Kreppugrautur

og almennur pirringur.

Mér finnst ég ekkert sjá í íslenskum fréttamiðlum nema ha og humm. Það þarf að skoða erlenda fréttamiðla til að vita eitthvað, svo er maður passlega búinn að lesa það og þá birtist Geir og dregur allt til baka sem misskilning eða óskhyggju eða hvað hann nú segir í það og það skiptið.

Ég er orðin verulega efins um synjun forseta á fjölmiðlalögunum, kannski hefði verið betra að setja takmörk á eignarhald fjölmiðla ? Hvað á maður að halda, það er allt á haus ..

Svo eru það sérréttirnir, viðtöl við hina og þessa sem eiga að peppa upp þessa þjóð. Faðmlög í moggabloggi, já svo ég taki það fram þá lokaði ég á faðmlög innan kerfis hjá mér. Faðmlög fást hinsvegar í real life eftir því sem ég hitti ykkur. Sum ykkar hafa þegar fengið alvöru knús og mörg ykkar eigið slíkt orðið inni.

Ég spurði Steinar, af gefnu tilefni , um daginn hvort hann hefði verið knúslaus meðan útrásin gekk yfir. Hann horfði ringlaður á mig enda rámar hann ekki í neina útrás konunnar nema öðruhvoru út á þvottasnúrur. Hann hefur líka fylgst með sinni konu (kallar mig hamstur) greiða niður skuldir og hagræða af mætti í heimilisbókhaldinu með alveg ágætum árangri. Hvað gerist nú ? Fer allt mitt streð við það í vaskinn vegna rugls hjá öðrum ? Næ ég ekki að greiða niður húsið mitt vegna óráðsíu annarra ? Ég sé fyrir mér að lánin mín eigi eftir að hækka svo mikið að ég ráði ekki við að borga áfallnar afborganir hvað þá að greiða ögn meira inn á höfuðstól lánanna.

Mig langar til að krakkarnir okkar Steinars erfi eitthvað annað en bilaða skuldasúpu.

Sjái ég hinsvegar fram á að allt ætlar til helv..þrátt fyrir mína viðleitni -nú þá mega þeir bara hirða húsið...ég tek það hvort eð er ekki með mér yfir hinumegin.

Ég er samt að lagast með skelfinguna og stressið yfir þessu öllu.

Þetta fer eins og fara vill, ég lifi það af engu að síður.

Ég er vön því


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já það erum við þetta venjulega fólk sem líðum vegna óráðsíu annarra en meðan að heilsan er í lagi skal ég brosa. Vona ég. Knús á þig mín kæra.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.10.2008 kl. 20:11

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert svo jarðbundin! Það er svo mikið öryggi fólgið í þér!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.10.2008 kl. 20:28

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já sammála Hrönn.  Algjört salt jarðar kona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 21:18

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Elsku Ragga mínekkert að þakkanjóttu þess sem þú átt skilið elskan mínég þekki líka sorginaog allt sem fylgir henni og það er sártmeð einu fallegu brosigeturðu gert kraftaverkmeð einu fallegu orðigeturðu gert kraftaverkþað hefur bjargað mér

knús til þín inn í ljúfa góða nóttina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.10.2008 kl. 21:40

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Alltaf notó í eldhúsinu hjá þér, grautur eða ekki grautur!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.10.2008 kl. 22:00

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 00:05

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Auðvitað greinir þú virkandi þöggunina & fréttastýrínguna hjá skemmdaverkavarnarstjórnun 'sjallana', það bara þora ekki allir að nefna það.

Hamztur, tíhí ...

Steingrímur Helgason, 21.10.2008 kl. 00:19

8 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þú egir nokk! Umhugsunarverð afstaða. Ég gæti alveg hugsað mér að tileinka mér hana

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 21.10.2008 kl. 00:55

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ríkisstjórnin ætlað að þaga kreppuna í burtu  Þeir halda fyrir munn, augu og eyru og þykjast ekki vita neitt   Ekki gengur það til lengdar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.10.2008 kl. 01:00

10 Smámynd: Tiger

 Uss... hvenær kemur einhver sterkur inn á sviðið með hreinsivöndinn góða? Ef þetta væri leikrit - þá væri höfundurinn löngu búinn að skrifa inná sviðið sterkan einstakling sem lagar "bágtið" og bjargar málunum - eða allaveg því sem hægt er að bjarga eftir alla þessa óráðsíu stærstu rassanna í þjóðfélaginu ...

Knús á þig Ragnheiður mín ..

Tiger, 21.10.2008 kl. 13:10

11 Smámynd: Ragnheiður

Mér finnst glatað að vera blandað í svona.

Ragnheiður , 21.10.2008 kl. 18:49

12 Smámynd: Ragnheiður

Já tek undir það, ágætt svo sem að vita hvað er í gangi.

Ragnheiður , 21.10.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband