held að ég sé hætt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Flot að strákurinn fær góða úrlausn,er forvitin viltu senda e-mail er það var mitt ráð?hehehehehe.Ég er gott foreldri,mín börn öll áttu göngu sem ekki var góð á tímabili.Eitt dó hin náðu sér.Vissulega höfðu heimilisaðstæður þegar þau voru börn eitthvað að segja í það.En ég neita að taka á mig sekt fyrir lífi þeirra sem fullorðins fólks.Sorgin fer ekki en er mis slæm dag frá degi.Faðm á þig .

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:23

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gott kvöld esskan héðan úr Heilsubælinu! Ætla að kíkja á kosningavöku og fylgjast með þeim Obama og McCain.

Þú átt örugglega góð börn,  þó hluti þeirra hafi villst af beinu brautinni. Hjartalagið er það sem skiptir máli.  .. Knús og allt það!

p.s. Ég forðast síðu vantrúar eins og heitan eldinn.. ekki til að láta manni líða vel.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Ragnheiður

Búin að senda mail Birna

Jóhanna ,ég bara skil ekki hvurn röndóttan í náttfötunum ég var að vilja á þessa síðu ! Ekki get ég sagt að ég fari aldrei þangað aftur, slíku getur maður ekki lofað hehe

Nú horfum við á kosningavöku....oj ég nenni ekki í vinnuna í fyrramálið !

Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 22:33

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Börnin þín hafa engan meitt og það eitt segir að þau nutu góðs af nærveru við þig, ljúfa kona.    Auðvitað getur hvert einasta foreldri gert betur.... en við erum þó að reyna að gera okkar besta á hverjum tíma.  Og eins og Birna Dís segir;  við ráðum ekki alltaf við hvað börnin okkar gera á unglings- og fullorðinsaldri.  Unglingar gera allskonar vitleysu.  Mig minnir að ég hafi gert einhverja vitleysu á þeim aldri líka. 

Þú átt góð börn Ragnheiður.... sem þýðir að þú ert góð mamma.

Anna Einarsdóttir, 4.11.2008 kl. 22:35

5 Smámynd: Ragnheiður

Anna mín ,það hef ég huggað mig við..það meiddist enginn. Stoltið hjá sumum meiddist en engin líkamleg meiðsl.

Knús Anna mín

Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 22:37

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég hef ásakað mig fyrir að hafa brugðist og þetta ætti ég kannski ekki að skrifa opinberlega. En mér var bent á að ég hefði ekki gert það og ég veit, Já ég VEIT  að þú hefur ekki brugðist.

Ég veit líka að sorg þín er mikil. Það er mikið á þig lagt. Ég get aðeins talað. því miður. ((((((((((((((((((faðmlag))))))))))))))))))) frá mér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.11.2008 kl. 22:40

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já og auðvitað, þú átt góð börn. Það er bara oft svo margt sem spilar inn í. Nútíminn er erfiður og það er erfitt að vera ungur í dag.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.11.2008 kl. 22:41

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jón Baldvin var örugglega kippó, sammála þér. (Passar að vísu ekki inn í þessa umræðu).

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 22:46

9 identicon

Elsku Ragga!

Þeir eru góðar manneskjur drengirnir þínir, þó að þeir hafi leiðst út á þessa braut og þurft að sitja af sér dóm.Ég nefnilega held því fram, að til séu afbrotamenn sem eru illir og samviskulausir og svo eru til afbrotamenn sem eru góðar manneskjur, en hafa bara orðið fyrir einhverju á lífsgöngunni, sem gerir það að verkum að þeir leiðast út á þessa braut.

Æ, þetta kemur kannski út hjá mér sem einhver steypa, ég veit kannski ekki nógu mikið um málefni fanga til að geta tjáð mig um það. En það sem ég er að reyna að kremjast til að segja er; að ég er viss um það í hjarta mínu, að þú ert góð móðir; Ragga mín. Í Guðs bænum, ekki rífa sjálfa þig niður með það að þú hafir brugðist sem foreldri. Þó að annar drengurinn þinn bíði þess að sitja af sér dóm og hinn drengurinn hafi tekið sitt eigið líf innan fangelsisveggjanna, blessuð sé minning hans, þá er það engan veginn vitnisburður um það að þú hafir ekki verið góð móðir.

Guð veri með þér, elsku vinkona og hjálpi þér til að líða betur.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 23:23

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2008 kl. 00:02

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.11.2008 kl. 01:09

12 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Anna Margrét Bragadóttir, 5.11.2008 kl. 02:11

13 Smámynd: Tiger

  Veistu Ragnheiður mín - hjartagóðir og hjartahreinir yndislegir einstaklingar eru á hverjum degi að misstíga sig og lenda í dómum og því að vera settir inn til að sitja af sér dómana! Það að misstíga sig eða villast af brautinni - segir hins vegar ekkert til um uppeldið eða árangur foreldranna - heldur er það hjartaðlagið, sú fullvissa að börn manns myndu aldrei geta gert nokkrum illt viljandi - sem sýnir verklag foreldranna! Ég tel að þú vitir það fullkomlega að þínir drengir hefðu aldrei getað, og munu aldrei geta - meitt einhvern viljandi - og þar með á það sjálfkrafa að segja þér að þér tókst alveg frábærlega til með uppeldið! Punktur ... ok, margir punktar!

Ragnheiður, þú ert yndisleg! Það eru englarnir þínir líka - bæði hér og hinu megin! Þér er óhætt að líta stolt fram á við - vitandi að ef þú hefðir gert betur - þá værir þú í Guðatölu! Kerla, þú ert bara manneskja - að vísu alveg bara frábær súper manneskja - en samt ekki kraftaverkakerling! 

Lov jú tú píses skvísa og sendi fulltaf knúsum og kreistum á ykkur öll !!!

Tiger, 5.11.2008 kl. 02:14

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2008 kl. 06:47

15 Smámynd: Bryndís

Bryndís, 5.11.2008 kl. 08:59

16 Smámynd: Tína

Úffffff hvað hann Tící kemur alltaf fallega og vel frá sér orðum!! En þetta er bara allt saman svo satt og rétt hjá honum Ragnheiður mín. Þú veist alveg sjálf að þú ert góð móðir, þú hefur hjartað á svo háréttum stað sem sýnir sig best í hvernig þú talar um þína og við aðra. Það er bara eitthvað sem heitir "frjáls vilji" og hver einasta manneskja nýtir sér hann og þó svo að fólk misstigi sig að þá er það ekki verri manneskjur fyrir því. Hættu því að ásaka sjálfa þig og berja. Vertu heldur stolt af þínum afleggjurum og yfir því að hafa kennt þeim það sem mestu máli skiptir en það er gott hjartalag. 

Knús á þig yndislegust. Gleymdu því aldrei hversu frábær þú ert.

Tína, 5.11.2008 kl. 09:08

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 5.11.2008 kl. 09:18

18 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 5.11.2008 kl. 10:38

19 Smámynd: Hulla Dan

Elsku Ragga.
Þú ert góð út í gegn og örugglega yndisleg móðir.
Við stjórnum því miður ekki því sem unglingarnir okkar taka sér fyrir hendur og sumir einstaklingar eru því miður með veikara geð en aðrir og láta því stjórnast af einhverju öðru en skynseminni sem við erum búin að ala þá við. Skiluru.
Ég er sanfærð um að þú hefur gert þitt allra besta, en það er sumt sem við sem foreldrar ráðum engan vegin við, því miður.
Ég vona að þú eigir góðan dag og allt fari vel

Hulla Dan, 5.11.2008 kl. 10:55

20 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 5.11.2008 kl. 11:34

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Allir hér að ofan eru búnir að segja það sem ég mundi segja svo ég læt það duga, enda veistu alveg hug minn til þín í þessu máli öllu skjóðan mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.11.2008 kl. 11:58

22 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Ragga mín, ég vil endurtaka hér og nú að það er ekki þér að kenna þó svo að strákarnir hafi verið léttir á pinnanum og gert einhvern óskunda, segi eins og aðrir, þeir meiddu engan. Við þetta huggaði ég mig líka þegar mínir peyjar voru sem hressastir. Ekki brugðumst við sem mæður, þeir völdu bara að fara þessa leið, það var þeirra vilji. Því miður hvarf Hilmar þinn á braut en það var öðrum að kenna segi ég, Patti á eftir að verða fyrirmyndar drengur, hann er núna að fá sitt tækifæri, synir mínir blómstra í dag og það er einmitt uppeldinu að þakka, ekki kenna þér um neitt, þú bara mátt það ekki elsku Ragga mín.  Kærleikskveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 5.11.2008 kl. 12:15

23 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 12:44

24 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 5.11.2008 kl. 14:45

25 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Vina mín,, sendi þér mitt besta knús   

Erna Friðriksdóttir, 5.11.2008 kl. 17:11

26 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Risaknús frá Skaganum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.11.2008 kl. 18:42

27 Smámynd: Rannveig H

En hvað ég þekki þetta að líða eins og misheppnuðu foreldri. Ég þekki Bjössan þinn hef ferðast með honum og oft á tíðum spjallað við hann. Yndislegur strákur í alla staði og ber mömmu sinn gott vitni.

Rannveig H, 5.11.2008 kl. 20:32

28 Smámynd: Sigrún Óskars

knús á þig góða kona

Sigrún Óskars, 5.11.2008 kl. 21:41

29 Smámynd: Hugarfluga

Fylgist með þér og hugsa til þín, ljúfust.  Takk fyrir að hugsa líka til mín

Hugarfluga, 6.11.2008 kl. 08:53

30 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Butterfly Glitter Graphic - 1Ljúfar kveðjur inn í góðan dag og láttu þér líða vel elsku vinkona

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.11.2008 kl. 09:58

31 Smámynd: M

M, 6.11.2008 kl. 12:32

32 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Elsku Ragga, ef það væri uppeldið og þú sem eru skaðvaldurinn væru öll börnin þín í sömu sporum. Eins og einhver sagði hér að framan hafa strákarnr þínir ekki meitt neinn og það er ekki lítils virði. Fyrir brot eins og þínir strákar hafa gert er bara hægt að sitja af sér. Það gleymist örugglega aldrei ef maður yrði fyrir því að skaða fólk. Þú skalt vera stolt af börnunum þínum og sjálfri þér. Það er enginn fullkominn og ekki þið heldur.

Helga Magnúsdóttir, 6.11.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband