Fólksflutningar

urðu óvænt á árinu. Ég veit nú ekki hvort sagan mun líka þeim við Vesturheimsferðir á sínum tíma en það kemur þá í ljós. Mér skilst að allir vinir mínir (og það er flottur hópur) á Selfossi hafi flutt, óspurðir og óvart, eitthvað annað. Um er að kenna jarðskjálfta sem hristi þá til í vor, blásaklausa.

Annars fékk ég glaðning í dag Frown Mitt ástkæra tryggingafélag ákvað af sínum alkunnu almennilegheitum að senda mér reikning fyrir næsta ár. Hér eru tveir leigubílar á heimilinu.

Fyrir annan borga ég 294.000 á árinu en hinn leggur sig á 306.000.

Afsakið meðan ég grenja hérna Crying

Knús á Selfyssingana mína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það eru ekki bara kaupmenn sem misnota ástandið og klína auka krónum á verðið heldur eru tryggingarnar farnar að gera þetta líka....var það ekki á mbl um daginn að kona sem vinnur hjá neytendasamtökunum fékk rukkun vegna bílatrygginga og hafði þá reikningurinn hækkað um heilar 100.000 þúsund krónur á milli ára.... þið eruð ekki öfunds verð að standa í þessum bransa þessa mánuðina...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.9.2008 kl. 18:53

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er ákveðin í að flytja til baka!! Alla sautján sentimetrana

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 19:02

3 Smámynd: Dísa Dóra

hehe já maður flutti vísst aðeins.  Veit nú ekki hvort ég vil flytja til baka eins og Hrönn - allavega ekki ef það kostar annan skjálfta ó nei.

Dísa Dóra, 24.9.2008 kl. 19:05

4 identicon

Er að fara austur á Selfoss á föstudag, hef alltaf ratað í gömlu hverfin af gömlum vana og ætla rétt að vona að ég taki allar beygjur á réttum stöðum

Það verður fróðlegt að sjá þegar næsta tímabil af tryggingunum fara að detta inn. Það er eins gott fyrir ykkur að fara að hækka verðið hjá ykkur Segi ég sem tek aldrei leigubíl

Knús og klús

Ps. verð heima í kvöld.

Kidda (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 19:10

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er á móti tryggingarfélögunum.

Gat nú verið að Hrönnslan gerði mál út af skitnum 17 cm.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 20:08

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

17 cm hafa margt konuhjartað glatt, jenfól, sumar konur ástunda nægjusemi, sem betur fer.

En mikið óskaplega rekur þú 'trygga' leigubíla Ragga mín ...

Steingrímur Helgason, 24.9.2008 kl. 21:40

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ragnheiður mín.  Nú tekur þú smástund í það að rölta á milli tryggingafélaga og biðja um tilboð.  Ég get næstum því lofað þér því að sú vinna er vel borguð þegar upp er staðið.  Svo er bara að hoppa á það ódýrasta. 

Vink vink. 

Anna Einarsdóttir, 24.9.2008 kl. 21:51

8 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Helv.... tryggingar þær eru alltaf að hækka.

Anna Margrét Bragadóttir, 24.9.2008 kl. 22:02

9 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Það e sko ekkert gefið hér í þessu þjóðfélagi, allstaðar okur..

Kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 24.9.2008 kl. 22:09

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þarft ekki einu sinni að rölta! Tekur bara upp símann.......

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 22:13

11 identicon

 .TRYGGINGAR JÁ.Er hætt að blótaUrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 22:33

12 Smámynd: Helga skjol

Shit þvílík klikkun þessar tryggingar

Helga skjol, 25.9.2008 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband