Skapið ekki upp á sitt besta
22.10.2008 | 11:34
og ástæðan er einfaldlega að mér finnst mínir menn rangindum beittir. Mér finnst óeðlilegt að ofbeldismenn fá "afslátt" af sínum dómum en smábófar og umferðarsektarar fá sko að sitja inni full time.
Mínir strákar eiga engar frænkur á háum stöðum, þeir eiga bara mömmu sem öll þessi vitleysa bitnar á. Hjalti minn sagði í gær þegar við vorum að tala um þetta ; verst er að særa fólkið sitt svona ! Hann veit sem er að þetta er mér afar þungbært. Eðlilega. Síðasti fangi sem ég átti kom í líkpoka úr afplánun.
Það var reynsla sem ég mun alltaf búa að í hjartanu - Himmi minn, þessi glaði og góði strákur.
Nú þarf ég að upplifa margt af þessu aftur og í dag er ég sár. Mér finnst ég hafa dregið stutta endann.
Ég hvatti að vísu Hjalta til að biðja um að fresta upphafi afplánunar. Hún er amk núna skráð 21 desember. Ég fresta jólunum ef ég þarf að vera bæði Himma og Hjalta laus um jólin.
Mér finnst ég uppfull af sjálfvorkunn og tómri vitleysu. Mér finnst nánast eins og lífið sé að skopast að mér. Ég sé bara svo ómerkileg persóna að mér sé ætlað allt illt. Í hina röndina er ég reið og pirruð út í þetta kerfi. Endalaus afsláttur fyrir ofbeldismenn en svo fá mínir óþægðarormar engan afslátt af neinu.
Hvorugur þeirra hefur nokkurntímann meitt nokkurn mann. Sært svolítið hana mömmu sína en mamma fyrirgefur það um leið og næsta knús mætir í húsið. Auðvelt að bjarga því við.
Andskotinn eigi þetta.
Athugasemdir
Það er eitthvað að þessu batteríi öllu saman. Ég skil vel reiði þína.
Hugsa til þín.
Knús í daginn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 11:37
Ég skil þig vel elsku Ragga mín, umferðarbrot vega ekki þungt í mínum huga, þó alvarleg séu. En svo valsa þessir kónar sem hafa mannslíf og fleira á samviskunni og virðast alltaf smjúga í gegn. Veit ekki hvort það hjálpar nokkuð,en mig dreymdi þig og mig í nótt hámandi í okkur súkkulaði kökur og sælgæti, kannski eru sætir tímar framundan maður getur að minnsta kosti vonað. Knús og kærleikur til þín elskan mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2008 kl. 11:40
Æjá! Ég skil vel að þú sért reið og sár. Það er einhversstaðar einhver fjárans pottur brotinn!
Hrönn Sigurðardóttir, 22.10.2008 kl. 11:49
Skil vel reiði þína mín kæra Ragga
Sigrún Jónsdóttir, 22.10.2008 kl. 11:57
Datt í hug þessar línur frá Bubba þegar ég las þetta: "Þegar óhapp auðkýfings auð bankans skerðir, reka til réttarþings, falskir lagaverðir".... "Móðir kveður minni mann, sem var sendur á Litla Hraun"....Svona er ástandið í hnotskurn.
þetta kerfi er skítrotið í gegn og hjálpar einungis þeim sem eiga peninga eða eru vel tengdir. Ég óska honum Hjalta alls hins besta og að honum gangi vel.
Ást til þín og megi guð gefa þér og þínum góðan dag.
Daggardropinn.
Daggardropinn, 22.10.2008 kl. 12:03
Æi,Þetta er vont og óþolandi.Sendi þér e-mail
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 12:03
Æi Ragga mín skil svo vel reiði þína þetta kerfi er ekki í lagi sko vantar mikið upp á það sendi ykkur knús og kærleik Elskuleg
Brynja skordal, 22.10.2008 kl. 12:15
Knusímúsímúsínúsín mín!!! ógeðslega óþolandi þegar er farið í manngreinarálit .. Special treatment for some and nonsospecial for others! Ojbara. Skítakerfi með spilltum stjórnendum. Tek heilshugar undir reiði þína.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 13:06
Æ hvað ég skil þig vel.
Knús til þín mín kæra
Hulla Dan, 22.10.2008 kl. 13:37
Elsku Ragga það er mikið á þig lagt, ég hef dáðst að þér hvernig þú af æðruleysi hefur tekið á þeirri miklu sorg sem þú hefur þurft að ganga í gegnum við missi Himma þíns, og þá þrautagöngu sem þið mæðgin þurftuð að ganga í gegnum. -
En núna finn ég til svo mikils vanmáttar yfir því að geta ekkert gert, þegar ég las það að hann Hjalti þinn væri að fara inn fyrir umferðalagabrot. - Ég veit ekkert hvernig því broti er háttað né hversu alvarlegt það var. -
En samt finnst mér að í samanburði við það sem við höfum verið að upplifa og lesa, um hvernig glæpamenn sem eru m.a.s. á reynslulausn fá hvern afsláttinn á fætur öðrum á refsingu fyrir ítrekaða glæpi sem þeir fremja á meðan reynslulausn stendur yfir. -
M.a.s. svo alvarlega glæpi sem tilraun til mannsmorðs með sveðju. - og þátttaka í að fela lík, burðardýrs, með því að sökkva því. -
Það er ljóst að í réttarkerfinu og fangelsismálum er eitthvað mikið að. - Ef frænkur og frændur harðsvíraðra glæpamanna geta snúið dómum á fanelssivist eftir smekk og behag.
Mikið andskoti þarf að hreinsa til þarna þegar "Þjóðfélagshreingerningin" verður gerð fyrr en seinna.
Til þess verðum við að fá utanaðkomandi aðila, þar sem "vina og fjölskyldubönd " fá hvergi að koma nærri. -
En að lokum þá hlýtur Hjalti sjálfkrafa að fá inni á Kvíabryggju sökum ungs aldurs og smæðar brotsins. -
Samkvæmt orðum núverandi fangelsismálastjóra Winkel eða hvað sá ágæti maður heitir. - Hann talaði um það sem réttlætingu fyrir því að þessi Teitur hafi fengið að fara beint á Kvíabryggju og snöggri innisetu hans í fangelsi, og hversu stutt hann þyrfti að afplána.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.10.2008 kl. 14:55
Þú átt póst.
Anna Einarsdóttir, 22.10.2008 kl. 17:40
Því fer fjarri að þú sért uppfull sjálfsvorkunnar og pirrings. Þú ert eðilega reið út í kerfið sem sannarlega er ekki að virka sem skyldi og þjónar ekki þeim tilgangi sem það er ætlað. Hvernig má annað vera en að bregðast við þvílíku ranglæti? Ég hefði áhyggjur ef þú myndir ekki bregðast við, það segi ég satt.
Ég hef þá trú að opin umræða eigi eftir að hafa áhrif á málefni fanga og fíkla enda augljóst að fólk vill kynna sér þessi mál og fordómum þarf að eyða. Þjóðin sýnir samhug þegar ranglæti er beitt, í hvora áttina sem það er. Þú sýnir fádæma kjark að taka þátt í að opna umræðuna og takast á við viðkvæm og erfið mál. Í mínum huga ertu hetja.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.10.2008 kl. 20:15
Elsku hjartað mitt. Þú ert ákveðin, þróttmikil og sterk. Ég dáist að þér vinkona og skil reiði þína mjög vel. Þetta dómskerfi hér hefur alltaf verið og verður líklega alltaf, algjör brandari. Og ekkert skil ég heldur í dagsetningunni. En ég er jafn sannfærð um að þið standið þetta alveg af ykkur og verðið sterkari þegar upp er staðið.
Guð geymi ykkur öll elskan mín og ég hugsa heitt til þín í bænum mínum
Tína, 23.10.2008 kl. 10:04
Takk elskurnar mínar fyrir yndisleg innlegg, stuðning og styrk.
ef þið bara vissuð hversu mikið hjálpar að lesa kommentin ykkar
Ragnheiður , 23.10.2008 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.