Jæja!

Búin að gera ráðstafanir með vandræðin í síðustu færslu, erþa nú vandamál !

Ók framhjá Fjölskylduhjálp í dag og þar gekk fólk áleiðis heim með poka. Þar eru vandamál. Mitt er eiginlega ekki vandamál, efnahagsleg beygla bara.

Ég get líka alltaf sagt af mér, eins og Jóhann lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ég fæ að vísu hvorki biðlaun né starfslokasamning en það eru nú bara baunir í skál.

Eldsneytið hefur hækkað gríðarlega, tryggingarnar eru að skila sér í hús og bara hér hefur það hækkar um 25000 á mánuði. Stöðvarnar hafa hækkað sín gjöld á bílstjórana og þessu verður ekki velt yfir á neytandann. Afleiðingin verður einfaldlega sú að menn munu fara að leggja inn leyfin í einhverjum mæli. Þjónustan skerðist og við það fækkar viðskiptavinunum enn meira. Svona verður þetta vítahringur sem engum verður til gagns.

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨

Var að koma úr viðgerðinni minni, það var ofsalega gott. Ég þarf að finna nokkuð stíft í þessu þessa vikuna, er aðeins stöðnuð í huganum. Það mun þó lagast.

Ég skrapp í klaustur í dag með Siggu systur, ofsalega notalegt að koma þar inn í kyrrðina. Við versluðum aðeins þar -ég fékk mér róðukross á vegg og talnaband.

Farið vel með ykkur.

Jenný 17 cm eru heillangir lagðir saman í eina röð Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, yfir lokasetningunni.

Þetta fer að verða dýrara hobbý en golf og laxveiðar, þ.e. að keyra leigubíl.

Dem, dem, dem.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 23:33

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Knús á þig Ragga mín. það er orðið allt of langt síðan ég heimsótti þig sem og svo marga aðra. Ég hef ekki gefið mér mikinn tíma í bloggheimum undanfarið.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.9.2008 kl. 01:36

3 identicon

Það er ekki gott að vera atvinnubílstjóri á þessum tíma, því miður.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 09:21

4 Smámynd: Linda litla

Úfff.... nú spyr ég eins og fávís kona.

 En hvar er klaustur í Reykjavík ?

Er hægt að versla af nunnunum ?

Linda litla, 25.9.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband