Erfitt að mörgu leyti

að vera í stjórn með Sjálfstæðisflokki.

Þetta kristallaðist um daginn, afar greinilega. Össur þrammaði niður tröppurnar á ráðherrabústaðnum og vildi ekkert hafa að gera með lofthelgisgæslu breta ....Geir kom þrammandi niður sömu tröppur og var alveg á hinni skoðuninni...endalaus undirlægjuháttur !

Svo var Geir spurður um þetta af erlendum blaðamanni seinna sama dag og þá breytti hann þessu öllu í misskilning !! Minn málskilningur er ágætur, takk fyrir Geir. Ég heyrði hvað Össur sagði og skildi hvert orð.

Mín spurning er hins vegar orðin þessi.

Hversu lengi ætlar samfylkingin að þrauka við þessar aðstæður ?

Allt sem þau segja og gera er umsvifalaust dregið til baka eða pakkað í notendaumbúðir (ss lygar -fals- felubúning)

Nú er fólk greinilega ánægt með að Ingibjörg Sólrún er komin heim, fólk virðist reiða sig á að hún reddi þessu.

Reddi hverju annars ? Samfylkingin á einskis úrkosti lengur en að slíta stjórnarsamstarfinu.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erfiður vetur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr vúman.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2008 kl. 17:22

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Hlutskipti Samfylkingarinnar er hlutskipti kúgaðrar eiginkonu alkóhólista. Það er aldrei rétti tíminn fyrir skilnað. Þar að auki þarf að hugsa um velferð barnanna.

Vandinn liggur einnig í því að ef Samf. fer í fýlu þá bíða tveir flokkar á bekknum. Það hefur vakið athygli mína að hvorugur þeirra hefur andað á Seðlabankastjórnina. Flokkar á biðilsbuxum mega ekki anda á tilvonandi.

Á mannamáli: Þó það verði stjórnarslit mun það ekki breyta neinu. Íhaldið ræður.

Kristjana Bjarnadóttir, 19.10.2008 kl. 18:24

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nú verður þjóðin að standa saman að því að láta Sjálfstæðisflokkinn axla ábyrgð.  Það gerist einungis með því að enginn vilji vinna með þeim.  Vei þeim flokki sem færi í samstarf með þeim, komi til stjórnarslita.  Ekki vei vei, gaman..... heldur bara vei.... sbr. svei. 

Anna Einarsdóttir, 19.10.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband