26 september 2008
26.9.2008 | 12:58
ó ég skrifaði 2007 í fyrirsögn, náði sem betur fer að laga það áður en ég varð mér opinberlega til skammar.. Skrifaði 2009 í vinnunni sl mánudag. Ég er ekki sérlega dagavillt, ég er áravillt !
Siv framsóknarkona segir að dómsmálaráðherra gangi um og kveiki elda. Getur enginn náð eldfærunum af kallinum ? Hann er alveg ferlegur orðinn. Ég þekki lögreglustjórann fráfarandi suðurfrá ekki neitt en mér hefur alltaf fundist hann fullur af eldmóði og með einlægan áhuga á starfinu sínu. Það tvennt gerir frábæran starfsmann. Nú er lögreglan suðurfrá meira og minna í fýlu og það kann ekki góðri lukku að stýra.
Eru aldurstakmörk á friðargæsluliðum ? Hvernig væri að senda B.B. til Afganistan í friðargæslulið ? Stilla honum upp á eitthvað horn með sinn inngróna fýlusvip og engum dytti í hug að gera nokkra skömm af sér þar í grennd af ótta við að þurfa að tala við B.B. Það má svo nota pappaútgáfur á önnur horn.
Eins og sjá má er ég ekki sæl með þennan dómsmálaráðherra. Mér finnst hann sífellt vera að skíta í nytina sína. Um leið og sjallarnir sjá að hann er dragbítur þá losa þeir sig við hann í eitthvað pent embætti sem ekki þarf miklar yfirlýsingar út á við, helst engar.
Eins og þið sjáið í kommenti við síðustu færslu þá eru líklega þessar 37 manneskjur sem skráðar eru í hagtölunum aðeins hluti þeirra sem fremja sjálfsvíg. Mörg sjálfsvíg eru skráð sem annað. En ef við hugsum bara um þessa opinberu tölu þá er þetta mikið mannfall. Ef svona margir færust við aðrar aðstæður þá yrði gripið til aðgerða. Þetta er falið vandamál, sumpart vegna þess að sársauki aðstandenda er svo mikill, þeim finnst þeir hafa brugðist sínum og ekki komið til aðstoðar. Ég get alveg staðfest að það er svo margt sem leitar á hugann við slíkan voðaatburð. Hvað gat ég gert ? Afhverju talaði hann ekki við einhvern ? og ótal fleiri slíkar spurningar.
Við þurfum að fara að taka á málefnum þeirra sem þjást af geðröskunum, þeirra sem þjást af fíkn. Finna leiðir til hjálpar. Við erum lítil þjóð og við megum ekki við þessu mikla manntjóni. Á bakvið hvern og einn er heil stórfjölskylda, sem er í sárum. Þetta snertir okkur svo mörg, við erum svo særð vegna þessa.
Guð geymi fólkið okkar sem ekki gat verið með okkur lengur, við munum alltaf minnast þeirra.
Athugasemdir
Takk fyrir þetta.
Ég get svarið það að þarna ertu komin með svarið. Setjum Björn í vitavörðinn eða veðurmælingarnar. Engin samskipti nema mors.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 13:10
Burt með Björn. Jói var sumarlögga á vakt með mér og er alveg ótrúlega klár og skemmtilegur náungi. Það er til skammar að þetta ráðherrafífl skuli komast upp með þetta.
Helga Magnúsdóttir, 26.9.2008 kl. 15:34
Hvernig væri að senda hann hreinlega út í Kolbeinsey?? Hafðu það gott mín elskulega vinkona.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 16:07
Veit nú ekki hvert væri best að senda hann, en hann verður að hverfa.
Hvað heldur hann eiginlega að hann sé?
Svo löngu sammála þér með að það þarf að ná til miklu fleiri sem eiga í erfiðleikum sama af hvaða toga það er.
Ég hef nú ætíð verið að blogga um þessi mál, og segi: ,, Þau haldast öll í hendur, misnotkun af öllum toga, einelti og geðraskanir."
Og þetta er staðreynd.
knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.9.2008 kl. 17:58
Ætlaði líka að segja að ég ætlaði að pára eitthvað um þetta í kvöld.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.9.2008 kl. 18:04
Já við erum lítil þjóð og allir eru mikils virði. Við megum ekki við að missa neitt, hvorki vegna fíknar eða geðvandamála.
Léttara hjal. Ég hef skrifað dagsetningu aftur í tímann, þegar ég er ekki orðin vön nýja árinu en aldrei fram í tímann.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.9.2008 kl. 19:13
Bestu kveðjur til þín Ragga mín og góða helgi.
Linda litla, 26.9.2008 kl. 19:47
Amen, sistah!
Hugarfluga, 26.9.2008 kl. 20:52
Tíðni sjálfsvíga er hærri, trúi ég. Eins og þú bendir réttilega á, þá eru sum þeirra flokkuð undir aðrar dánarorsakir. Hvert sjálfsvíg er hins vegar einum of mikið. Hrikalegt þegar ástandið er orðið þannig að viðkomandi lítur á svjálfsvóg sem lausn og líkn frá öllum þrautum. SPurning er hins vegar sú, hvernig má fyrirbyggja svo slæma líðan.
Hvað varðar ráðherran minnir hann mig alltaf á frostpinna maðurinn. Hann kemst trúlega upp með þennan gjörning líkt og sína fyrri. Það sama má segja um Sjálfstæðismenn í heild, þeir hafa verið það lengi við völd að þeim þykir sjálfsagt að semja eigin lög og leikreglur. Svei mér er ég styð ekki tillögu þína um að senda með friðagæsluliðum til Afghanastan. Það er kannski pláss fyrir hann í einhverri sjálfboðaliðssveitinni ef ekki er hægt að koma honum fyrir þar.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.9.2008 kl. 21:54
Hef ég sagt þér í dag hvað mér þykir vænt um þig?
Hrönn Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 22:26
Ekki alveg í dag Hrönn mín en áreiðanlega flesta aðra daga. Sömuleiðis !
Ragnheiður , 26.9.2008 kl. 22:30
Knús á þig Ragga mín, og takk fyrir frábæran pistil!!!! Kvitta alltof sjaldan, en batnandi fólki og allt það.... Susmé kvitt fyrir innliti, sem er daglegt brauð! Og ég styð heilshugar tillöguna um að senda kallkvikindið í friðargæslu til Afganistan! Vel geymdur þar, og gerir ekkert af sér á meðan!!!! Kjúklingastræti og teppabúðir væru sjálfsagt fínn geymslustaður fyrir hann!!!!
Hvað varðar sjálfsvígstölurnar, þá höfum við nú rætt þetta böl áður Ragga mín, og svo sem ekkert nýtt á ferðinni þar. Aldrei eru talin með sjálfsvígin á þjóðvegum landsins, svo dæmi sé tekið! Eða hægfara sjálfsvíg með flöskuna að vopni! Get sjálfsagt haldið upptalningunni áfram, en læt staðar numið hér! Knús á þig ljúfust!!!!
Berglind Nanna Ólínudóttir, 27.9.2008 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.