Í sögu daganna
20.8.2008 | 20:05
fær þessi ágætiseinkunn, pressan er farin af.
Hann byrjaði nú á skringilegum nótum.
Steinar : (hristihristihrist) Viltu horfa á seinni hálfleik ?
Ég : Nei, ég nenni því ekki........(geisp)
Steinar ; en en en ísland er yfir !!
Ég: mér er alveg sama...(hrjót)
Svo leið að mér fannst smástund. Þá kom aftur hristihristihrist
Steinar : Þeir unnu! Ísland er komið í undanúrslit !!
Ég; Hvað segirðu !
Steinar : ég er farinn í vinnuna....
Ég lá smástund, glaðvöknuð. Fór fram og horfði á sjónvarpið en þorði ekki að horfa á leikinn á plúsnum af ótta við að úrslitin breyttust. Endaði aftur upp í rúmi og held að mig hafi bara dreymt ágætlega.
Rétt passlega nývöknuð og þá komu Alda og Lalli, með ágætar fréttir. Hún fékk fína skoðun og fær að vita um næstu skref næsta mánudag.
Ég sótti Hjalta, hann ætlaði að reyna að gera við tölvuna. Skruppum fyrst til Himma og settum rósirnar frá Siggu systur hjá Himma. Það hafa greinilega nokkrir munað eftir okkar strák. Hann átti nokkra vendi og engla. Bara yndislegt.
Svo fórum við Hjalli hingað heim og vorum læst úti. Það tók Steinar rúman hálftíma að komast heim til að opna fyrir okkur. Við nutum útiverunnar á meðan (right!)
Steinar ákvað að vera smáduglegur og málaði gluggana með grunnmálningu, hann málaði líka báða hundana. Annar er með sportrönd en hinn er með hvíta kinn,undirhöku. Hann hefði málað áfram ef ekki hefði allt í einu birst fótboltaleikur í sjónvarpinu. Málningardósin og pensillinn fuku inn í skúr og hundarnir héldu áfram að vera mest svartir.
Mér gengur ekkert að setja inn myndir á moggabloggið, ég hef verið að setja þær bara inn á hina síðuna. Það hefur þann galla að ekki er hægt að "stela" þeim þaðan. Kannski er það stillingaratriði, ég veit það ekki alveg.
Kveðja
útilokaða konan
Athugasemdir
já leikurinn var æðislegur En gott að það komu ágjætar fréttir hjá öldu þinni En ég var að dæla inn myndum í gærkveldi og það gekk brösulega komu bara sumar myndir inn eins og það væri einhver bilun veit ekki? knús inn í nóttina Elskuleg
Brynja skordal, 20.8.2008 kl. 21:26
Hahaha ... að þora ekki að horfa á plúsinn af hræðslu við að úrslitin breytist!! Þú'rt fyndin!
Hugarfluga, 20.8.2008 kl. 22:09
Hrönn Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 22:14
alva (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 22:49
frábært að okkar mönnum gengur svoan vel ...það er ekki þannig að það er neinu hent inn í bílskúr til að horfa við fáum þetta í frétta tímum .
Frábært að heyra góðar fréttir af Öldu það gleður mikið.
Svo í res langar mig að hrósa þér fyrir pistilinn í síðustu fæslu þetta er vel skrifað og við þekkjum þetta vel og höfuð liðið fyrir seinvirkt kerfi svo mikið er víst.
Knús til ykkar inn í nóttina.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 20.8.2008 kl. 23:31
Jeminn eini þú misstir af ótrúlega skemmtilegum leik í morgun. Hér sat öll famelían og horfði á leikinn, við skemmtum okkur vel.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.8.2008 kl. 00:48
Duglegir strákar
Hulla Dan, 21.8.2008 kl. 06:32
Þetta var einhver sá allra skemmtilegasti leikur sem ég hef séð. En hér sat ég meðan karlarnir á heimilinu sváfu vært!!!! En hundarnir heppnir að það skyldi koma leikur................... miðað við lýsinguna að þá er aldrei að vita hvar þetta hefði endað
Knús á þig yndislegust og megi dagurinn vera fallegur hjá þér.
Tína, 21.8.2008 kl. 06:43
Hér fóru allir á fætur til að horfa á leikinn.
þetta er skemmtilegasti leikur sem ég hef séð,ótrúlega spennandi,hlakka til að horfa á leikin á morgun.
Það er gott að fréttirnar að Öldu er betri
Eigðu góðan og fallegan dag
Anna Margrét Bragadóttir, 21.8.2008 kl. 08:24
Bara stórt hjarta til þín
Kristín Katla Árnadóttir, 21.8.2008 kl. 12:32
Ég missti líka af leiknum, svaf á mínu græna... vaknaði reyndar kl um 5 en var ekki að muna eftir leiknum þá grútmygluð af sifju..
En það klikkar ekki á morgun..ó nei..ætla sko að planta mér fyrir framan imbann. Ekkert smá spennó.. kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 21.8.2008 kl. 12:39
Takk fyrir að taka mig inn
Góð færslan hjá þér hérna á undan, mikill sannleikur í henni.
Ég á eftir að missa mig á morgun, þoli ekki svona mikla spennu. Úff.
Kveðja og hafðu góðan dag.
Elísabet Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 13:21
Knús á þig til baka, takk fyrir fallegu kveðjurnar
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.