Vondar hugmyndir, lumið þið á svoleiðis ?
11.9.2008 | 16:32
Öll höfum við gert skandal á einhverjum tímapunkti í lífinu og nú er kominn tími til að deila svoleiðis reynslu með hinum.
Ég er ekki að meina misheppnuð ástarsambönd eða slíkt enda þarf tvo í svoleiðis tangó...ein misvitur kelling er ekki nóg.
Sko þegar ég var tvítug þá fannst mér tilhlýðilegt að halda upp á afmælið enda komin með mann -barn og annað barn í smíðum. Ég bauð helling af liði og þar á meðal konum tveim sem þá höfðu ekki talast við í mörg ár. Allt kvöldið sátu þær eins og festar upp á þráð, önnum kafnar við að sjá ekki hina.
Hvað hélt ég ? Að þær myndi stökkva í faðmlög eins og þarna Heathcliff og hvaðhúnhétkonanþaráheiðinni ?
Í áraraðir á eftir spurðu þær mig alltaf þegar ég bauð þeim heim hvort HIN yrði þar.
Þetta er baneitraðasta hugmynd sem ég hef fengið ....
Hver er þín versta hugmynd ?
Athugasemdir
hvaðhúnhétkonanþaráheiðinni hét Kata, amk í íslensku útgáfunni.. Lengi vel hélt ég að hún héti Akadí, fannst fr. Bush allavegna syngja það lengi vel!
Mín versta hugmynd..... þær eru svo margar, mætti halda að ég fái eina slæma hugmynd á mótti hverri góðri...
E.R Gunnlaugs, 11.9.2008 kl. 17:11
Ég veit ekki hvar ég á að byrja þannig að ég sleppi því að þessu sinni af því ég er að elda kvöldmat.
Annars finnst mér þetta bara dúllulegt af þér, ég meina af hverju gátu þær ekki sæsts?
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2008 kl. 17:28
Þegar stórt er spurt verður fátt um svör Veit að ég hef framkvæmt margar vitlausar hugmyndir þó svo að ég muni ekki eftir þeim.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 18:12
Hmm manni hefur nú dottið ýmislegt misgáfulegt í hug. En það sem kemur lang fyrst upp í hugann ef ég hugsa um slæma hugmynd þá er hún frá árinu 1998 þegar mér datt í hug einn sumardag að flytja á Akranes viku seinna. Þá var ég 17 ára og vissi allt og pabbi vissi ekkert... þangað til annað kom í ljós.
Hjördís (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 18:42
Ég man baaaaaara eftir góðum hugmyndum. Held að ég sé þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa steingleymt öllum lúðalegum hugmyndum sem ég hef fengið á lífsleiðinni. Ef ég man eitthvað fljótlega, þá kem ég aftur og kommenta.
Anna Einarsdóttir, 11.9.2008 kl. 19:55
Ég sé bara ekkert að því að bjóða þeim báðum, ef þér líkaði við þær og langaði að hafa þær í afmælinu þá auðvitað bauðstu þeim báðum. Það er svo þeirra mál að takast á við það að geta ekki talað við annað fólk. Slíkt er algerlega þér óviðkomandi.
Kristjana Bjarnadóttir, 11.9.2008 kl. 20:31
Jamm ég er líka svo gleymin - sem betur fer...... ég man bara eftir góðu hugmyndinni minni! Ég hef fengið svo góða hugmynd að hún er ekki prenthæf!! Ég segi þér hana þegar við hittumst......
Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2008 kl. 20:52
Ef tú spyrd mig fæ ég bara endalaust mikid af frábærum hugmyndum, sem ég framkvæmi yfirleitt umsvifalaust. Ef tú spyrd hins vegar pabba minn eda mømmu eru tau ekki sammála mér.
Mér finnst tín hugmynd ad bjóda bádum konunum heim t.d sérdeilis gód og dásamleg hugmynd. Leitt ad tær gátu ekki hunskast til ad haga sér.
Knús á tig
Hulla Dan, 11.9.2008 kl. 21:30
ég er eins og hinir, man bara eftir góðu hugmyndunum
Sigrún Óskars, 12.9.2008 kl. 22:59
Það er margt í mínum "slæmuhugmyndasjóði" og "klúðursjóði" .. held ég hafi kannski lifað full sterkt eftir lífsmottóinu mínu "Sá sem aldrei gerir neitt, gerir heldur aldrei mistök" ... Læt oft vaða og er alltaf (yfirleitt) sú fyrsta sem réttir upp hönd ef á að gera eitthvað klikk! .. Þarf að leggja höfuðið í bleyti ... eða líklegast var ein mín versta og um leið besta hugmynd að fara í fimm daga reiðtúr yfir Kjöl - en ég hafði aldrei setið hest áður.
Ferðin var fyndin ... svo ekki sé meira sagt, en heil kom kona heim, þó að með í för hafi verið konur sem eiga Hestasirkus í henni Flórída og voru að pæla í að bjóða mér að vera með atriði, þar sem ég hafði víst verið býsna fyndin á baki (en hékk þó).
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.9.2008 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.