Ég er komin á fætur
23.8.2008 | 11:21
enda má maður ekki snúa sólarhringnum við fyrir stóra LEIKINN á morgun...úje úje ....
En annars er fátt í fréttum, svoleiðis. Hjalli náði að laga borðtölvuna og ég þarf að fara að klára þvottahúskrílið mitt en til þess vantar mig hellings nennu...aldrei þessu vant er það ekki tímaskortur sem þjakar. Mér finnst verra ef ég verð eins og bjáni, búin í sumarfríi og þvottahúsið ekki klárt...
Það er bara asnalegt...
Ég fór að skoða marathon.is og tókst að heita á hana Hrönn sem hleypur eins og fjandinn sé á hælunum á henni einhvern tíu kílómetra hring í miðborginni...hún hefur áreiðanlega hugsað sér mig á hælunum og ég er viss um að við sjáum nýtt hraðamet!
GO HRÖNN
Eitthvað þarf að gera meira við glugga hérna, einhver opnanleg fög eru með móðu á milli....það bíður bara næsta sumars en þetta lekur allaveganna ekki og ég er sátt með það.
Nú ætla ég að fá mér kaffi og skála í því fyrir Hrönn..
Leiter!
Athugasemdir
Hrönn setur líklega heimsmet.
Ég skála við þig í kaffi..... SKÁL !
Anna Einarsdóttir, 23.8.2008 kl. 11:36
Ég er með hunangste og segji líka skál fyrir okkur og strákunum okkar Eigðu góðan dag Ragga mín
Erna, 23.8.2008 kl. 11:45
... allt í lagi þó að þvottahúsið bíði... bara ef við vinnum á morgun...
Brattur, 23.8.2008 kl. 12:00
Skál í kaffi.Gullð er okkar á morgun
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 13:29
Skál!
Hulla Dan, 23.8.2008 kl. 14:01
Já segi bara skál líka,glæsilgur árangur hjá strákunum okkar...líka flott hjá Hrönn að hlaupa maraþon það gerði Sverrir Breiðfjörð og Valdimar líka og mamman hér er mikið monntin með sinn strák.
Kveðja til ykkar úr Grindavíkinni.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 23.8.2008 kl. 16:22
Hrönn er hvunndagzhetja dagzins...
Steingrímur Helgason, 23.8.2008 kl. 19:57
ABC börn og ég þakka fyrir okkur
Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 20:15
Hrönnslan stóð sig ekkert smá vel. Nú er ég að fara að hvíla mig fljótlega og vakna svo fersk í fyrramáli, kannski ÁFRAM ÍSLAND
Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 22:14
Kveðja inn í daginn, ÁFRAM ÍSLAND og vonandi verða þeir GULLKÁLFARNIR OKAR. Kærleikskveðja Guðný.
Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 00:10
Áfram Ísland, áfram Ísland
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.8.2008 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.