Nýr bloggvinur

Mitt í öllum asanum í liðinni viku þá eignaðist ég nýjan bloggvin. Ég rakst á færslu sem snerti mig inn að hjartarótum enda þekki ég málaflokkinn vel.

Þau mál sem hún fjallar um eru ekki á könnu hins opinbera. Við hinsvegar , almenningur, getum lagt okkar af mörkum til að breyta þeim með öðru viðhorfi. Mín skoðun er amk sú að rót eineltis sé sá skortur af umburðarlyndi sem við berum sjálf gegn hvert öðru. Barn sem heyrir sífellt lagt illt til annarra lærir dómhörku. En auðvitað geta verið aðrar ástæður fyrir að börn leggja önnur börn í einelti og níðast á þeim.

Síðan mín er stillt þannig að bloggvinir sjást ekki á henni en ég sé í innviðunum allar nýjar færslur.

Mig langar því að biðja ykkur að smella á bloggvináttu við Ingibjörgu Helgu Baldursdóttur og leggja ykkar af mörkum í umræðum um einelti. Við megum ekki missa fleiri ungmenni.

Ingibjörg Helga

Ef linkurinn að ofan virkar ekki.

(www.ingabaldurs.blog.is)

Mér er fullljóst að það er ekki sunnudagur en ég náði að eignast smástund útaf fyrir mig akkurat núna.

Hjalti minn varð fyrir slæmu einelti í skóla. Að taka á móti barni sínu blóðugu, niðurbrotnu og grátandi úr skólanum dag eftir dag er ofsalega erfitt. Það er líka erfitt að finnast maður standa aleinn í þeirri baráttu.

Gerendur eineltis eru ekki minna slasaðir á sálinni. Þeim þarf eflaust að hjálpa líka til að þeim líði ekki svo illa að það þurfi að bitna á öðrum. Margir foreldrar trúa ekki að börn þeirra eigi svo slæmar hliðar til.

Það er ekki lausn að henda fórnarlambinu úr skólanum. Það hefur ekki þrek til að byrja upp á nýtt.

Fyrirgefið ef þetta er sundurlaust. Ég hef ekki nógu góðan tíma núna til að semja pistil um einelti. Ég er samt að reyna og þið verðið að taka viljann fyrir verkið.

Hugsið um þessi mál


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já takk fyrir að láta mig vita...hlekkurinn er ónýtur en ég laga hann snöggvast

Ragnheiður , 6.9.2008 kl. 12:52

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Einelti er  með því ljótasta sem ég veit um.

Kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.9.2008 kl. 14:22

3 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Svo rétt hjá þér Ragga, hún Inga er hetja dagsins í dag og ætla ég mér að styrkja hana eins mikið og ég get, enda með ansi mikla lífsreynslu í þessum málum, því miður :-(

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 6.9.2008 kl. 16:00

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yngri sonur minn varð fyrir einelti í skóla og það er ein versta lífsreynsla sem ég hef lent í, hvað þá hann.  Þau sár sem verða til vegna eineltis eru lengi að gróa og stundum gróa þau ekki.

Sigrún Jónsdóttir, 6.9.2008 kl. 16:40

5 identicon

Veistu Ragga, ég upplifði þetta sjálf í skóla. Það byrjaði hjá kennaranum mínum, sem fékk ekki lán hjá pabba en hann var útibússtjóri á þeim tíma. Henni fannst það góð hugmynd að taka það út á mér og svo fylgdu auðvitað krakkarnir í kjölfarið.  Hún var virkilega vond manneskja.  En ég er sem betur fer búin að vinna á þessu máli síðan þá, en það var ömurlegt að ganga í gegnum allann skólann svona.  Ég var 9 ára þegar þetta byrjaði.

Ég ætla að reyna að komast inn á síðuna hjá henni.

Takk fyrir þetta.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 16:44

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Einelti á ekki að eiga sér stað.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.9.2008 kl. 17:50

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir að benda á þessa síðu, þekkjum mörg einelti af eigin raun, gekk í gegnum slíkt sem unglingur og tvö af  börnum mínum líka. Misjafnlega mikið. Knús á þig góða kona.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.9.2008 kl. 23:18

8 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 23:52

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Tvö af börnunum mínum hafa lent í slæmu einelti, ég óska engum þess að þurfa að ganga í gegnum svoleiðir hörmungar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.9.2008 kl. 02:10

10 Smámynd: Tína

Hann Kristján minn lenti í svona slæmu einelti eins og hann Hjalti þinn. Að vissu leyti leiddi það til góðs þar sem við fluttum austur á Selfoss af þessum sökum og hér líður Kristjáni vel. Verst fannst mér þegar ég komst að því að kennarinn tók ekki síður þátt í eineltinu og ýtti frekar undir ef eitthvað var.

Hjartans knús á þig yndislega vinkona mín. Vonandi er þér farið að líða betur í hjartanu.

Guð geymi þig.

Tína, 7.9.2008 kl. 07:59

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 7.9.2008 kl. 10:45

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín það eru nokkrir dagar síðan ég hafði samband við Ingu ég hringdi í hana og við spjölluðum góða stund, síðan höfum við verið í póstsambandi, og mun hún pósta okkur um leið og eitthvað fer að gerast í málinu, en við getum byrjað strax hver á okkar stað, þetta á nefnilega líka við um fullorðið fólk.
Knús til þín ljúfan.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.9.2008 kl. 15:47

13 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 8.9.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband