Flett ofan af óhroðanum

Það er best að ég geri almennilega og endanlega grein fyrir því hversvegna ég setti alla bloggvini mína út. Sagan er auðvitað ekki glæsileg.

Fyrir nokkru bættist hér við fítus í stjórnborðið sem heitir senda skilaboð, allt í góðu með það hélt ég. Þetta notaði ég nú ekki mikið, aðallega til að fíflast eitthvað í mínum andlegu tvíburum (Önnu og Hrönn)

Þegar ég var krakki þá unnu fæstar mæður okkar nágrannakrakkanna úti. Þær settust inn í kaffi hver hjá annarri og slúðruðu um hina nágrannana. Ég man að mér leið oft illa þegar ég rambaði inn á þessar kaffisetur kellinganna, enda ýttu þær okkur krökkunum eins hratt út og hægt var svo slúðrið kólnaði ekki við borðið.

Moggabloggið hefur tekið við þessu hlutverki

Ég hef verið að fá slík skilaboð hér í gegnum kerfið, ógeðsleg slúðurskilaboð frá ákveðnum bloggvinum um aðra bloggvini. Mestallt undir rós en það er sama, tilgangurinn er skýr.

Þessu helvíti neita ég að taka þátt í og eyddi öllum bloggvinum, saklausum sem sekum. Ég er uppkominn þolandi eineltis og einelti tek ég alls ekki þátt í.

Slík skilaboð eru ykkur sem þau sendið til skammar. Hér eiga allir að eiga sinn tilverurétt og það hefur enginn það vald að geta dæmt um hvort þetta eða hitt bloggið sé réttmætt.

Það getur enginn dæmt líf annars .

Þarna hafið þið það !

Ef einhver veit hvernig ég get lokað fyrir þessi innan kerfisskilaboð þá yrði ég þakklát fyrir að fá leiðbeiningu þar um. Þau virðast nefnilega virka enn í þessu bloggvinaleysi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég fylgist líka með öllum bloggvinum en bara í gegnum annan fítus. Ég ætla ekkert að missa af helling af góðu fólki sem ég hef verið í vínáttu við.

Ragnheiður , 7.10.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, mikið er ég heppin að hafa ekki lent í þessu. Er sammála þér, svona slúður er bara ljótt og mannskemmandi fyrir alla aðila. Ég er viss um að þegar þetta skilaboðakerfi var sett upp var ekki ætlunin að það yrði notað á þennan máta.

Ég veit líka hvar þú ert, elskan, og kíki alltaf reglulega í heimsókn til þín þótt ég kommenti ekki alltaf, fer eftir flýtinum á kíkkinu. 

Knús yfir hafið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.10.2008 kl. 17:12

3 Smámynd: Ragnheiður

Einmitt Auður mín

Já Gurrí mín kæra, knús yfir hafið til baka. Ég er svo aðeins á síðunni minni hinni.

Ragnheiður , 7.10.2008 kl. 17:26

4 Smámynd: Sigrún Óskars

slúður og einelti er algjörlega ólíðandi- punktur.

kíki á hina síðuna  knús yfir girðinguna

Sigrún Óskars, 7.10.2008 kl. 20:19

5 Smámynd: Ragnheiður

Knús til baka yfir girðinguna

Ragnheiður , 7.10.2008 kl. 22:55

6 Smámynd: Brynja skordal

úff ekki gott að fólk skuli voga sér að vera í svona sandkassaleik auðvitað hafa allir tilveru rétt hér á moggablogginu en sem betur fer hef ég ekki fengið svona skilaboð og vona að svo verði aldrei skil þig vel Ragga mín held áframm að fylgast með þér á báðum síðum knús inn í nóttina Elskuleg

Brynja skordal, 8.10.2008 kl. 01:26

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég var í nágrenni við þig í gær! (Sænsku kjötbollufabrikkunni) Hefði kíkt á þig hefði ég verið ein á ferð.

Knús á þig yfir fjallið (þau eru svo smitandi þessi knús yfir fjöll og girðingar )

Hrönn Sigurðardóttir, 8.10.2008 kl. 09:47

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....HÖF og girðingar! Varst þú að nota heilann? Eða var Anna með hann?

Hrönn Sigurðardóttir, 8.10.2008 kl. 12:15

9 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Vildi kvitta fyrir mig.. enþú segir satt........þetta á ekki að líðast .... við þekkjum fólk á svo mismunandi hátt eðlilega..........Kanski gæti góðvinkona mín verið að gera einhverjum skelfilega hluti :(       Bestu kv til þín

Erna Friðriksdóttir, 8.10.2008 kl. 16:56

10 Smámynd: Ragnheiður

Anna var að nota heilann, hún var í vinnunni þessi elska (as we weren´t)

Já það er satt Erna en slúður er ekki rétta leiðin til að finna að hegðun annarra

Ragnheiður , 8.10.2008 kl. 22:08

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvernig virkar þetta RSS eitthvað .......?

Geturðu séð mig þar?  

Hrönn Sigurðardóttir, 8.10.2008 kl. 22:27

12 Smámynd: Ragnheiður

Já ég sé allar nýjar færslur frá þér þar Hrönn

Ragnheiður , 9.10.2008 kl. 09:35

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hvernig stillirðu það þannig? Ég sé bara mínar.....

....kannski sjá allir bara mínar færslur? ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 9.10.2008 kl. 19:52

14 Smámynd: Ragnheiður

hehe já þetta er kannski of snúið til að útskýra það hér...hmm...sýni þér þegar við hittumst. Þegar verður búið að festa allt á Selfossi svo ég geti komið

Ragnheiður , 9.10.2008 kl. 20:10

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jamm við erum rétt að klára.... ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 9.10.2008 kl. 20:39

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Leitt að heyra af þessari misnotkun á athugasemdakerfinu, ég vona að þér gangi vel í þessari kreppu.  Ég tel mig vera heppna að skulda ekki of mikið, ekkert bílalán, og engin neyslulán. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.10.2008 kl. 00:43

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð Ragga mín, hélstu virkilega að þetta yrði ekki misnotað.
Slúður sem er eigi satt og slúður sem er satt er tvennt ólíkt.
Ég er búin að leita mér upplýsinga um að ef undir rós er talað þá geta moggamenn ekkert gert, en ef fólk er nafngreint og um helbera lygi er að ræða þá er lögreglan næst á dagskrá ef fólk vill.
Ég er með nafngreinda lygi á mig frá konu sem ég hef aldrei séð og hún ekki mig, geymi ég þetta vel því það gæti komið að því að ég yrði að nota þessi skilaboð. Það er nefnilega þannig að sumir halda að fólk trúi þeim og auðvitað gera margir það, en aðrir færa manni allt á silfurfati hver svo sem hvatinn er fyrir því og það vita allir sem ljúga upp á aðra til að upphefja sjálfan sig fá það í bakið seinna meir.
Það er rétt hjá þér þetta með morgunkaffi-kjaftaganginn hér áður og fyrr.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.10.2008 kl. 13:05

18 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef hingað til viljað trúa á það góða í fólki og ég verð hundsár þegar ég rek mig á að það virkar ekki.

Ég á líka það sem mér var sent

En nú er ég laus við þetta. Lokaði á það með aðstoð Moggans.

Ragnheiður , 17.10.2008 kl. 13:30

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það sama hér Ragga mín og mér er sagt að ég sé svo saklaus í þessum efnum, en þegar maður fær svona lagað á sig þá verður maður að gera eitthvað ef þetta snerti bara mig þá væri það öðruvísi en þetta snertir annað fólk líka og mun ég ekki láta það viðgangast ef þessu eigi linnir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.10.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband