Hvað finnst fólki um
8.9.2008 | 20:59
þessa ritskoðun sem er í gangi hér á blogginu.
Sjá t.d. hérna www.blekpenni.blog.is
Hún hefur ekki verið einn minna bloggvina en ég hef oft lesið síðuna hennar, ekkert sammála henni í öllu en þó frískleikablær á síðunni hennar oft á tíðum.
Veit einhver hvernig svona virkar ? Afhverju missir fólk möguleikann á að tengja við fréttir ? Hvað veldur ? Kvartanir ? Frá hverjum og hvernig ?
Ég var að breyta aðeins hérna hjá mér....setti inn aðra mynd (me on a bad hairday) og tók út ræðuna í höfundarboxi...aðeins að skapa smá fjarlægð við netið.
En endilega..deilið með mér skoðunum ykkar á ritskoðun.
Svo eitt enn, tengi einhver við frétt og fer eitthvað útaf sporinu í færslu sem um það fjallar, er það virkilega frágangssök ? Verður hvert orð í færslunni að víkja nákvæmlega að frétt þeirri sem tengt er í ?
Má ekki segja sem svo....tengt í frétt og svo kemur kannski skemmtisaga frá viðkomandi bloggara um Gróu frænku sem lenti svo nákvæmlega í svipuðu ?
Búa til umræður um viðkomandi fréttir ....
Hvað má hérna !?
Athugasemdir
Nei um þetta veti ég ekkert. En mikið er kisan sæt. Einu sinni varstu hross og nú lítil sæt kisa
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.9.2008 kl. 21:16
Veit ekki hvernig svona virkar.
En sæt kisan á myndinni.
Knús til þin.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 8.9.2008 kl. 21:22
Hehe já svona er þetta, ég skipti milli dýrategunda upp á kraft - langar að hvíla mig aðeins á sjálfri mér hér. Bloggvinirnir vita samt alveg að þetta er ég.
Ragnheiður , 8.9.2008 kl. 21:22
Blekpenni er frábær húmoristi og þetta moggadæmi er hneyksli
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.9.2008 kl. 22:12
Ég skil ekki af hverju henni er bannað að blogga við fréttir á meðan hér fá að vaða uppi bloggarar sem eru sumir hverjir svo kjaftforir og orðljótir að það er stranglega bannað börnum og viðkvæmum sálum.......
....eins og mér.
Anna Einarsdóttir, 8.9.2008 kl. 23:02
Ragga mín ég er búin að vera í bloggpásu og hef ekkert verið að fylgjast með. En eitthvað er ég ekki sátt við þessar aðgerðir stjórnenda moggabloggs. Núna ætla ég að kíkja aðeins á kertasíðuna hans Himma þíns og bjóða þér góða nótt með ljósinu hans
Erna, 9.9.2008 kl. 00:24
Sæt kisa.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.9.2008 kl. 01:11
Kisan er æðisleg en sakna að sjá ekki myndina þína.
Þetta moggadæmi er nú stórskrýtið mál, ekki gat ég séð neitt gróft hjá blekpenna.
Knús á þig og eigðu góðan dag
Elísabet Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 08:33
Já mér finnst þetta skrítið mál og hverjir kvarta? Ég hef ekki lesið bloggið hennar að staðaldri en finnst þetta algjör óþarfi, eru þeir kannski að reyna að losna við bloggara svona yfirhöfuð.
Myndin af þér er nú greypuð í höfði mér, en mundi samt vilja hafa hana.
Kisulóran er sæt.
Knús Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2008 kl. 08:42
Mér finnst þetta ekki snúast um ritskoðun heldur þann leiða sið margra moggabloggara að tengja hugleiðingar sínar útí bláinn við einhverja frétt sem snýst svo um eitthvað allt annað. Og auðvitað getur maður valið hvað maður velur að skoða, en það er ekki óeðlilegt að maður haldi að það sé verið að ræða frekar fréttina ef tengt er við hana. Hugleiðingar moggabloggara eru þeim auðvitað í sjálfsvald sett en ég upplifi þá sem tímaþjófa þegar þeir tengja þær við fréttir.
Þessi umræddi moggabloggari er reyndar ekki að mínu skapi vegna leiðinda orðbragðs og stæla sem ég tengi á engan hátt við húmor. Ég get hins vegar alltaf valið að sleppa því að lesa síðuna hennar og er valið mér enn auðveldara nú þegar henni er ekki lengur leyft að tengja við fréttir.
Takk fyrir bréfið um daginn Ragnheiður. Áfram þú.
Æsa (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 09:43
Ritskoðun af þessu tagi er fáránleg, og ekkert annað en undirlægjuháttur við einhverjar rétthugsunar-klöguskjóður........
.....þetta er bara blaðamannarígur í Árna, enda er Helga mun betri penni en hann....
Haraldur Davíðsson, 9.9.2008 kl. 09:57
Ég las aðeins hjá henni eftir að hafa lesið það sem þú skrifaðir og ég held nú að maður hafi séð margt verra en þetta.
Helga Magnúsdóttir, 9.9.2008 kl. 10:51
Flott mynd
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 12:32
Sæl, bara að láta vita að ég er á lífi, ætla að kíkja á þetta umrædda blogg!!
Ylfa Lind Gylfadóttir, 9.9.2008 kl. 13:35
Flott mynd af kisunni.
Kristín Katla Árnadóttir, 9.9.2008 kl. 17:24
Ég las hjá henni og er ekki alveg að fatta afhverju var lokað hjá henni.
Sæt kisa,en sakna myndarinnar af þér ;)
Hafðu það gott mín kæra
Anna Margrét Bragadóttir, 9.9.2008 kl. 18:56
Spennandi að vita hvað kemur út úr þessari umræðu! Vissulega er blekpenni stundum beinskeytt í sínum skrifum!
En hver er dómarinn? Hvar eru mörkin?
Knús á þig kelli mín
Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 20:53
Ég er búin að liggja yfir blogginu hennar Helgu, las allt það sem ég hafði ekki lesið áður og verð að seigja að ég á ekki til orð. Á hvað er verið að loka?? Nú er ráð hjá moggabloggi að ráða mann sem les yfir öll blogg áður en þau eru birt eins gott að ég sagði ekki allt sem ég vildi í færslunni minni í dag knús á þig Ragga mín
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 22:27
Langaði bara rétt sem snöggvast að senda þér knús Ragga mín. Segi annars eins og margir aðrir hafa sagt: Kisan er sæt en ég sakna þess líka að hafa ekki myndina af þér.
Tína, 10.9.2008 kl. 09:46
Mér finnst nákvæmlega ekkert að þessari meintu "ritskoðun". sem er reyndar ekki ritskoðun, þar sem blogginu hennar hefur ekki verið lokað. Ef fólk getur ekki farið eftir notendareglum Moggabloggsins, sem það sjálft samþykkir þegar það opnar blogg hérna, þá getur það sjálfu sér um kennt.
Reglurnar m.a. fela það í sér að fólk eigi ekki að tengja óviðkomandi færslur við fréttir. Fyrir utan það að fólk á ekki að brjóta hegningarlög. Mér hefur sýnst Helga Guðrún margbrjóta þetta fyrrnefnda og a.m.k. dansa á línunni með það síðarnefnda, þó að ég nenni reyndar ekki að lesa bloggið hennar oft.
Svala Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.