Þótt þú langförull legðir

sæmundur í afganistanOg hér er óneitanlega ferðalangur dagsins kominn, með nafn fyrrum eiganda á nebbanum og hliðunum. Þessi bíll er í Afganistan.

Mér hefði nú þótt betra að hafa M númerið á honum áfram en það verður ekki á allt kosið í þessu lífi.

Ríkissjónvarpið olli mér nokkrum vonbrigðum áðan. Þeir voru með þátt helgaðan minningu Sigurbjörns Einarssonar og mér fannst þessi þáttur alls ekki nógu vel unninn. Það hefði verið hægt að setja upp svo miklu skemmtilegri þátt. Af nógu er að taka á langri ævi Sigurbjörns.

Í mínum huga og svo margra annarra var hann mesti andans maður sem uppi hefur verið. Ég hlustaði á þessi ræðubrot sem þó voru flutt og fannst mikið til koma og saknaði þess að hafa ekki haft á því skárra vit sem barn að hlusta á hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það var mikil ró yfir mínum skjólstæðingum í kvöld, þökk sé hr. Sigurbirni.

Sigrún Jónsdóttir, 7.9.2008 kl. 23:50

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég hlustaði á Sigurbjörn og fann visku í orðum hans eins og venjulega. Hugsaði um orð hans og fannst viska í þeim.

Titill bloggs þins minnir mig á míns elskuðu ömmu sem söng lag með þessum titli ásmat systur sinni og það á ég á geisladiski núna. 

Rúturnar minna mig á minn mann sem hefur keyrt hjá Sæmundi. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.9.2008 kl. 00:06

3 identicon

Knús á þig kæra

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 00:17

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Sigurbjörn biskup var ábyggilega einn af fáum prestum sem virkilega var trúaður og bar umhyggju fyrir kirkjunni, og söfnuðunum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.9.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband