Skringilegt kvöld

sat í rólegheitum í vinnunni þegar það fór að snjóa. Ég var að hlusta á forsætisráðherrann sem minnti mig helst á fornleifafræðing, endalaust að horfa til baka en ekki fram á veg. Það sló mig illa. Mér fannst hann vera óáreiðanlegur. Þorgerður Katrín hjólaði snyrtilega í Davíð Oddsson og spurning hvað verður úr því.

Svo fór að snjóa og um leið varð allt gersamlega brjálað að gera í vinnunni, ég hef sjaldan verið fegnari að sjá næturvaktina mæta en í kvöld en þá var nokkuð eftir að gera áður en ég kæmist heim. Aksturinn heim var eftir og ég er ferleg hálkuskræfa fyrst á haustin. Ég á afmæli eftir rétt aðeins rúmelga tvær vikur og ég er aldrei sátt við að sjá snjó fyrir afmælið mitt. Ég læddist heim á Krílmundi og hann skilaði gömlu sinni heim. Ég var að vísu með húsbóndann á heimilinu á gamla bílnum á eftir mér þannig að ég hefði seint orðið úti.

Fólk sýndi okkur kærkomna þolinmæði í kvöld og varð oft á tíðum að bíða lengi eftir sínum bílum en allt tókst þetta svona fyrir rest. Næturvaktin hryllti sig þegar hann sá glóandi línurnar og fékk þegar við mætingu einhverjar tíu óafgreiddar pantanir til að fást við.

Ég leit aðeins inn á bloggið og tók nærri mér fréttir frá kærri bloggvinkonu. Ég vona að hún fái styrk til að standa af sér þessa raun. Hún er að vísu jaxl en stundum fær maður nóg af áföllum og mér fannst hennar skammtur löngu kominn.

Ég fór í Laugarneskirkju í dag og naut kyrrðarstundarinnar sem aldrei fyrr, í skugga hörmulegs efnahagsástands og fyrirsjáanlegra erfiðleika í vetur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég varð vör við leigubílaskortinn, erfiðlega gekk að ná sambandi og löng bið eftir bílum.  En allt bjargaðist að lokum og ég sat ekki uppi með neinn kúnna.   Eftir lokun hjá mér.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.10.2008 kl. 00:55

2 Smámynd: Ragnheiður

Já hehe..þetta varð hið versta mál á tímabili. Það er vonandi skárra núna. Ég komin heim og annar tekinn við vaktinni niðurfrá...

Úff ég hata svona vaktir þegar ekkert vill ganga upp !

Ragnheiður , 3.10.2008 kl. 01:01

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég var að lesa um hana Guðrúnu vonandi gengur allt vel.

Þorgerður Katrín er hörkukona og mun ég eigi setja út á hana, vonandi fyrir flokkinn tekur hún forystuna, annars er mér alveg sama mun aldrei kjósa þá aftur.
Knús knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.10.2008 kl. 07:49

4 identicon

Mun seint kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en það eru töggur í Þorgerði og ætti flokkurinn ef eitthvað vit er í honum sem er nú líklega ekki að setja hana í formannsstólinn!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 08:41

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já ansi kemur veturinn snemma.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.10.2008 kl. 09:50

6 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Úff bara kallt en litli kúturinn minn var bara  glaður þegar hann vaknaði og leit út í morgun.

Eyrún Gísladóttir, 3.10.2008 kl. 10:36

7 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 3.10.2008 kl. 11:14

8 Smámynd: Sigrún Óskars

Já, ekki var ég ánægð með snjóinn. Þegar ég kom út af kóræfingu á fimmtudagskvöldið þá þurfti ég að skafa bílinn, ekki með neina hanska og í opnum skóm. Maður er ekki tilbúin svona snemma fyrir snjó og vetur.

Sigrún Óskars, 4.10.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband