Meira hugs

en vonandi skiljanlegri færsla.

Kær bloggvinkona fjallar um Alzheimer sjúkdóminn. 

Maður getur ekki valið sér sjúkdóma þegar ellin læðist að en ég vona heitt og innilega að þennan fái ég ekki. Ég skal tækla allt annað en það.

Alzheimer tekur sjálfið manns. Maður sjálfur hverfur smátt og smátt á braut, aðeins umbúðirnar eru eftir. Sjálfið manns sem skilgreinir mann og maður hefur eytt æfinni í að rækta og laga þannig að það sé eins nothæft og hægt er.

Ó þetta er svo miskunnarlaus sjúkdómur.

Getið þið hugsað ykkur nokkuð hræðilegra ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður getur víst ekki valið sér sjúkdóma svo mikið er víst.Samt lætur fólk eins og svo sé.Til dæmis þegar geðsjúkdómar og fíkn eiga í hlut.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Ragnheiður

Já það er satt Birna. Það eru líka afar erfiðir sjúkdómar og hafa bein áhrif á þetta sjálf sem ég er að tala um þarna.

Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 12:25

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk Ragga

Sigrún Jónsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:27

4 Smámynd: M

Hræðilegur sjúkdómur sem hefur erfið áhrif á aðstandendur líka. Það eru auðvitað allir sjúkdómar,en veit um mörg dæmi þar sem fólk er nær hjálparvana með sjúklingana heima fyrir og getur vart stundað sínu vinnu. Alls ekki hugsað nógu vel um þessa sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

M, 22.9.2008 kl. 12:33

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég held að Alzheimer hljóti að vera með hræðilegustu sjúkdómum sem til eru. Vera bara horfinn sjálfum sér og öðrum löngu fyrir dauðann.

Helga Magnúsdóttir, 22.9.2008 kl. 13:14

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að það hræðilegasta hljóti að vera aðstandendi.  Eftir því sem næst verður komist virðast margir sjúklinganna vera í sínum eigin heimi.  En að horfa upp á ástvinina tærast upp andlega hlýtur að vera skelfilegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 13:51

7 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Já þetta er skelfilegur sjúkdómur og bara allir sjúkdómar yfir höfuð. Ég vona bara það besta að ég fái þetta ekki.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 22.9.2008 kl. 15:26

8 identicon

Amma mín var með Alzheimer og vissulega var það hræðilegt...hún var með tómlegt augnaráð og hrædd á meðan hún var að veikjast, eftir að sjúkdómurinn gleypti hana ef svo má segja var hún yfirleitt alltaf hamingjusöm. Það var eins þegar ég vann eitt sumar á deild fyrir dement sjúklinga og þar á meðal nokkra alzheimer - þeim leið verst og voru erfiðust á meðan þau gerðu sér enn grein fyrir að eitthvað væri að en 2 konur sem voru alveg komnar út úr heiminum voru alltaf kátar og hressar. Verst fyrir aðstandendur.

MND er sá sjúkdómur sem ég hræðist mest, að það slökkni á líkamanum en ekki heilanum.

Kv, ein sem varð að skipta sér aðeins af umræðunni

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 16:17

9 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Við veljum okkur ekki sjúkdóma sem betur fer segji ég,,,,, og þessi sjúkdómur sem þú talar um  er alveg hræðilegur.

  Ég er með sjúkdóma sem að ég get ekki stjórnað en það spurði mig kona ein : til hvers ertu alltaf að fara til RVK í þessar rannsóknir ( mér fanst á henni að þetta væri nú óþarfi)     ..........veistu að mér varð hálf svara fátt,

mér fanst að ég væri bara aumingi með uppgerð eða ég veit ekki hvað

ég talaði við minn lækni og spurði þessara sömu spurninga, hann svaraði: Það verður að fylgjast með framgangi sjúkdómsins...... meira veit ég varla um mig í bili :)

Erna Friðriksdóttir, 22.9.2008 kl. 16:28

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það eru margir sjúkdómar skelfilegir, tek undir það að aðstandendur hljóta að þjást mest þegar sjúklingurinn er komin inn í sinn eigin heim.

Þetta sem Erna er að segja er afar algengt, fólk spyr svo asnalega, það á heldur engan rétt á svari.
Kærleik í umræðuna
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2008 kl. 16:54

11 identicon

Það eru margir sjúkdómar sem ég myndi ekki vilja fá. Þannig að kannski er það best að við getum ekki valið hvaða sjúkdóma við fáum.

Ég óttast soldið þennan sjúkdóm vegna ýmissa atriða en vona að ef ég fæ hann þá muni ég hafa kjark til að losa mitt fólk við að þurfa að upplifa mig með þann sjúkdóm.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 17:12

12 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Margir hafa líkt sjúkdómnum þannig að það sé líkt og að vera í fjötrum í eigin líkama. Það er rétt sem kemur fram hér að ofan, líðan einstaklingsins er verulega slæm á fyrstu stigum sjúkdómsins enda gerir hann sér grein fyrir því hvað er í gangi. Eftir því sem líður á sjúkdómsganginn og viðkomandi úr tengslum við raunveruleikan, virðist honum ekki líða illa, síður en svo. Á lokastiginu kemur oft erfiður kafli með miklum persónuleikabreytingum. Oftar en ekki skynjar einstaklingurinn margt í umhverfinu sem ógn. Á það bæði við um aðstandendur og ummönnunaraðila. Reiði og árásagirni getur því birst ásamt ótal mörgum öðrum einkennum. Þetta er gríðalega erfiður sjúkdómur, ekki síst fyrir aðstandendur.

Löngu orðið tímabært að opna umræðuna, Aæzheimar virðist vera víða feimnismál

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.9.2008 kl. 17:17

13 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir stórfróðleg innlegg, ég veit ekki mikið um þennan sjúkdóm og það þarf að ræða mun meira um hann.

Þakka þér sérstaklega Valgerður Ósk fyrir þitt reynsluinnlegg, vertu velkomin með þín álit hér hvenær sem þér hentar

Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 18:33

14 identicon

Amma mín var með Alzheimer lengi áður en hún lést. Hún var yndisleg kona en mjög döpur þegar hún fann sjúkdóminn vofa yfir. Seinustu mánuðina var hún alveg út úr heiminum og hált alltaf á dúkku sem hún kallaði barnið sitt enda missti hún 2 börn og þurfti að kyngja sársaukanum vegna aðstæðna. Ég held að sjúkdómurinn sé líka svolítið einstaklingsbundinn. Amma mín varð aldrei árásargjörn eða bitur. Hún varð sorgmædd fyrst en hennar seinustu mánuðir einkenndust af sorg líka því hún átti erfitt líf.

Þetta er hræðilegur sjúkdómur eins og flestir. Hin amma mín dó úr MND sem mér finnst persónulega enn verra að finna líkamann gefast upp en heilinn er í lagi.

Hafðu það gott elskan mín,

Svala

Svala Breiðfjörð Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband