Dagur að kveldi kominn
19.8.2008 | 22:45
og ég sit hérna í húminu, þreytt og alveg að sofna.
Eins og þær hafa sagt, hinar yndislegu mæður sem misst hafa börn á undan mér, þá varð hann ekki eins slæmur og ég bjóst við.
Ég sat hér í gærkvöldi og gaut augunum á klukkuna í tölvunni. Ég held að ég hafi búist við eldingu beint í hausinn um leið og miðnætti gekk í garð.
Klukkan sló.
Það gerðist nákvæmlega ekkert.
Ég blikkaði augunum, varfærnislega, en það breytti engu.
Dagurinn ljóti var kominn og hann varð bara venjulegur þriðjudagur.....
nema...ég hitti allt fólkið mitt. Gísla og Heiði og krakkana, þau eru talin með mínu fólki. Siggu systur og strákana hennar. Hjalta og Anítu. Sollu, Vigni og Hilmar. En svo kom rúsínan í pylsuendanum......
Útihurðin opnaðist og björt barnsrödd kallaði með gleðihljómi : AMMA!!
Inn endasentist Patrekur og beint í ömmufang ! Þá komu þau mæðginin óvænt suður og kíktu við hérna í dag.
Enn og aftur sé ég hversu gott er að búa hérna í sveitinni. Krakkarnir geta valsað hér um og allt er í besta lagi.
Við hittumst í garðinum í dag og Gísli og Heiður komu með fallega lugt til að hafa hjá honum, hún er fest á samskonar kubb og engillinn sem ég kom með um daginn. Systurnar komu með tvo fallega engla til hans. Ég setti hjá honum fjórar rauðar rósir. Svo gengum við öll í halarófu til hans Hauks hennar Birnu Dísar, ég fer orðið alltaf til hans þegar ég fer í kirkjugarðinn. Við skoðuðum steininn hans og hugsuðum til strákanna okkar, elsku strákanna sem réðu ekki við lífið. Andlát þeirra bar ekki eins að en ég get örugglega haldið því fram að sorgin sé svipuð.
Kærar þakkir fyrir hlýjar og fallegar kveðjur -hlýhug og stuðning í vonlausum aðstæðum, þetta hjálpar.
En nú ætla ég að fara að vinna, vinna í sjálfinu..sættast við það sem truflar mig. Finna leiðina.
Kínverskt máltæki segir að börn sem verði fullorðin fari að heiman, börn sem deyja fara aldrei burt.
Athugasemdir
Góða og blessaða nótt mín kæra.
alva (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 22:49
Knús á þig elsku Ragga mín ...
Maddý (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 22:50
Kærleikskveðja til ykkar allra
Guðrún (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 22:54
Bestu kveðjur tilykkar allra
Sigrún Jónsdóttir, 19.8.2008 kl. 22:54
Innilegar kveðjur til þín og fjölskyldu þinnar.
Björg K. Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 22:57
Bestu kveðjur til ykkar, kæra Ragga
Vona að þið eigið góða nótt, eftir þennan dag

Bestu kveðjur úr Eyjum,
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 22:59
Yndisleg og hjartnæm færsla. Sendi þér og þínum góða kveðju af Skaganum, elsku Ragga mín.
Góða nótt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.8.2008 kl. 23:01
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 23:27
Hrönn Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 23:27
Brynja skordal, 19.8.2008 kl. 23:53
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.8.2008 kl. 00:47
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.8.2008 kl. 01:06
Jóhanna Cronin.
Jóhanna (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 01:11
Þú kannt svo sannarlega að koma orðum að tilfinningum þínum þannig að maður skilur þig svo vel. Hef verið hjá ykkur í huganum í allan dag. Vona að þú sofir vel í nótt, árið er liðið og nú byrjar það næsta, það verður skárra, ekki endilega mikið betra, en skárra. GUÐ geym
Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 01:26
knús til þín Ragnheiður
Sigrún Óskars, 20.8.2008 kl. 01:41
Falleg færsla og gott að heyra að dagurinn var bærilegur. Ég verð fyrir sunnan næstu daga ætla þá að heimsækja Haukinn minn og langar að heimsækja leiðið hans Hilmars..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.8.2008 kl. 02:17
Það er ég sannfærð um að hann er alltaf hjá þér og gleðst með þér þegar þú ert glöð.
Hlýjar orkukveðjur til þín elsku hjartans Ragnheiður mín.
Tína, 20.8.2008 kl. 06:17
Dísa Dóra, 20.8.2008 kl. 08:09
Falleg færsla
Anna Margrét Bragadóttir, 20.8.2008 kl. 08:19
Elsku Ragga.
Takk fyrir gærdaginn held að það hafi verið rétt og gott fyrir okkur að hittast það hjálpaði okkur öllum svo mikið,ég er líka svo ánægð með að hafa keypt þessa lukt hin var ekki nógu góð og bara ekki falleg og það erum við örugglega sammála um að svoleiðins á ekki að vera hjá stráknum okar.
Steinninn sem er hjá Hauk er svo fallegur eins og við ræddum og töluðum við um það á leiðinni heim.
Það var svo gott að hittast í gær takk enn og aftur knús til þín.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 20.8.2008 kl. 08:39
Gott að dagurinn er liðinn og að dagurinn varð góður
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 08:45
Fallegt alla leið.
Hulla Dan, 20.8.2008 kl. 08:56
Falleg færsla Ragga mín.
Það er mikið til í kínverska máltækinu.
Bestu kveðjur til ykkar allra. Ingunn
Ingunn Guðnadóttir, 20.8.2008 kl. 10:01
Þú ert einstök Ragga mín. Kærleikskveðja til þín og þinna
Erna, 20.8.2008 kl. 11:42
Falleg og einlæg færsla Ragga mín. Þér tekst svo vel að koma hugsunum og tilfinningum þínum í orð. Innilegar kveðjur til ykkar allra.
Sigurlaug B. Gröndal, 20.8.2008 kl. 13:12
Falleg færsla Ragga mín, kærleikskveðja til ykkar allra.
Kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 20.8.2008 kl. 13:31
Ég fór með rósir til Himma þíns í morgun.Það er fínt hjá honum leiðið.Minningardagarnir eru svo erfiðir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 12:13
Knús á þig Ragga mín
Benna, 22.8.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.