Dagar víns (oj) og rósa

Ekkert hrifin af víni sko !

En í morgun hef ég verið áskrifandi að laununum mínum, hef nákvæmlega ekkert að gera í vinnunni. Hvað gerir kona þá ? Les alla fréttamiðlana sem tiltækir eru á netinu, les öll möguleg og ómöguleg blogg þrátt fyrir heitstrengingu um annað nýlega.

Rannsóknir dagsins hafa leitt í ljós vandkvæði við blogg.

Ég skrifa að sólin sé gul

Það fýkur í einhvern sem sá síðast blóðrautt sólarlag og leiðréttir mig af krafti.

Orðalagið er annað en upplifunin svipuð

Ef í harðbakka slær þá bloggar athugasemdarinn heilt blogg um mig sauðinn og gulu sólina mína. Þar ráðast inn til atlögu kvöldsólar og morgunsólarbloggarar. Alveg tjúll !

Nú hefur mér tekist að skrifa færslu sem enginn skilur.

Verði ykkur að því Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég skil alveg þessa færslu enda súpergáfuð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 11:54

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

haha! Ég verð að þykjast skilja líka! Annars lít ég svo ógáfulega út

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 11:56

3 Smámynd: M

Held mig gruni

M, 22.9.2008 kl. 11:59

4 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já Jenný, þú ert það.

Nákvæmlega Hrönn

Ætli það ekki M

Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 12:02

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Skil þig vel. Fólk getur verið alveg ótrúlega öfugsnúið.

Helga Magnúsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:08

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ó, jú, þetta er mjög skiljanlegt og segir allt sem segja þarf um bloggheima.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:19

7 Smámynd: Ragnheiður

Helga, ég blogga ekki öfugsnúin og kommenta ekki hjá öðrum þegar ég er öfugsnúin. Það ætti kannski að vera bloggregla nr 1 ?

Gurrí, já einmitt

Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband