Skipulag-skipulag
2.9.2008 | 12:25
Það er oft talað um það hversu gott börn hafa af því að hafa um sig skýran ramma. Við sem lesum að staðaldri hjá henni Jónu Á erum alveg búin að átta okkur á að hennar drengur vill hafa sitt líf í föstum skorðum svo hann botni einfaldlega í því.
Um daginn sat ég hér og hugsaði til hryllings til vetrarins, mér varð kalt inn í öll bein og sorgmædd yfir því sem ég get ekki breytt. Heitasta óskin er auðvitað að fá hann Himma minn til baka en það er þó alls ekki hægt. Ég velti þessu nokkuð fyrir mér og fór hinar skrýtnustu krókaleiðir í huganum. Á endanum varð ég leið á þessari vitleysu og ákvað að hugsa málið í aðra átt. Hætta hreinlega að velta mér upp úr því að Himmi kæmi ekki til baka. Finna leið til að ramma inn lífið þannig að mér fyndist ég vera að áorka einhverju og væri til einhvers gagns. Nú ætla ég ekki að bjarga heiminum alein. Þetta er allt á miklu eigingjarnari nótum, ég ætla bara að koma sjálfri mér í eitthvað lag...starfhæft ástand að meira leyti en verið hefur. Í fyrra plumaði ég mig í vinnunni en ég gerði varla nokkuð meira...ss. ég var ekki eins starfhæf og ég vildi vera.
Ég finn t.d núna mikinn mun á mér, það er eitt og annað um að vera þessa vikuna og ég fagna því. Sumt er meira krefjandi en annað. Eða öllu heldur á eftir að taka meira á mig, það er allt í lagi. En nú er það samt þannig að ég ætla ekki að ofkeyra mig. Ég ætla að bæta smátt og smátt inn nýjum verkefnum...á mínum hraða.
Og eftir að ég var búin að ákveða þetta og ræða það ítarlega við Kela þá leið mér miklu betur. Mér fannst ég hafa eitthvað að gera og vera til einhvers gagns.
Eins og hvuttarnir mínir eru fínn félagsskapur og alveg merkilegt að horfa í brúnu augun, full trúnaðartrausts, þá ætla ég aðeins að víkka í vinahópnum. Finna mér vini sem eru ögn minna loðnir og það er ekki skilyrði að þeir séu brúneygðir.
Gott plan ?
Hætt að kvíða vetrinum...
Athugasemdir
Yndisleg færsla.Börn þrífast best í ramma,reglur eru nauðsynlegar.Líka fyrir okkur sem eigum að kallast fullorðin.Ég fæ líka mín sorgarköst og vill fá strákinn minn aftur til mín.Síðast í gærkvöldi.Ég er einmitt með einn 1, kílóa snata sem ég spjalla við.Hún lítur út eins og dópermann en er bara eitt kíló.Hún er svo skilningsrík
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 12:32
Líst vel á vetrarskipulagið hjá þér, Ragnheiður mín. Knús í daginn.
Fjóla Æ., 2.9.2008 kl. 12:35
Jú Auður, þeim getur maður treyst fyrir öllu, þeir blaðra því sko ekki í neinn og umbera mann sama hvernig maður er. Hundar eru snilld.
Takk fyrir Fjólan mín og Birna mín, alltaf yndislegastar
Ragnheiður , 2.9.2008 kl. 12:49
Brynja skordal, 2.9.2008 kl. 13:24
Dásamleg færsla! Líst vel á þetta plan hjá þér
Knús á þig
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 13:24
hahah yndisleg færsla. Um að gera að víkka þægindahringinn og get vel tekið þig til fyrirmyndar
M, 2.9.2008 kl. 13:31
.. Ég er með blá augu ...
Er búin að komast að því hversu mikið þú elskaðir/elskar Himma þinn og hefur látið minningu hans lifa svo fallega.
Komst að því að þú ert stórkostlega skemmtileg við beinu útsendinguna okkar frá heimkomu silfurdrengjanna.
Svo komst ég að því í dag að þú ert stórkostlega hjálpleg; kemur hlaupandi við ákall viðkvæmrar mömmu.
Ég veit að það er margt gott óupptalið hér...
Niðurstaðan: frábær kona sem hefur margt að gefa.
Þúsund þakkir mín elskuleg ... látum þennan vetur vera ljós.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.9.2008 kl. 14:43
Jóhanna mín, ég er vog með heilmikla réttlætiskennd og læt ekki hjóla í vini mína, blásaklausa. Takk fyrir hlýlegt komment.
Brynja, Ásdís Emilía ,M og ditta : kærar þakkir fyrir ykkar innlegg
Ragnheiður , 2.9.2008 kl. 15:28
flott plan :)
Fyrst verður maður að "bjarga" sjálfum sér, svo getur maður bjargað heiminum :)
E.R Gunnlaugs, 2.9.2008 kl. 16:16
Í AA segjum við "Keep it simple" og það er einfaldlega málið.
Gangi þér vel, þetta er stórt skref hjá þér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2008 kl. 16:54
Skipulag á ekki við mig, það er að segja ég get ekki fylgt skipulagi sama hve viljinn til þess er mikill.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 17:23
Flott hjá þér gangi þér vel Ragga mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 2.9.2008 kl. 17:41
Skipulagið er það sem gildir hvort sem um er að ræða börn eða okkur sjálf.
Þú ert bara flottust í þessu öllu saman það hef ég alltaf sagt.
Kærleik til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.9.2008 kl. 18:56
Þetta eru frábærar áætlanir hjá þér. Við verðum að hugsa um okkur sjálf til að geta verið til staðar fyrir aðra. Það verður erfitt fyrir þig að sleppa takinu á Himma þínum en það verður að gerast fyrr eða síðar og það er gott að þú ert búin að taka ákvörðun um það.
Helga Magnúsdóttir, 2.9.2008 kl. 19:53
... hænufet í einu áorkar miklu, sníða sér stakk eftir vexti og halda kúrsinum... ... frábært plan hjá þér Ragnheiður og gangi þér vel...
Brattur, 2.9.2008 kl. 19:56
Mega nýju vinirnir vera smá loðnir á fótum ? Æ, ég var bara að hugsa hvort ég verði endilega að raka mig. Mig langar að vera í nýja vinahópnum. Er sjálf sérlega vandlát á vini og á þá fáa.... en vil gjarnan eiga smá í þér.
Anna Einarsdóttir, 2.9.2008 kl. 20:17
Anna mín, svo löngu sloppin í gegnum nálaraugað....mátt vera með bólu á nefinu og það er alveg ókey !
Ragnheiður , 2.9.2008 kl. 20:28
Frábært elsku Ragga, þetta er stórt skref og mikið sem liggur á bak við þessa færslu hjá þér. Ég verð hér til staðar með mín blágráu augu og stóra óloðna skrokk. Knús og kærleikur á þig
Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 20:37
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.9.2008 kl. 20:59
Frábær færsla, líst vel á planið fyirr veturinn.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 2.9.2008 kl. 21:16
Þetta hljómar alveg frábærlega hjá þér, og um að gera að fara á þínum hraða. Gangi þér vel með planið.
Ég klukkaði þig í dag...... ef þú vilt vera með.
Linda litla, 2.9.2008 kl. 21:42
Klukk ? Æj ég nenni því ekki....sorry.
Takk elskurnar fyrir indæl komment...ég á bestu bloggvini í heimi -það er ég viss um
Ragnheiður , 2.9.2008 kl. 22:04
Gott að hafa plan, gangí þér vel.
alva (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:58
Þú ert einfaldlega stórkostleg kona Ragga mín, til hamingju með sjálfa þig
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 23:06
Mér líst vel á þetta hjá þér. Horðu fram á við, mín kæra.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.9.2008 kl. 23:48
Knús á þig frábæra kona
Sigrún Jónsdóttir, 3.9.2008 kl. 00:55
Mér finnst mikilvægast að líta alltaf á björtu hliðarnar og vera þakklátur fyrir það sem maður á.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.9.2008 kl. 02:12
Það er frábært að setja sér plan.. ég reyni að gera það alltaf... verð samt að viðurkenna að tilveran hefur nún hrist uppí því inná milli en þá er bara að finna planið aftur og byrja aftu ekki gefast upp... fára og hreinar reglur eða aðgerðir.. og bæta svo hægt við sig.. ég segi alltaf einn dagur í einu... eða ein mínúta í einu...og passa sig svo á því að vera ekki endalaust að niðurlægja sjálfann sig fyrir það sem maður gerir... þakka sér fyrir það sem maður á skilið...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 3.9.2008 kl. 02:52
Hmmm, frábært plan, elsku Ragga, en bara ein smá spurning; Fæ ég þá ekki að vera með í hópnum, þar sem ég er með brún augu, og kafloðin frá fæðingu? Ja, kona spyr sig.....
Annars bara innlitskvitt og knús, alltaf svo gott að lesa þig, sér í lagi eftir erfiða daga!
Berglind Nanna Ólínudóttir, 3.9.2008 kl. 03:21
Vó ekkert lítið sem ég gladdist yfir þessari færslu hjá þér Ragga mín, ég get svarið það.
Ég væri sko meira en lítið til í að kynnast þér og gott betur en það. Ég segi það satt að mér þætti heiður af því að fá þig í kaffi. Ég trúi því einlæglega og veit að þú hefur ofsalega mikið að gefa og sama er um mig. Ef ég mætti keyra þá væri ég sko ekki lengi að koma og banka upp á hjá þér!!
Guð geymi þig vinkona og megi allar góðar vættir geyma þig og vernda á þessari björtu braut sem nú opnaðist fyrir þér.
Stolt af þér
Tína, 3.9.2008 kl. 07:57
Bara frábært plan Ragga og ramminn er lykillinn af að allt gangi vel.
Knús til þín kveðja Heiður.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 3.9.2008 kl. 08:22
Ragga mín til hamingju með þessa ákvörðun þína og hafðu eitt hugfast.....Góðir hlutir gerast hægt
til ykkar.
Ásta Björk Hermannsdóttir, 3.9.2008 kl. 08:35
Frábært plan fyrir veturinn. Gangi þér vel, elskan mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.9.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.