Yfirlit og tilhlökkun

Litið yfir liðna viku :

eyddi 2 fyrstu vikudögunum í að klára ákveðin verk á heimavelli svo þau þvældust ekki fyrir mér um helgina. Það tókst með sóma.

Miðvikudagur.

ég fór að keyra og lenti í tímahraki undir kvöldmat. Steinar var seinn heim með matinn sem ég átti að elda og tók upp á að bjóða tveimur herrum í mat. Shit...og ég átti að vera komin allt annað klukkan 20. Ég setti Íslandsmet í hraðeldun og áti og slapp þangað sem ég ætlaði mér. Eldhúsið var skilið eftir í tómum voða enda lagaði Steinar það bara áður en ég kom heim.

Fimmtudagur

Einhver andvaka truflaði mig og ég sofnaði allt of seint. Fór þar af leiðandi ekki á fætur fyrr en stuttu áður en ég átti að vera komin í Laugarneskirkju, skrapp eldsnöggt í vinnuna til Steinars og eyddi 2 tímum svo í kirkjunni. Alveg endurnærð á eftir. Ók svo aðeins og settist á símavakt um kvöldið eftir sumarfríið.

Föstudagur.

Hentist á fætur um 9, ætlaði ekki að láta nappa mig í bólinu þann daginn. Fór að keyra og fór í hádeginu með Öldu og Lalla á fund með læknateyminu. Alveg ágætar niðurstöður þar. Hélt svo áfram að keyra fram að kvöldmat. Þá passaði að koma sér á vaktina og henni lauk ekki fyrr en 2.30 um nóttina. Eftir smákrók á heimleið þá slapp ég í "sengen" og bara dó......

Laugardagur

Vaknaði ekki fyrr en klukkan hringdi í hádeginu. Dreif mig á fætur, ákveðin í að horfa á útför Sigurbjörns Einarssonar biskups áður en ég mætti í vinnuna. Falleg, látlaus athöfn og mér tókst að láta af einni gamalli kergju síðan ég var barn í Laugarnesi. Það er ágætt að losa sig við leiðindin smátt og smátt. Ég verð orðin helvíti góð sjötug. Leiðindalaus !

Fór í vinnuna 15.30 og átti fyrir höndum langa vakt fram á næsta morgun. Það gekk allt að óskum. Fólk eins og það er þegar það hefur hvolft í sig efni sem felur þeirra eigin persónu á bakvið móðu. Ekkert betra eða verra en vant er.

Fegnust í heimi þegar ég komst heim í rúm.

Sunnudagur

Hangi hér og dettur ekki skárra í hug en að blogga í dagbókarstíl. Hló mig máttlausa af bloggi Hnakkusar áðan, nenni ekki að smíða tengil en hann má m.a. finna hjá www.skessa.blog.is í tenglum. Færslan sem ég skemmti mér svona vel yfir heitir ; að fá Stein inn um gluggann.

Steinar skrapp út í rokið með prakkarana tvo og lofaði að halda sér vel í þá, hér er rok.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Við skulum vona að prakkararnir haldi fast í Steinar svo að hann fjúki ekki á haf út

Huld S. Ringsted, 7.9.2008 kl. 19:01

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gaman að fá að smá innlit á þitt daglega líf.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.9.2008 kl. 19:02

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2008 kl. 19:22

4 Smámynd: M

Sunnudagurinn hefur verið kærkominn eftir annasama viku ;-)

M, 7.9.2008 kl. 19:36

5 identicon

Er þetta andleysi að ganga? Mér gengur allavega eitthvað lítið að finna eitthvað til að blogga um þessa dagana.

Kær kveðja!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 20:07

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hnakkus er bara séní.

Knús á þig.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2008 kl. 00:17

7 Smámynd: Tína

Úffffffff greinilega nóg að gera hjá þér. Vonandi hefur þú samt enn tíma fyrir sjálfa þig.

Kram og knús á þig Ragna mín.

Tína, 8.9.2008 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband