Eins og sloppið hafi þeytispjald. (færsla 726)
15.8.2008 | 15:46
Hugurinn er á einhverju spani þessa dagana...það gengur mikið á í höfðinu á mér og mér tekst ekki alveg að stoppa það. Það er einkennilegt, maður veit betur en samt stressar maður sig á hlutum sem maður getur ekki breytt eða haft áhrif á. 19 ágúst kemur, ég get ekki stokkið yfir hann eða frestað honum, ég þarf bara að láta hann koma og fara. En í staðinn fyrir að bíða róleg þá tætist ég um innan í mér....
Undirrót kvíðans er áreiðanlega sú að þessi dagur var skelfing í fyrra. Undirmeðvitundin heldur vísast að hann verði jafnslæmur í ár. Hann verður það ekkert, segir skynsemin hryssingslega við taugaveikluðu undirmeðvitundina. Hvort ætla ég að hugsa með hjartanu eða heilanum ? Það er spurning. Það versta við þessi innri átök er að þeim fylgir versti höfuðverkur í heimi. Það eru kannski harðsperrur ?
Bíllinn minn bíður á verkstæðinu upp á von og óvon. Kannski kom varahluturinn um hádegið ? Það kemur í ljós.
Ég tók afrit af síðunni minni áðan og ætla að setja það inn á flakkara sem ég er með til að geyma tölvuafrit á. Ég verð að passa mig mikið á að tapa ekki myndum sem ég á, ég á sumar myndir af Himma bara hér á tölvuformi en ekki útprentaðar. Ég er ekki svo tæknivædd að eiga prentara sem prentar út myndir, ég á bara gamaldags skjalaprentara.
Ég er samt ekki ein heima. Hér eru hvuttar og Keli er að haga sér óvenjulega. Hann horfir á mig einhverjum ástaraugum, þau eru þannig að hann verður píreygur og manni finnst geisla úr þeim hlýju. Hann lætur hinsvegar stundum svona þegar ég er meira niðurbrotin en vant er. Án orða. Þá hangir hann hjá mér og virðist vera upptekin af því að passa gömlu sína vel.
Ég er enn að horfa á ÓL 08 þó það þyki ekki PC rétt að horfa á það. Ég hef gaman af þessum íþróttamönnum og ekki skemmdi sá sem lýsti frjálsum áðan fyrir. Hann vissi nánast allt um keppendur og ég fyllti hausinn af ónauðsynlegum upplýsingum um keppendur...og hafði gaman að. Nú er verið að keppa í tennis, það er svosem ekki sérstaklegt uppáhald hjá mér. En það kemur eitthvað annað á eftir.
Mér skildist að þeir væru búnir að ganga þannig frá málum að við munum sjá Þóreyju Eddu í stönginni á morgun. Þeir eru búnir að fá myndavél til að fylgja henni eftir og fá að klippa á hana að vild. Mér finnst gaman að stangarstökkinu eins og flestum frjálsum.
Man ekki meira nema í anda ÓL setti ég nýtt Álftanesmet áðan í að bjarga þvottinum af snúrunni...
Athugasemdir
Marta smarta, 15.8.2008 kl. 15:55
Sigrún Jónsdóttir, 15.8.2008 kl. 16:02
Þú ert óborganleg, bjarga þvottinum af snúrunni
Ragga mín 19 ágúst kemur og þú verður eins og hetja þennan dag eins og allt þitt ferli er búið að vera síðasta ár, sterk og ástrík kona ertu,
allir þurfa á þér að halda skjóðan mín mundu það.
Þín vina Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.8.2008 kl. 16:25
ÉG hef líkt svona erfiðum dögum sem skemmd í árhring. Í 26 ár hefur "minn" erfiði dagur komið árlega og alltaf byggir líkaminn upp spennu og hvíða, tilfinningin kemur áður en hguurinn minnir mig á hvaða árstími sé, það vorar þessvegna alltaf með eftirsjá hjá mér. Ég stend við hlið þér í huga mínum og geri allt sem ég get til að senda þér hlýju og kærleik og líka Himma þínum. Blessi þig og ykkur allir góðir vættir. Kærleikskveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2008 kl. 18:48
alva (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 18:53
Þessi tími er erfiður, það er ekki hægt að skafa af því. Hugurinn fer á fullt, minningar streyma, sorgin hellist yfir og tilfinningaflóran öll. Sjálfsásakanirnar poppa upp og hættir okkur til að leyfa þeim að komast of mikiðstrákinn þinn.
Leyfðu þér að syrgja og gráta og hleyptu öðrum að þér sem vilja deila sorginni með þér.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.8.2008 kl. 22:16
hér datt út setning, fyrirgefðu mín kæra. Ég ætlaði að segja að okkur hættir til að leyfa sjálfsásökunum komast of mikið að sem tætir okkur að innan. Einbeittu þér að fallegu og góðu minningunum um strákinn þinn. Það getur verið jákvætt að helga honum daginn með því að skapa einvherjar hefðir fyrir þig og fjölskyldu þína.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.8.2008 kl. 22:19
Ekkert mál mín kæra, þetta er yndisleg og hugheil ráð. Ég mun reyna að fylgja þeim að megni.
Þakka ykkur fyrir ykkar innlegg, ég met þau mikils
Ragnheiður , 15.8.2008 kl. 22:28
19 ágúst er gleðidagur hjá mér þá á dóttir mín Jóna Salvör 21 árs afmæli, það er bara verst að hún býr fyrir norðan í Fljótunum. Þannig að ég hitti hana ekki Að sjálfsögðu er Keli þinn að passa þig og reyna að hressa þig við. Dýrin skynja svo vel þegar okkur líður illa eða vel, og vilja taka þátt
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.8.2008 kl. 01:29
sendi þér ljós Ragga mín og hlýja strauma. Guð veri með þér og þínum.
Guðrún Jóhannesdóttir, 16.8.2008 kl. 12:29
Skil þig vel með þennan 19. ágúst. Get verið mikið svona með allskonar hluti. Þetta var svo svakalegur dagur hjá þér, það ætti enginn að þurfa að upplifa það að missa barnið sitt. En reyndu að hugsa kannski sem svo að 19. ágúst voru 365 dagar síðan þetta gerðist, 18. ágúst 364 dagar. Ár er svo afstætt. Þessi dagur ætti ekki að vera öðruvísi. Þú syrgir hann af öllu hjarta alla daga. Hann á eftir að vera með þér í hjartanu það sem eftir er, þú varst heppin að eiga hann. Farðu út að ganga þennan dag og finndu Himma í vindinum sem strýkur vanga þinn og í öðru sem þú skynjar. Gangi þér vel þennan dag og ég á eftir að hugsa til þín. Kveðja, St.
Steinvör (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 21:32
Þakka þér fyrir Steinvör, þessi dagur er alveg að skríða í dagsljósið
Ragnheiður , 16.8.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.