Áskorun á karla á blogginu.

Hér gengur nú undirskriftalisti gegn ofbeldi á konum. Það er sjálfsagt og eðlilegt að konur skrifi sig á þennan lista, okkar sjálfrar vegna, dætra okkar og mæðra. Ég hef mikinn áhuga á að sjá karla taka skýra afstöðu og skrifa sig á þennan lista. Einn maður hér á blogginu hefur oft skrifað til stuðnings systursamtökum Stígamóta, í augnabliki man ég ekki nafn þeirra samtaka en minnir að þau heiti Afl. Það er www.jensgud.blog.is .

Ég hef sjálf ekki linkinn á þennan undirskriftalista en ég fann hann í kvöld og hef séð að hann er víða birtur. Ég ætla að reyna að finna hann og koma með hann á þessa færslu.

Svo er það spéhræðslan, hvaðan er allt þetta fólk að koma sem hefur litið við á síðunni minni í dag ? Hvernig væri að kvitta fyrir komunni fólk ?

Nú er kominn nýr borgarstjóri, ég sé ekki ástæðu til að óska viðkomandi til hamingju. Það er ljóst að hnífasett Framsóknar eru vel brýnd ennþá samanber samkomulag Tjarnarkvartettsins og viðsnúning Framsóknar. Stjórnmálamenn sem gera allt fyrir völd eru ansi ómarktækir. Ég ætla samt að sjá hvort þetta fólk getur gert eitthvað vitrænt, ekki kom mikið af viti úr síðasta samstarfi.

 

Í þessari færslu er undirskriftalistinn  . Koma svo karlar, taka áskorun ! Með samstilltu átaki er hægt að breyta mörgu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Bloggaði um undirskriftalistann.......allir að skrifa!

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.8.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Brattur

Búinn að skrifa á listann... við karlar eigum að láta vel í okkur heyra varðandi ofbeldi gegn konum... það er gjörsamlega óþolandi og vildi ég sjá harðari dóma en verið hefur hingað til í slíkum málum... nálgunarbannsmálið sem mikið hefur verið fjallað um er náttúrulega hneyksli og hefði örugglega ekki verið eins afgreitt ef dómarar hefðu allir verið konur... einn dómaranna var þó ekki sammála og er það gott... sumir karlar er bara svo helv... þröngsýnir og skilningslausir...

Brattur, 15.8.2008 kl. 00:08

3 Smámynd: Ragnheiður

Já nákvæmlega Brattur, karlar eru ómetanleg hjálp við að sporna við þessum atburðum sem enginn karl myndi vilja láta koma fyrir sína eigin dóttur.

Ég get hinsvegar sagt að karlar sem ég er í mestum samskiptum við hér á Moggabloggi eru upp til hópa sómakarlar og þú sjálfur þar engin undantekning.

Koma svo strákar-skrifa á listann

Ragnheiður , 15.8.2008 kl. 00:13

4 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Kvitt kæra vinkona! Héðan beint á undirskriftalistann!

Berglind Nanna Ólínudóttir, 15.8.2008 kl. 02:40

5 Smámynd: Hulla Dan

Ég kvitta svo til alltaf  nema þegar ég hef óhugnarlega tralvt!

Gott mál með undirskriftarlistann. Búin að kvitta þar einnig.

Góða helgi á þig

Hulla Dan, 15.8.2008 kl. 06:55

6 identicon

Búin að skrá mig á listann.

Ég á það til að kíkja oft á dag í heimsókn til þín Ragga mín

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 08:00

7 Smámynd: Helga skjol

Búin að skrá mig á listan, þetta er svo sannarlega þarft verkefni og stend ég 100% með því.

Knús

Helga skjol, 15.8.2008 kl. 08:49

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ég kem hér næstum á hverjum degi .

Mitt nafn er komið á listan takk fyrir að benda á hann.

Kveðja til ykkar. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 15.8.2008 kl. 09:07

9 Smámynd: Brynja skordal

Búinn að skrifa hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 15.8.2008 kl. 10:50

10 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Ég skrifaði á listann, og svona af forvitni að þá lagði ég það á mig að telja karlpeninginn sem voru búnir að skrifa sig og það er bara nokkuð gott sem komið er...það eru komnir yfir 100 karlmenn bara æðislegt. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 15.8.2008 kl. 11:31

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Kvitt og knús  og kveikt á kerti..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.8.2008 kl. 11:43

12 Smámynd: Rut Rúnarsdóttir

kvitt kvitt

Rut Rúnarsdóttir, 15.8.2008 kl. 13:13

13 identicon

Sorry ég sé ekkert vitrænt með að skrifa á svona lista.
Og svo fordæmi ég allt ofbeldi... ekki bara gegn konum.
þegar það er ráðist á konur eða karla eða börn eða whatever, þá er ráðist á okkur öll.

Peace.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 13:28

14 Smámynd: Ragnheiður

Ekkert mál DoctorE

Ragnheiður , 15.8.2008 kl. 15:15

15 identicon

Ekkert taka þetta illa upp... málið er bara að ég vil að við horfum á okkur sem heild, ekki að okkur sé flokkað eftir kyni, kynstofn, trúarbröðgum... etc.

Það er einnig mikið kynbundið ofbeldi gegn td ungum drengjum... af hverju þurfum við að flokka þetta niður ...
Sorry mér bara finnst það svona eins og að mótmæla ofbeldi á skósmiðum. ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 20:47

16 Smámynd: Ragnheiður

Já ekkert mál, ég skil nákvæmlega hvað þú ert að meina og er sammála þér. Spurning kannski um að byrja við einhvern punkt og halda svo áfram þaðan ?

Í mínum huga getur kona ekki verið góð vegna þess að hún er kona, heldur vegna þess að hún er góð manneskja.

Nákvæmlega sama á við um karla.

Takk fyrir þitt innlegg DoktorE

Ragnheiður , 15.8.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband