Einbeittur brotavilji

Endurspeglast í því að ég ætla að blogga AFTUR héðan úr vinnunni Blush

Þegar ég fer á veitingastað og er boðið upp á plastglas þá sný ég upp á mig og bið um glerglas. Ég hélt alltaf að ég væri svona snobbuð en þetta er greinilega ómeðvitað varnarviðbragð enda má heilinn í mér ekki við neinum skakkaföllum.

Til skýringar kemur hér afrit af frétt á www.ruv.is

Skaðlegt efni í plastglösum

Skaðlegt efni í plastglösum

Stjórnvöld í Kanada ætla að banna notkun á efninu bisphenol í plastglösum og matarílátum. Nýjustu rannsóknir benda til að efnið sé skaðlegt heilsu manna og geti m.a. valdið alvarlegum heilaskaða. Breskir vísindamenn hafa nú tengt notkunina á bisphenol í nytjahlutum úr plasti við alvarlega sjúkdóma hjá mönnum.

Bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin tilkynnti í gær að hún hefði skipað nefnd óháðra sérfræðinga til þess að endurskoða álit embættismanna stofnunarinnar þar sem segir að ekki sé ástæða til að amast við notkun efnisins.

Bisphenol er notað til að framleiða óbrjótanlegt plast sem notað er í mjólkurpela fyrir smábörn, vatnsflöskur, linsur, hjálma, sundgleraugu, búsáhöld, diska, leikföng, geisladiska og læknisáhöld. Efnið er notað í plast sem slegið er utanum matvæli og í bjórdollur og tannfyllingar.

Mikið af efninu kemst inn í blóðrásina þegar það lekur út í vatn eða annan vökva, eða mat sem geymdur er í plasti. Efnið er nú að finna í þvagi yfir 90% Bandaríkjamanna. Nýjar rannsóknir bandarískra vísindamanna sýna að efnið veldur skemmdum á heila og að það eyðileggur taugar sem tengja saman mikil vægar heilastöðvar. Þá sýnir ný rannsókn sem birt er í tímariti bandaríska læknafélagsins í dag að Bandaríkjamenn, sem hafa mjög mikið af bisphenol í líkamanum, séu í meiri hættu en aðrir að frá hjartasjúkdóma, sykursýki og lifrarsjúkdóma.

Bandaríska rannsóknarstöðin um eiturefni hefur lýst yfir áhyggjum að efnið geti skaðað þroska heilans og blöðruhálskirtils. Efnið líkir eftir hormóninu estrogen í líkamanum og talsmenn neytenda og umhverfisverndarsinna vilja að það verði fjarlægt úr matvælum og nánasta umhverfi manna. Matvæla- og lyfjastofnanir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins hafa til þessa fullyrt að hættulaust sé að nota efnið á meðan kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa komið í veg fyrir áætlanir um að banna notkun á efninu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta er nú ekki nýtilkomið...fyrir mörgum árum síðan var vakin athygli á þessu efni, og þá í tengslum við svokallaðar " tetrapak" umbúðir, sem notaðar eru t.d. utan um drykki eins og mjólk og ávaxtasafa.

Þá var einmitt komið inn á punktinn þinn um estrogen. Það fylgdi sögunni þá að ummerki þessa efnis væri meðal annars að finna í fiskum hafsins, og ylli einskonar kynbrenglun hjá ákveðnum tegundum fiska.

Gott að þetta er komið aftur upp á yfirborðið.

Haraldur Davíðsson, 16.9.2008 kl. 16:51

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...ég las "nefnd öldrunarsérfræðinga...." gúd gríf! Verð að hætta að lesa um plast

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 16:53

3 Smámynd: Ragnheiður

Já það er fínt mál enda óþarfi að láta eitra fyrir sér

Ragnheiður , 16.9.2008 kl. 16:55

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú gott að það sé endanlega verið að taka á þessum málum, enhvað skildi þessi óháða nefnd vera lengi að koma með sína umsögn.
vonandi sem fyrst.
Knús kveðjur Ragga mín

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband