Krummafótablogg

Blogg um blogg um blogg

 

Ég hef tekið aðra stefnu, ég lít ekki á forsíðu Moggabloggs. Eins og maður verður niðurdreginn af slæmum fréttum í fréttamiðlunum þá verður maður geðvondur og krumpaður í framan. Og það veit Guð að er ekki hið heppilegasta fyrir konu sem siglir hraðbyri í það að verða fimmtug.

Að sama skapi les ég heldur ekki tengingar við fréttir. Suma hef ég þó grunaða um að halda að þeir séu ótrúlega töff og öðruvísi bloggarar. Jú ég tek undir það, öðruvísi bloggarar en kannski ekki á góðan hátt. Tounge En það er þó smekksatriði.

Verst finnst mér svofelld hatursblogg sem beinast gegn ákveðnum hópum fólks. Það er bara ljótt að lesa og ég skil alls ekki þann hugsunarhátt sem er að baki. Getur fólk virkilega hugsað þetta og meint það ?

_______________

Ég hef fundið heilahlutana sem ég saknaði. Þeir eru samt staðsettir í góðum höfðum þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur. En mér tókst þó að skilja betur þegar mér dettur ekkert í hug - þá eru annað hvort Anna eða Hrönn að nota hina partana. Nú hef ég líka (og þær) brilliant afsökun yfrir vitleysunni sem upp úr okkur veltur....ha ha !

______________________

Í lokin vil ég fá vandlegt yfirlit um það sem hefur pirrað ykkur undanfarna 24 tíma og KOMA SVO!!

Þríbrot !! Búin að blogga þrisvar á vaktinni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

þetta flokkast undir stolið heilablogg!

Þekki ekki hugtakið pirr

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 19:35

2 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já en það gerir ekkert...það eru til tvær óbirtar útgáfur af þessu...þín og Önnu hehe

Ragnheiður , 16.9.2008 kl. 19:37

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krummafótablogg hefur pirrað mig ýkt síðan á sunnudag.

Og líka í dag þegar ég ræddi helvítis bloggin við konu sem ég þekki og kemur bráðum í kaffi.

Og enn pirra ég mig.  Ætli ég þurfi ekki að blogga um það.

Nanana

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 19:57

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönnsla er ekki krummafótarbloggari er það?

Nei hún er góð,  en ekki segja kellingunni það, hún þolir ekki mikið meira þessi dreifbýlisdúlla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 19:58

5 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 16.9.2008 kl. 20:16

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það hálfa er yfirdrifið nóg.    Hvílík lukka fyrir vini og ættingja að við erum ekki með heilann því þá myndum við bulla helmingi meira. 

Anna Einarsdóttir, 16.9.2008 kl. 20:30

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég var rosalega pirruð í dag þegar ég var að fara í vinnuna. Maðurinn minn hefur ekki þvegið af mér og ekki sótt fötin mín í hreinsun. Ég þurfti því að fara í blússu sem ég hata í vinnuna. Lét karlinn keyra mig svo hann gæti farið í hreinsunina og lét bunka af fötum af mér í stólinn hans svo hann gleymi ekki að þvo af mér.

Helga Magnúsdóttir, 16.9.2008 kl. 20:38

8 Smámynd: Mummi Guð

Rigningin hefur verið að pirra mig. Ég þoli alveg smá rigningu en þetta er too much. Á móti kemur að það er betra að fá rigninguna alla í einu og vera svo laus við hana í einhverja daga. En ég held að það muni ekki gerast svo ég ætla að halda áfram að pirra mig á rigningunni.

Mummi Guð, 16.9.2008 kl. 20:47

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Pirr pirr...........................nei það er ekkert sem pirrar mig þessa dagana en er hins vegar löngu hætt að lesa frétirnar á mbl. kannski er það þess vegna sem ekkert pirrar mig

Huld S. Ringsted, 16.9.2008 kl. 20:57

10 Smámynd: Signý

Hmm... Maðurinn sem keyrði á undan mér alla leiðina í vinnuna í morgun og var alltaf með helvítis stefnuljósið á pirraði mig gríðarlega.

Kaffið sem ég helti niður á mig pirraði mig líka nokkuð mikið... 

En það sem pirraði mig samt mest var að koma heim og *uppgötva* að ég hafði gleymt gemmsanum mínum í vinnunni, en þegar ég kom aftur í vinnuna og ætlaði að ná í síman sá ég að síminn var í hólfinu á milli sætana í bílnum... Ef manneskjur gætu sprungið... þá hefði ég sprungið á þeim tímapunkti

En... annars bara góð

Signý, 16.9.2008 kl. 21:30

11 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já ég blogga ekki um fréttir og reyni að særa engan. Sumt er best ósagt. Hafðu það gott. Hrabbyr í 50 uss ekki svo mikið

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.9.2008 kl. 21:40

12 Smámynd: Sigrún Óskars

Ekkert sem pirrar mig sem ég man eftir. Kannski er ég búin að drekka of mikið úr plastmálum  það þarf nefninlega að útskýra hvað kummafótablogg er

Sigrún Óskars, 16.9.2008 kl. 21:46

13 Smámynd: Ragnheiður

Krummafótablogg eru eintóm öfugmæli og vitleysa sem stangast á við mína einu réttu ríkisskoðun !

Ragnheiður , 16.9.2008 kl. 21:50

14 Smámynd: Brattur

... ég lenti í þeim ósköpum að fá ónýta apríkósu á sokkana mína... hún var lin og slepjuleg og flattist alveg út á hvítum og tandurhreinum sokknum mínum á hægra  fæti... þegar ég missti hana á tærnar á mig.... gul klessa á hvítum sokk... ... úff hvað  ég varð pirraður... þangað til ég komst í hreina sokka aftur...

Brattur, 16.9.2008 kl. 21:52

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já sko....... ég varð nett pirruð þegar ég tók fyrsta kaffisopann í morgun.  Kaffikönnudruslan tók upp á því að bila og hitaði ekki vatnið svo kaffið var ekki einu sinni volgt.    Nú þar sem ég vakna ekki fyrr en eftir kaffisopa, keyrði ég sofandi í vinnuna.  Þar bakkaði ég í stæði, as usual, og þar sem ég var sofandi, bakkaði ég á staur.    Hef aðeins einu sinni áður keyrt á svo þetta voru vissulega tíðindi.... og þó ekki .... því það sást ekki rispa á bílnum.  Síðan fór ég inn, fékk mér kaffi og þá varð allt gott. 

Anna Einarsdóttir, 16.9.2008 kl. 22:00

16 Smámynd: Brynja skordal

Er svo jákvæð þessa dagana þannig að ekkert pirr

Brynja skordal, 16.9.2008 kl. 22:12

17 Smámynd: Einar Indriðason

Öss.... Hvað ertu að kalla fram pirr hjá fólki? :-)

Annars ertu að snerta á einhverju, sem ég pældi í í sumar, þegar mestu lætin í Reykjavík voru í gangi.... hvernig umhverfið hefur áhrif á mann sjálfann, ef maður passar sig ekki.

Svo er það þetta með heilann ykkar.  Hvernig skiptist þið á?  Mætið þið reglulega á "heila-skipta" stofnunina og talið þar við hvítklædda afgreiðslupersónu, sem biður ykkur að fylla út umsóknareyðublöð?  Eruð þið á vöktum með heilann?  Koma tímar þar sem þið eruð hver um sig með ca. 1/3 af heila?  Ef ein ykkar stingur sig á títuprjón, finna hinar til?

Einar Indriðason, 16.9.2008 kl. 22:21

18 identicon

Ég er rosalega pirruð út í sjálfa mig,ætlaði að leggja mig í 45 mínútur en svaf í 3 og hálfan tíma. 

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:22

19 Smámynd: Ragnheiður

Einar ég er að gera við -sko bloggarana. Þeim líður nebblega miklu betur þegar þeir eru búnir að ausa úr sér pirringnum

Kidda

Þið eruð ágæt, svo sit ég og glotti að hremmingum ykkar, ég er slæmur vinur

Ragnheiður , 16.9.2008 kl. 22:26

20 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

Ég átti bara svo ósköp góðan dag í dag að ég á erfitt með að finna eitthvað pirrandi við hann. Kannski helst að íbúðin mín þrífur sig ekki sjálf  og jú eitt enn, ískápurinn minn er kannski að bila  en það er ekki í boði!!

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 16.9.2008 kl. 23:31

21 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

pirr pirr, ég gat ekki vakið soninn í skólann í dag, vonandi tekst það á morgun

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.9.2008 kl. 00:15

22 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kaffi já...........

Hljómar vel

Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 11:11

23 Smámynd: Rut Rúnarsdóttir

ussss hvað hávaðinn í rigningunni og vonda veðrinu fór rosalega í taugarnar á mér í nótt!!

Ég var líka mjöööög pirruð áðan þegar ég fór í búðina (samkaup úrval) að kaupa mér salatbar sem kostaði 300og e-h kr um daginn, svo þegar ég fer að borga þá kostar það núna rétt tæpar 450kr!!!!!  Ekki meira salatbar hjá mér.

En annars er ég hætt að vera pirruð núna

Rut Rúnarsdóttir, 17.9.2008 kl. 11:16

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekkert sem hefur pirrað mig, nema ef vera skildi veðrið í nótt, Gísli minn fór út 4.30 í morgun að festa sláttuvélina bjarga mublunum, hélt nú að hann mundi fljúga niður brekkuna með sláttuvélinni, en það slapp til sem betur fer.
Ekki veit ég hvernig ég færi að ef hans nyti ekki við í svona óveðri hann þessi elska heldur að ég fjúki frá bílnum og inn í þjálfun, sem eru 5 m. og ekur mér alveg upp að dýrum. ekki get ég verið pirruð út í það.

það sem aðallega pirrar mig er hugsanalaust þvaður í fólki, en það hefur nú held ég ekki gerst síðustu 24.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.9.2008 kl. 17:35

25 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku Ragga mín

Ps viltu gerast blogvinkona mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.9.2008 kl. 19:11

26 Smámynd: Hulla Dan

´'Eg er yfirleitt lítið pirruð, en síðustu klukkustundi, daga, vikur og mánuði er ég búin að pirrast ótrúlega mikið á ofnæmis kvefi sem er búið að vera að hrjá mig... Líka ótrúlega pirruð á læknunum mínum sem finnst þetta ekki stórmál eða þess vert að athuga það eitthvað nánar.
Grrrrr

Annars knús á þig

Hulla Dan, 17.9.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband