á leið í bólið
3.9.2008 | 23:44
eftir kvöld í "viðgerð". Notalegt og mér líður ágætlega.
En mér áskotnaðist nærri því óvart hundur í kvöld. Tík vinkonu minnar ákvað upp á eigin spýtur að vera bara kyrr í bílnum mínum og virtist ætla með mér heim. Ég var líka tekin í nefið þegar ég kom heim. Mínir hundar vildu sko vita hvað ég vildi upp á dekk með að hitta aðra hvutta en þá sjálfa, langsætustu hundana !
Ekki hafa áhyggjur þó lítið verði skrifað, það er hluti viðgerðarinnar.
Athugasemdir
Gangi þér vel Ragga mín knús inn í nóttina Elskuleg

Brynja skordal, 3.9.2008 kl. 23:57
M, 3.9.2008 kl. 23:58
Gangi þér vel í viðgerðarvinnunni.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.9.2008 kl. 00:47
Gangi þér vel honní.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2008 kl. 08:43
Dísa Dóra, 4.9.2008 kl. 08:54
Hugsa stöðugt til þín stelpa og hef þig í bænum mínum. Ég veit þér á eftir að ganga vel
.
Dáist að þér og finnst þú vera algjör hetja. Knús og kossar.
Tína, 4.9.2008 kl. 09:14
Æi garmarnir.Ilmandi "stelpuilmur"og bara "mamman"sem kom heim
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 09:31
Það er nóg að vita að þér líður vel eða betur, ef ekki sést neitt, þá kíkja áhyggjurnar hjá mér hvað sé að.... knús inn í daginn hrossið mitt góða...
., 4.9.2008 kl. 10:10
Henni leist svona rosalega vel á þig enda ekkert skrýtið, hverjum líst ekki vel á þig mín kæra.
Geri ráð fyrir að þú hafir verið bókstaflega tekin í nefið við heimkomuna.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.