Í dag hef

ég gert álíka lítið og í gær og ég er bara ánægð með það. Ég hef ekki einusinni lesið blöðin ! Stundum er ég föst í vanafestunni og líður þá eins og rollu fastri í girðingardræsu (geri ég ráð fyrir) nú eða þá blindum froski að elta haustlitina..hehe.

Ég hef samt farið bæði í Bónus og Fjarðarkaup. Það er eitthvað vesen á Bónus, mitt kaffi fæst bara ekki þar ! Náði mér í það í FK, ásamt fiski og dótaríi í kvöldmatinn. Með var dreginn Björn.

Núna er ég á leið í eldhúsið. Birni var troðið í það verk að þrífa ofninn og hann gerði það. Enda ekki hægt að sleppa úr greipum mömmu sem yfir manni stóð.

Mér finnst oft betra að fara ein að versla, þá kaupi ég bara það sem ég þarf að kaupa. Einhvernveginn læðist allur fj með í körfuna þegar húsbóndinn kemur líka með í búðir. Kallanginn minn, svo mikill ljúflingur og heimsmeistaragóður.

Launþeginn minn virðist bara ágætlega ánægður í vinnunni og er bara hinn mesti dugnaðarforkur, ég hafði sko ekki áhyggjur af systur. Hún er seig og hún er bæði dugleg og klár. (Sigga, leggðu bara umsamda upphæð inn hjá mér W00t)

Ég er glöð í hjarta og hef það alveg fínt. Það líða öðruhvoru yfir skuggar en þeir setjast ekki að hjá mér. Þeim er ekki leyft það. Ég hef margt til að gleðjast yfir, ég hef líka margt til að vera sorgmædd yfir en þá er það mitt frjálsa val. Ég nota það óspart.

Við megum búast við erfiðum fjármálavetri, nú þegar verður erfitt fyrir fólk að greiða af erlendum lánum. Fleiri fyrirtæki og eignarhaldsfélög munu verða í erfiðleikum. Þetta er hinn íslenski veruleiki. Það þarf að þola það. Ég hef ákveðið að vera ekki með áhyggjur af þessari stöðu mála. Ég mun samt fylgjast með þróuninni eins og flestir aðrir gera.

Farið vel með ykkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líka frí hjá mér í dag.Skúrað,skrúbbað og bónað og þveigið hér.Enda eru fríin oftast þannig hjá okkur húsfrúm.Knús á þig og snatana þína

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 19:03

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Líst vel á þetta frjálsa val, þarf að vera duglegri að nota það.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.9.2008 kl. 19:07

3 Smámynd: Marta smarta

Hæ þið.

Var einmitt líka að þrífa ofninn í dag. Tilbúinn fyrir baksturinn. Hvaða bakstur ???

Knús knús.

Marta smarta, 30.9.2008 kl. 19:26

4 Smámynd: Ragnheiður

Marta mín, þegar okkur dettur í hug að baka þá gerum við það, það er alveg nóg að láta sér detta í hug annað af tvennu

Ragnheiður , 30.9.2008 kl. 19:38

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flott þetta með frjálsa valið. Það þyrftu fleiri að tileinka sér.

Helga Magnúsdóttir, 30.9.2008 kl. 19:44

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef ákveðið að vera glöð.  Ég hlakka til vetursins, vorsins og sumarsins and on and on and on.

Bara gaman (enda eins gott).

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2008 kl. 20:34

7 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 30.9.2008 kl. 20:34

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gott hjá þér að slaka á. Þú átt það skilið. Það er líka gott að heyra að þú ert glöð í hjarta.

Með þessu í efnahagslífinu. við fylgjumst öll með. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.9.2008 kl. 20:36

9 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 1.10.2008 kl. 00:45

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.10.2008 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband