Undarlegir dagar
8.10.2008 | 22:38
Anna sendu mér email.
Ég var að vinna í dag og mér finnst þjóðfélagið halda svolítið niðri í sér andanum. Hugur minn leitar til þeirra sem eiga erfitt og munu eiga erfitt við þessar erfiðu aðstæður.
Við sátum niðri í bæ áðan, gamla settið, og veltum þessu fyrir okkur. Við vorum á kafi í heimspekilegum vangaveltum þegar við hlið okkar lagði jeppi. Í honum var ungur maður og síminn hans hringdi um leið og hann stöðvaði bílinn. Hann opnaði hurðina og við heyrðum hann segja : ég er að leggja á planinu og er að koma. Svo skálmaði hann af stað með svarta skjalamöppu og áleiðis að banka þar í grennd. Spor hans voru óneitanlega þung og nokkuð táknræn, þau þyngdust eftir því sem nær húsinu dró.
Fólk æpir og heimtar hausa á fati ( ekki sviðahausa þó það væri við hæfi á haustslátrun) Ég skil ekki svoleiðis hugsunarhátt. Ég er viss um að menn gerðu sitt besta á hverjum tíma. Starfslokasamningarnir voru hins vegar ógeðslegir en af síðustu tíðindum má gera sér í hugarlund að allar slíkar stórfjárhæðir séu að mestu tapaðar í þessu ofviðri. Ég sárfinn til með þeim mönnum sem staðið hafa vaktirnar löngu undanfarið.
Ég vil ekki hlakka yfir óförum annarra. Það er ekki fyrir mig.
Einhver gæti samt túlkað það sem hér kemur næst sem "hlakk"
í fréttum dagsins mátti sjá Pétur Blöndal stika gráfölan inn í bankann sinn að aðgæta með sitt hlutafé, aðspurður sagðist hann ekki eiga neitt á bankareikningum. Oft hefur manni fundist hann skorta skilning á aðstæðum fólks sem lendir í hremmingum fjárhagslega. Fólk hefur óskað honum alls ills í örvæntingarfullri tilraun við að kenna manninum lexíu. Kannski fékk hann sína áraun núna, hver veit ?
Ég er hinsvegar aðeins að klúðra málum hvað varðar mig persónulega en þá er bara að hysja upp um sig og halda áfram þramminu í átt að ljósinu eina. Það er líklega eina vegaljósið sem ekki bregst.
Knús á línuna
Athugasemdir
Hæ þið.
Það er gott að eiga engar umfram eignir og/ eða peninga, þá gefst betri tími til að huga að fjölskyldunni og því sem skiptir máli.
Leitt að heyra hvernig fólk misnotar bloggið og eys úr sér óhróðri og skömmum, án þess að hugsa.
Höldum ró okkar og hugsum um það sem skiptir máli.
Knús, knús......
Marta smarta, 9.10.2008 kl. 01:03
lovjú stelpa
Hrönn Sigurðardóttir, 9.10.2008 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.