Aukafrídagar
13.8.2008 | 12:07
eru eins og aukakrónur Landsbankans, þeir koma bara.
Bílinn minn er í hálfgerðu verkfalli og það sem þarf að skipta um er ekki til. Það er í pöntun, hraðpöntun og næst vonandi fyrir helgina.
Annars ætlaði ég að koma hérna með eina mynd, af mér og þessum með rifbeinið, síðan í gær í garðinum. Við löguðum til hjá Himma og settum engil og hvíta steina á leiðið hans. Hann var með ljótasta leiðið á svæðinu, hjá honum var ekkert. Mamman svo lengi að ákveða hvað hún vildi gera og alls ekki með græna fingur. Ég tók líka bækling yfir legsteina og ætla að leggjast yfir það í vetur með mínu fólki hvað við setjum hjá Himma.
Jóna Kolbrún segir í kommenti við síðust færslu að hún hafi haldið til að byrja með að Patti væri hundur en komist að því að hann er manneskja þegar síminn hans hringdi.
Mínir hundar eru með gsm, þeir eru þeir einu sem ég þekki sem mega mása í símann hehe...kva!
Við erum að hugsa um að kalla Patta, Beingrím. Honum leist ekkert illa á það í gær.
Hérna kemur svo mynd af leiðinu eins og það er núna.
Við ætlum að setja fleiri steina en eru komnir þarna.
Athugasemdir
Fallegt Ragga mín
Erna, 13.8.2008 kl. 12:35
Það er ekki dónalegt að fá aukafrídaga meðan veðrið er svona gott, njóttu þess bara í botn.
Leiðið er virkilega fallegt hjá ykkur. kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 13.8.2008 kl. 12:46
Guð geymi þig og þína elskan mín. Leiðið er mjög fallegt og ber með sér mikla ást og væntumþykju.
Mér finnst þú bara yndisleg. Njóttu aukadagana krútta
Tína, 13.8.2008 kl. 13:11
Aldrei hef ég séð svona hvíta steina á leiði áður... en mér finnst þetta alveg sérlega fallegt....
Anna Einarsdóttir, 13.8.2008 kl. 13:52
Þetta kemur afskaplega vel út....
Hrönn Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 13:58
Mér finnast steinar passa vel við hann, ég þekkti Himma þinn ekkert en einhvernvegin eiga steinar vel við þann styrk og tryggð sem hann átti.
Knús á þig bestust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.8.2008 kl. 14:03
Virkilega vel til fundið, hef ekki séð svona áður en mér finnst þetta mjög fallegt og viðeigandi á hans leiði. Svo má hvetja vini og fjölskyldu sem kemur að leiði hans að taka með sér einn fallegan stein og safna saman kærleikskrafti. Steinar eru yndislegir og þú átt nú sjálf einn þann besta, ekki satt??
Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 14:40
Þetta er víða í Gufunesgarði, svona hvít möl eða steinar. Þeir eru samt oftast smágerðari en þessir sem ég fékk á Hilmars leiðið. Hann er með marmaramulning hjá sér, blessaður kallinn. Mér finnst þetta minna mig á sæng, breidda yfir strákinn minn þar sem hann hvílir sín lúnu bein. Ekki gömul bein en þau voru orðin lúin af erfiðleikum hans...elsku kallinn hennar mömmu sinnar.
Ásdís mín, ég á sjálf einn traustan Steinar og hann er bestur fyrir mig.
Ragnheiður , 13.8.2008 kl. 14:48
Þetta kemur mjög vel út og jú satt hjá þér Ragga að þetta minnir svolítið á sæng - eða kannski meira mjúkt teppi sem hefu verið lagt yfir Himmann
Dísa Dóra, 13.8.2008 kl. 17:21
Segi eins og hinir, hef ekki séð þetta áður en það kemur vel út að nota steina....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.8.2008 kl. 17:32
fallegt að nota hvíta steina, virkilega fallegt hjá þér Ragnheiður.
Sigrún Óskars, 13.8.2008 kl. 18:11
Við vorum hjá Hauknum mínum og komum við hjá Himma þínum.Það er svo fínt hjá honum
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 18:36
mjög fallegt hjá honum Himma
Bergdís Rósantsdóttir, 13.8.2008 kl. 21:11
þetta er orðið mjög fallegt hjá honum Himma :)
E.R Gunnlaugs, 13.8.2008 kl. 22:09
Þetta er voða fallegt hjá ykkur. Ég skil þig vel, veit hvernig það er að vera ekki alveg sáttur við leiði. Ég vona að þú sért sátt við leiðið núna, það er fallegt.
Mummi Guð, 13.8.2008 kl. 22:56
Þetta er fallegt leiði.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.8.2008 kl. 00:49
Þetta er aveg ofsalega fallegt hjá ykkur,
Linda litla, 14.8.2008 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.