Sumir dagar

eru asnalegir en það er allt í lagi. Næst þegar ég fer út þá ætla ég að muna eftir að kveikja á heilanum áður en ég æði af stað.

Sat eins og sá sofandi sauður sem ég er við Sögu í dag og tók ekki eftir stærstu gerð af rútu sem varð að brölta upp á eyju. Kunningi minn var á öðrum Kynnisferðabíl þarna hinu megin við og kom og skammaði mig....Errm Ekki veit ég hversu trúlegt honum fannst að ég sá ekki þennan fjórtán metra langa bíl.......

Svo kom farþegi sem var að flýta sér. Ein ljósin sem ég tróðst yfir í umferðinni voru orðin....ehhh....öhhh.....svona appelsínugul. Þar er myndavél. Ég horfði á hana og hún gerði ekkert, augun hvörfluðu niður staurinn og þar sat mótorhjólalögga...Blush Ég sá hann náttlega ekkert frekar en 14 metra rútuna rétt áður...og beið eftir að hann elti mig upp og skammaði mig í formi sektarmiða.

Það gerðist ekki. Ég slapp. Með skrekkinn Errm

Annars hef ég eytt deginum mest í borðalagða menn. Það er hressandi fyrir konur eins og mig - men in uniform jú sí  Halo Steinar af síðunni minni ! Cool

Annars er ég góð, vetrarplanið er að smella saman og ég er ferlega góð bara...dadída..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta heitir að fara yfir á bleiku samkvæmt sumum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 20:13

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hva...... smá rúta.  Maður getur nú ekki séð allt. 

Anna Einarsdóttir, 8.9.2008 kl. 20:32

3 identicon

Hvernig er nú hægt að ætlast til þess að maður sjái allt alveg sammála Jenný, þetta heitir að fara yfir á bleiku. Ekkert til að hafa áhyggjur af.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband