Ég hef ákveðið
16.8.2008 | 19:15
að lesa ekki orð af því sem fráfarandi eða viðtakandi borgarstjórn segir. Nú eru allir teknir við að leika "the blame game" sem var vinsæll á árum kalda stríðsins. Nenni ekki að eyða tíma í þetta lið.
Ég komst að því í dag að ég bý í líkhúsi. Það er lík á þakinu og engum hefur komið til hugar að rukka viðkomandi vegna legupláss. Við erum heldur ekki í Kirkjugarðasambandinu hérna, bara lítið einkarekið líkhús hérna. Það er dauður starri á þakinu. Lalli og Alda komu í dag og þeir kallar kláruðu að setja nýju rúðurnar í. Svo ákváðu þeir að skoða betur þakið og þá fannst þetta lík..greyið.
En handboltaleikurinn var OF spennandi í dag...djís...Sjaldan sem maður sér hinn danska Ulrik fá algerlega kast á hliðarlínunni. Mér fannst Loga hent út með rautt fyrir litlar sakir en Ingimundur mátti þakka fyrir að lafa inn á velli eftir slæmt brot í fyrri hálfleik.
Ég er farin.
Athugasemdir
Þessi leikur var ein spenna..þræl góður hjá þeim og ég er rosalega stolt af strákunum okkar... ég er heldur ekki að nenna að hlusta á þessa trúða í borgarstjórn. Þvílíkur skrípaleikur sem þetta er orðið. kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 16.8.2008 kl. 19:19
Hrikalega góður leikur! Skil engan veginn fyrir hvað Logi fékk rauða spjaldið.... Hann sem er svo prúður drengur ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 20:48
Ohhhh ég varð nett brjáluð þegar Loga var hent út af!!!! Kræst sko... hann snerti varla gæjann. Annars hafði ég á tilfinningunni að Svíadómararnir hafi verið með einhverja snertifælni eða eitthvað, það mátti enginn snerta neinn þá voru þeir búnir að dæma eitthvað.
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 16.8.2008 kl. 23:54
Ég var í svitabaði og yfirspennt eftir leikinn í dag. Ég hefði eins getað verið á vellinum að spila. Vegna þreytunnar sem kom yfir mig eftir þennan æðislega skemmtilega leik. Ég fékk líka kast þegar Logi fékk rauða spjaldið fyrir prúðmennskuna. Svíum er greinilega illa við Loga!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.8.2008 kl. 01:45
Æ aumingja starrinn honum hefur litist best á þitt þak
Það er nú til að æra óstöðugan að ætla að hlusta á þetta rugl þó ég hafi nú álpast til þess í morgun.
Eigið góðan sunnudag kæru vinir
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.8.2008 kl. 07:36
Ég skil þig mjög vel að nenna ekki að hlusta borgarstjóra og fyrrverandi borgarstjóra í sandkassaleiknum sínum. Mér dettur stundum í hug að meirihluti borgarfulltrúa ættu að fara á leikskóla til að reyna að þroskast aðeins"
Mummi Guð, 17.8.2008 kl. 09:04
Hrikalega skemmtilegur leikur í gær og bara fyndið að fylgjast með danska þjálfaranum þarna í lokin. En eigum við ekki að stilla vekjaraklukkuna í fyrramálið og horfa á leikin á móti egyptana? Ég ætla í það minnsta að gera það.
Knús á þig mín kæra.
Tína, 17.8.2008 kl. 10:03
Sá viðtal við danska þjálfarann eftir leikinn og ég hef aldrei á ævinni séð eins tapsáran þjálfara. Hann var hreint út sagt pínlegur.
Knús
Hulla Dan, 17.8.2008 kl. 10:54
Þetta er orðinn þvílíkur farsi og drama til skiptis í borginni að það hálfa væri nóg. Það er vest hvað uppsetningin á þessari "leikskýningu" er orðin borgarbúum kostnaðarsöm. Ég hef grun um að þessu sé nú ekki lokið. Það á eftir að takast á um REI um Bitruvirkjun og fleiri mál sem keyra á í gegn hvort sem okkur líkar betur eða verr!
Sigurlaug B. Gröndal, 17.8.2008 kl. 11:48
Hulla Dan, 19.8.2008 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.