Góður dagur
14.9.2008 | 15:53
enda hitti ég afar hamingjusaman frænda áðan, hann kom hér í fylgd móður sinnar til að sýna frænku bílinn sinn nýja. Strákur fær prófið 23 nóvember og hann er lengi búinn að telja dagana. Það birtir alltaf yfir öllu þegar þessi yndislegi sólargeisli birtist.
Steinar grunnaði nýja gluggann og það er allt annað að sjá hann. En ég þarf greinilega að mála einn stofuvegginn aftur. Kelmundur á til að elta ljósið um allt og upp alla veggi líka. Hann er búinn að sleikja vegginn þannig að hann er allur skellóttur fyrir ofan sófann. Asnaprik hann Keli.
Keli segir að mér hafi bara sjálfri verið nær að mála ekki með hærra gljástigi!
Ég á ekki von á að vera nógu dugleg að blogga til að halda athygli ykkar í vetur. Ég hef tekið nokkur skref fyrir sjálfa mig og þessi bloggsíða lenti utangarðs í skipulaginu. Það er auðvitað gangur lífsins, bloggarar koma og fara.
Ég fer þó líklega ekki lengra en það að í mig næst í emaili -en kannski ekki endilega samdægurs.
Munið ; Þolinmæði er dyggð
(fliss)
Farin- bæ
Athugasemdir
Þolinmæði þrautir vinnur allar sagði mamma oft við mig og ég mundi það þegar ég las síðustu orðin í þessu bloggi.
Frændi þinn er eflaust duglegur ungur maður, Hann er búinn að eignast bílinn strax. Til hamingju með þennan frænda.
Kelmundur, það finnst mér smellið nafn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.9.2008 kl. 16:11
Við fyrirgefum þér vitanlega. Samt væri ósköp gaman ef þú kíktir inn öðru hverju svona rétt til að segja hæ.
Helga Magnúsdóttir, 14.9.2008 kl. 16:42
Mundu hver á að vera í 1. sætinu. Þú sjálf! Ef þú minnkar bloggið hérna, til þess að byggja þig sjálfa upp... það er allt í lagi, við munum fyrirgefa þér það :-)
Svo er það hann Kelmundur... þú þarft að stranglega að banna honum að sleikja ljósastaura í frosti!
Einar Indriðason, 14.9.2008 kl. 16:47
Hann Kelmundur er kallaður ýmislegt og ansar öllu. Hann heitir fullu nafni Kelmundur Knúsibolla Steinarsson.
Einar, ég reyni að sýna honum hvað gerist ef maður sleikir ljósastaur í frosti
Ragnheiður , 14.9.2008 kl. 17:05
Sigrún Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 17:20
Helga skjol, 14.9.2008 kl. 18:17
Kristín Katla Árnadóttir, 14.9.2008 kl. 19:26
Hafðu það gott Ragga mín og gangi þér vel
Erna, 14.9.2008 kl. 20:26
gott að þú hugsir fyrst og síðast um sjálfan þig. en samt gaman ef þú kemur stundum inn og bloggar - þú ert svo ansi skemmtileg.
veit af þér í næsta húsi knús yfir.
Sigrún Óskars, 14.9.2008 kl. 22:30
Þú átt alltaf alla mína athygli! Ég er ánægð með að þú ert að taka þessi skref fyrir þig og vita skaltu að mér kemur til með að þykja jafnvænt um þig hvort sem þú skrifa einu blogginu meira eða minna
Hrönn Sigurðardóttir, 14.9.2008 kl. 22:33
Þið eruð mestu krúttin, það er alveg ljóst..Flottustu vinir sem hægt er að hugsa sér.
Ragnheiður , 14.9.2008 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.