Borgarstjórinn í Reykjavík
11.9.2008 | 10:31
hefur ekki farið í lýtaaðgerð. Þetta sá ég á einhverjum vefmiðlinum í morgun. Mér varð hugsað til hina fyrri borgarstjóra og það veit sá sem allt veit að um næga borgarstjóra hefur verið að ræða. Ekki minnist ég þess að gert hafi verið að umtalsefni mögulegar lýtaaðgerðir á þeim. Þá er spurningin þessi ; eru það karlar sem eru að spá í þetta ?
Það er ég viss um að er ekki. Það eru konur sem eru að spá í útlit borgarstjórans. Það er bara einfaldlega horft allt öðruvísi á konur en karla í opinberum embættum.
Það er asnalegt.
Athugasemdir
Sammála!! Ferlega asnalegt!! Hverjum dettur svona vitleysa í hug?
....en mundirðu eftir þeim öllum? Borgarstjórunum....?
Getur einhver þulið þá upp með nafni - í stafrófsröð og eftir kennitölu - þá borgarstjóra sem hafa dunið yfir síðustu........ tjah...eigum við að segja fjögur árin?
Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2008 kl. 10:41
Já það er asnalegt og hvernig var þessi frétt um að hún hefði farið í lýtaaðgerð. þætti nú gaman að vita það.
Knús í daginn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.9.2008 kl. 11:30
Er sammála þér, það eru örugglega konur sem eru að velta sér upp úr útliti fólks.
Kv inn í daginn.
Linda litla, 11.9.2008 kl. 12:09
Sá sem getur þulið upp alla borgarstjóra í borg óttans frá síðustu kosningum án þess að draga andann á að fá verðlaun. Það á jafnframt að hvetja viðkomandi til að stunda íþróttir. Úthaldið mun vera mjög gott.
Góðan daginn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2008 kl. 12:19
Siv Friðleifsdóttir lýsti því nú einu sinni yfir að feitar konur ættu ekkert erindi í stjórnmál, því konur sem ekki gætu stjórnað þyngd sinni gætu varla verið merkilegur pappír og ekki hægt að treysta þeim í ábyrgðarstöður.
Helga Magnúsdóttir, 11.9.2008 kl. 12:44
Það er kanski ekki verra að hafa útlitið með sér..en þó held ég að það geti kanski verið að trufla málfærsluna hjá viðkomandi...ástæðan..vegna þess að áheyrendur væru kanski meira með hugann við útlitið en ekki innihald ræðunnar...
Agný, 11.9.2008 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.